08.12.2011 07:43

Stígur frá Litla-Garði


   
Stígur frá Litla-Garði IS2011165652

Brúnn hestur / Brown male 
M: Tvístjarna frá Árgerði IS1996265664 
M.M Tinna frá Árgerði A.e 7.55
M.F: Skuggi frá Árgerði
F: Tristan frá Árgerði

F.F: Orri frá Þúfu

F.M: Blika frá Árgerði

Stígur er fallegur og spennandi ungfoli. Hann er undan gæðingnum og gæðingaföðurnum ættstóra Tristan frá Árgerði. Tristan er undan Bliku frá Árgerði sem var eina hrossið sem hlaut einkunnina 10.0 fyrir geðslag þegar sú einkunn var gefin sér.


Sýndar hafa verið undan Tvístjörnu tvær hryssur  og önnur þeirra er undan Svip frá Uppsölum og heitir Örk frá Litla-Garði, sú var sýnd 4.v og hlaut 7.91 fyrir byggingu og 8.0 fyrir allt nema 8.5 fyrir stökk, 6.5 fyrir skeið og 7 fyrir brokk. Örk var seld sem tryppi og var kaupandi Fákshólar og fundum við þessar myndir af henni þar:


Tvístjarna er ósýnd hryssa en hefur engu síður verið að skila skemmtilegum hrossum. Hún var sjálf viljug, næm og verulega léttstíg og skemmtileg. Hér er myndir af hinni dóttur hennar sem sýnd hefur verið, Tíbrá frá Litla-Garði en hún er undan Tvístjörnu og Kiljan frá Árgerði sem er auðvitað sammæðra Tristan og undan Nagla Orrasyni frá Þúfu. Tíbrá var sýnd 5.vetra gömul nú í sumar og hlaut m.a 8,0 fyrir tölt, skeið og fegurð í reið og 8.5 fyrir vilja/geðslag, 7.91 fyrir hæfileika og 7.82 í aðaleinkunn.


Tíbrá frá Litla-Garði

Stígur fer um á tölti og brokki með miklum fótaburði. Við teljum hann mikið efni í keppnishest!


Magnað tækifæri til að kaupa keppnishest framtíðarinnar strax hér á mjög sanngjörnu verði, kr. 100.000


Einnig erum við komin með Facebook síðu þar sem myndir, fréttir og fleiri skemmtilegt er, endilega kíkjið og smellið á Like:

http://www.facebook.com/pages/Litli-Gar%C3%B0ur-ehf-Hrossar%C3%A6ktarb%C3%BA-og-tamningarst%C3%B6%C3%B0/213371568709889

06.12.2011 18:45

Hrókurinn ..

Næstur í sölukynningu er lítill krúttari sem heitir Hrókur frá Litla-Garði.

IS2011165654
Hrókur frá Litla-Garði
Litur: Brúnn
Mynd:


Faðir: Tristan frá Árgerði (8.37)
F.F: Orri frá Þúfu (8.34)
F.M: Blika frá Árgerði (8.35)
Móðir: Hremmsa frá Árgerði (7.85)
M.F: Kjarni frá Árgerði (8.44)
M.M: Komma frá Árgerði (7.90)

Hrókur er undan gæðingnum Tristan frá Árgerði og á því mörg systkyni sem við þekkjum og elskum hérna í Litla-Garði. T.d:

Keppnishestarnir Dynur f. Árgerði, Tónn f. Litla-Garði og Glóðar frá Árgerði

Hvinur frá Litla-GarðiGletting frá Árgerði
Hvinur frá Litla-Garði og Gletting frá Árgerði

Hremmsa er undan gæðingnum Kjarna frá Árgerði og Feykisdótturinni Kommu frá Árgerði. Hún er alhliða hryssa, viljug og skemmtileg. Mjög gott tölt sem er hennar eðall. Hún slasaðist hins vegar á fæti og náði aldrei fullum afköstum eftir það og átti því talsvert inni í kynbótadóm.

Hrókur er býsna seint kastaður og er því smærri en hins eldri folöldin. Hann hreyfir sig með svifmiklum hreyfingum og með góðum fótaburði. Hann er hlutfallaréttur en við teljum Tristan og Hremmsu blandast vel, Hremmsa með 9.0 fyrir frampart og mjög langvaxin og Tristan með sína kynföstu lofthæð og glæsileika.



Þessi er líkt og hinir frændur sínir á jólatilboði 100.000 kr ISK

05.12.2011 22:43

Roðinn ...

Þá er það næsta folald hjá okkur sem er falt þetta árið en hann er undan gæðingnum Kiljan frá Árgerði. Roði er gríðarstór eins og öll önnur afkvæmi Gyðju frá Teigi. Þau hafa öll reynst afbragðs reiðhross, lundtraust og öflug.


Kiljan frá Árgerði.


Halló halló :)


Roði frá Litla-Garði c.a mánaðargamall.


IS2011165650
Roði frá Litla-Garði
Litur: Rauður
Mynd:

Faðir: Kiljan frá Árgerði (8.30)
F.F: Nagli frá Þúfu (8.44)
F.M: Blika frá Árgerði (8.35)
Móðir: Gyðja frá Teigi (7.83)
M.F: Farsæll frá Ási (8.10)
M.M: Sókn frá Skollagróf (7.75)

Þessi er líka á desember og jólatilboði: 100.000 kr ISK

03.12.2011 23:06

Rósinkranzinn

Frábær jólagjöf til dæmis eða framtíðarhestur fyrir þig .. Hestfolald með frábæra takta! Mikill fótaburður, fjaðrandi hreyfingar, flottur litur og laus gangur.


    
Rósinkranz frá Litla-Garði IS2011165651

Rauður tvístjörnóttur hestur / Dun with star and a snip male
M: Sunna frá Árgerði
F: Gangster frá Árgerði


Desember og Jólatilboð: 100.000 kr


Fótaburðarmaskínan Gangster, pabbinn. Einhver alskemmtilegasti hestur hægt er að setjast á, rými endalaust og geðslag og vilji í algjörum sérflokki.


Móðirin Sunna frá Árgerði er eina hryssan í hópnum undan hinum magnaða Brynjari frá Árgerði, Kolfinns og Snældu syni.


Búið er að temja þrjár elstu dætur (´06-´08) Sunnu og eru þær auðveldar, ganghreinar og fallegar. Úrvals reiðhross með frábærum möguleikum á ræktun eða keppni.

Foli sem vert er að líta á!









I´m so pretty, oh so pretty :)

01.12.2011 08:50

Náttrún frá Árgerði

S2011265671
Náttrún frá Árgerði
Litur: Brún

Náttrún er SELD.
Upplýsingar [email protected] eða 8961249





Faðir: Hófur frá Varmalæk
F.F: Hróður frá Refsstöðum
F.M: Kengála frá Varmalæk
Móðir: Litla-Jörp frá Árgerði
M.F: Goði frá Þóroddsstöðum
M.M: Snælda frá Árgerði (8.35)

Náttrún er falleg og verulega efnileg hryssa ungan fyrsta afkvæmi Snældu frá Árgerði . Sú er nú á sjötta vetur en hún heltist í tamningu á fjórða vetri og var það víst kvíslbandabólga og þurfti hún því langa hvíld. Hún verður tekin á hús núna og prufað aftur en hún var langefnilegasta tryppið í húsinu úr sínum árgang. Hún er að sögn Bigga lifandi eftirmynd móður sinnar í alla staði nema ef eitthvað er betri.

Hún stendur vel að vígi kynbótamatslega séð þessi litla dama. Með 119 í aðaleinkunn



Litla-Jörp frá Árgerði 2 og 1/2 mánaða tamin 20.feb 2010


Mating between sire IS2003157800 - Hófur fr. Varmalæk (Colour code: 2560) and dam IS2006265671 - Litla-Jörp fr. Árgerði (Colour code: 3400): R% = 3,648

Potential offspring - BLUP - F% (inbreeding coefficient)

Height Mane Slwt Walk Head Neck Back Prop Legs Corr Hoof Tolt Trot Pace Gall Form Spir Conf Rid
F%
2,2 103 110 103 110,5 115,5 105 111 110,5 101,5 110,5 112,5 112,5 105 115,5 116,5 113 120 114,5
1,824

Tot 118,5

28.11.2011 13:03

Vetrarharkan mætt

Þá er desember alveg að detta í garð og Vetur konungur ákvað að hætta þessum aumingjaskap og láta okkur Íslendingana aðeins finna fyrir því að búa á hjara veraldar. Er þá alveg gráupplagt að vinna í að uppfæra síðuna okkar en hún er jú unnin með metnaði og áhuga á að gera hana eins frábæra og unnt er. Erum við að vinna í að setja gömlu mögnuðu ræktunarhryssurnar inn með þeim sem ganga enn á grænni jörð í dag, en þær eru margar hverjar ættmæður flestra hrossanna okkar í dag. Þónokkur heiðursverðlaunin hafa dottið í hlut Árgerðishrossa í gegnum árin og eru þau hross langt í frá öll með sinn heiðursstað á þessari annars ágætu síðu. Stefnan er að bæta úr því, eins eru aðrir mætir gæðingar sem unnu sér stað í hjörtum okkar með öðrum störfum en kynbótum, en geldingarnir hafa nú verið margir magnaðir gegnum árin og er verið að vinna í sérstakri síðu fyrir þá.

Also for you english readers, newspage in english will start today and every news and other things will appear there. Hope you haven´t lost your patience on waiting for this to happen. Perhaps there also will be news in german if asked for. Just let us know please :)

En þrjár mætahryssur hafa fengið sína síðu núþegar hér en það eru þær Nótt frá Árgerði, Irpa frá Árgerði og Hekla frá Árgerði.

Tamningarnar ganga sinn vanagang og erum við með mjög fjölbreyttan og spennandi hóp tryppa í tamningu. Verður gaman að vinsa úr þessu og velja hvað skal vera inni í vetur og hvað ekki en hæglega væri hægt að hafa þau mörg.

Ætla að enda þessa frétt á einni gamalli mynd:



Hafþór Magni á tveimur mögnuðum hryssum. Sú fyrri heitir Mollý frá Árgerði f.´89 og er undan Ófeigi frá Hvanneyri og Fjólu frá Árgerði (systir Elvu frá Árgerði). Þessi hryssa var frábært reiðhross og hlaut m.a 8.7 fyrir tölt í kynbótadómi. Var seld og er nú í Þýskalandi.

Seinni hryssan heitir Toppa frá Kristsnesi f.´91 og var hún lengi vel hjá okkur í þjálfun og bara í láni, en hún var frábært reiðhross. Hún er undan Snældu-Blesa frá Árgerði og Tá frá Höskuldsstöðum. Hún var sýnd með 7.81 í aðaleinkunn. Hún er nú ræktunarhryssa í Kristnesi og hennar hæst dæmda er Hespa frá Kristnesi undan Blæ Torfunesi sem hlaut 8.14 fyrir hæfileika í sumar og þar af 9.0 fyrir skeið.

22.11.2011 20:58

Folöldin

Jæja þá er búið að skíra öll folöld fædd 2011 og skila inn folaldaskýrslu.


Þessi fallega dama heitir í höfuðið á ömmustelpu Herdísar og Bigga - Viktoría frá Árgerði

Svo eru fleiri falleg, flott og nokkur mjög óvenjuleg nöfn :) Myndir fylgja flestum folöldum sem og ættir og dómar á bak við þau. Einnig eru þau sem til sölu eru tilgreind þarna sem og þau sem eru seld.

Hér má sjá Árgang 2011 frá Litla-Garði og Árgerði

21.11.2011 01:24

Haustfréttir

Jæja þá fer nú að líða á seinni hluta haustsins.

Veðurblíðan er búin að vera með ólíkindum undanfarið en aðeins er farið að kólna held ég, vindurinn farinn að blása á ný með tilheyrandi kælingu. Verið er að skila inn folaldaskýrslu núna og detta folöld fædd 2011 þá inn í Worldfeng og munum við þá uppfæra sölusíðuna með þau folöld sem eru enn til sölu en eitthvað hefur selst af þeim nú þegar.

EInnig hefur verið aðeins hreyfing í sölumálum reið og keppnishesta núna en Strengur frá Grundarfirði er hestur sem rataði ekki einu sinni inn á sölusíðuna en hann Björgvin okkar vinnumaðurinn frá því í sumar hefur keypt hann sem tilvonandi keppnishest en Strengur (eða Hrafnar frá Grundarfirði eftir nafnabreytingu) er undan Stíganda frá Leysingjastöðum og er 7.v gamall. Eigum því miður ekki mynd af honum en óskum Björgvini velfarnaðar með þennan skemmtilega hest í framtíðinni.

Einnig er draumafjölskyldu og reiðhesturinn Rudolf búinn að skipta um eiganda en Gerður Aradóttir á Egilsstöðum hefur fest kaup á honum og óskum við henni til hamingju með það :)



Einnig höfum við verið aðeins í framkvæmdum fyrir veturinn samhliða tamningunum og er risin ný hnakkageymsla ásamt fleiru. Teknar verða myndir af því og kemur það næst :)

15.11.2011 20:16

Allt og ekkert ... **



Síðasta laugardag voru allar folaldshryssurnar í Litla-Garði reknar frá Melgerði þar sem vetrarhaginn er og á Melgerðismela. Þar er gott að eiga við þær, flokka og gefa ormalyf. Einnig voru öll folöldin 15 örmerkt og gekk þetta allt saman eins og í sögu. Björgvin vinnumaður sumarsins kom og hjálpaði okkur. Myndin hér fyrir ofan var tekin er verið var að reka þær til baka.


Veðrið var alveg frábært eins og það hefur verið upp á síðkastið, ótrúlega hlýtt og stillt. Hér fer Björgvin fyrir hópnum á snillingnum Stormi frá Árgerði.


Þessi sæti foli er til sölu, móðirin er Hremmsa frá Litla-Garði og faðir Tristan frá Árgerði.

En HÉR má sjá fleiri flottar myndir frá þessum degi.

Á Laugardagskvöldin var svo Uppskeruhátíð Léttis og Funa og skelltu sér allir þangað. Ásdís keppti fyrir Létti á árinu og var tilnefnd Knapi ársins þar og svo var Björgvin tilnefndur sem efnilegasti knapi ársins. Svo fór að Björgvin fór heim hlaðinn verðlaunagripum og óskum við honum innilega til hamingju með það :) Baldvin Ari Guðlaugsson var svo kjörinn Knapi ársins og óskum við honum innilega til hamingju með það einnig.


09.11.2011 23:48

Nýr söluhestur :)

Rudolf frá Litla-Garði

Frábær fjölskylduhestur, gegnheilt og frábært geðslag sem felur ekkert... What you see is what you get ! Undan tveimur æðislega geðgóðum hrossum sem hafa ekki klikkað hingað til með gott geðslag allavega hér hjá okkur!

Sjáið hér allar upplýsingar um hann Rudolf kallinn:

31.10.2011 20:34

Uppfærslur ýmiskonar

Góða kvöldið kæru lesendur

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir standa endurbætur og uppfærslur yfir á síðunni og er þetta tekið með langtíma"markmið" í huga fram yfir "skammtíma"markmið eins og allir sannir hestamenn gera. Hehe, hryssurnar hafa fengið Blup-in sín og afkvæma sinna inn á sína síðu, búið að bæta inn myndum á þær og þeim myndum sem til eru af tömdum og ekki tömdum afkvæmum. A.m.k nærri því öllum, ennþá í vinnslu. Einnig hef ég gramsað heilmikið í myndaalbúmum og ráðist á skannann með vígahug og skannað inn fullt af skemmtilegum myndum og mun hér opna fljótlega -
                                     
                                           ---- Gamlar og góðar minningar ----
                                                        Örfá sýnishorn:


Magni með Árvak (m. Blika f. Otur) 3ja vetra gamlan árið 1991


Þessi er síðan um 2001


Og þessi síðan í Teigi, tjah c.a ´97 eða svo, Biggi hér á hryssunni Snerpu.

En að allt öðru, ég mun auglýsa það þegar þessi skemmtilega síða mun opna með ítarlegum upplýsingum (eins ítarlegum og hægt er) með hverri og einni mynd og geta flestallir haft gaman af.

Biggi fór í hnéaðgerð um miðjan okt til að láta laga liðþófa sem höfðu böggað hann lengi vel. Sökum þess vorum við með lágmarks hrossafjölda á húsi í október, sér í lagi í tamningu, en tryppin okkar komu bara heim í byrjun okt. Því var tamningarstöðin í pásu og Ásdís tók sér síðbúið "sumarfrí" og hlóð aðeins batteríin fyrir næstu törn og um miðjan mánuðinn var hafist handa á ný og 20,okt hófust frumtamningarnar. Erum m.a með undan nokkur undan Tristan og Glym frá Árgerði, Hrímni frá Ósi, Gýgjari frá Auðsholtshjáleigu, Hóf frá Varmalæk, Smára frá Skagaströnd o.fl. Ganga þær mjög vel en hér eru þau tryppi í eigu Litla-Garðs hjóna og Árgerðis hjóna sem eru nú í tamningu:


Glymra frá Litla-Garði f. 2008
F. Glymur frá Árgerði
M: Sónata frá Litla-Hóli
Eigendur: Biggi og Herdís


Bergrós frá Litla-Garði f. 2008
F: Hófur frá Varmalæk
M: Sunna frá Árgerði
Eigandi: Hafþór Magni Sólmundsson


Spyrna frá Árgerði f. 2007
F. Tristan frá Árgerði
M. Hrefna frá Árgerði
Eigandi: Magni og Dísa


Nn (Tindur :) ) frá Árgerði f. 2008
F. Glymur frá Árgerði
M. Hrefna frá Árgerði
Eigandi: Biggi og Herdís


Glaumur frá Árgerði f. 2008 - Graður
F. Smári frá Skagaströnd
M. Glæða frá Árgerði
Eigandi: Magni og Dísa


Garpur frá Árgerði f. 2007
F. Glymur frá Árgerði
M. Birta frá Árgerði
Eigandi: Biggi og Herdís
TIL SÖLU - SANNGJARNT VERÐ !! Mikið efni í keppnishest, reiðfær og frábærlega geðgóður


Orka frá Ytra-Dalsgerði - Þessi er undan Tristan og í tamningu frá Ingu í Ytra-Dalsgerði. Stór og virkkilega falleg hryssa.

Nokkur pláss laus í frumtamningu í nóvember. Endilega hafið samband við Bigga í s. 8961249 eða Ásdísi ef ekki næst í Bigga í s. 8679522


Gangster, Tristan og Jarl eru ásamt Kiljan á sér höfðingjatúni :) Oftar en ekki mikið stuð hjá þeim




27.10.2011 20:15

Í minningu Elvu

Elva frá Árgerði - Minning

Elva frá Árgerði var fædd Magna Kjartanssyni Árgerði árið 1982. Faðir hennar var Snældu-Blesi frá Árgerði en saga hans var fræg er hann fótbrotnaði 5.v gamall en lesa má um það bráðlega hér á síðunni. Móðir Elvu var Fjóla frá Árgerði, Pennadóttir frá Árgerði. Fjóla var klárhryssa, ósýnd en átti þó nokkur folöld og skilað góðu í framræktun. T.d Elva auðvitað, og svo Græja frá Árgerði einnig sem er móðir hinnar frábæru Vonar frá Árgerði sem hlaut 8.60 fyrir hæfileika og stóð sig frábærlega á keppnisvellinum og svo var Mollý frá Árgerði sem hlaut m.a 8.7 fyrir tölt í dómi. Elva var frumtamin á fjórða vetur af Magna í Árgerði og gekk tamningin vel í alla staði. Elva var alltaf þæg og meðfærileg en frekar klárgeng framan af. Gangsetning gekk þó vel og var Elva sýnd 4.vetra gömul og hlaut þá 7.50 í aðaleinkunn. Elva var svo í þjálfun áfram og bætti sig mikið og var svo sýnd aftur 5.v og hlaut þá 8.5 fyrir tölt og 8 fyrir rest skeiðlaus. Byggingardómur var 7.93 og hæfileikadómur 7.71 og a.e var 7.82. Eftir þetta fór Elva í folaldseignir, 1988-1990 og átti þrjú folöld, árið 1990 var hún geld og tekin aftur á hús og þá tók Herdís við að þjálfa hana. Þeim samdi svo frábærlega að Magni endaði með að gefa henni hryssuna. Þau hjú héldu áfram að þjálfa hana og hún hlaut svo sinn hæðsta dóm 1992, þá 8.05 fyrir byggingu m.a 9 fyrir bak og lend, og 7.83 fyrir hæfileika, m.a 8.5 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið. Herdís sýndi hana sjálf.  Það var keppt mikið á Elvu á árunum 1991-1993, í tölti og fjórgangi með góðum árangri, oftast í efstu sætum.


Biggi var með Elvu sem þjálfunarhest í F.T prófi, þar átti að sýna fjórgangsprógram og fimipróf. Þar komu þau inn, alveg fersk og hrá úr sveitinni og kunnu jafnlítið þegar kom að fimiprógraminu, hafði Eyjólfur Ísólfs prófdómari m.a orð á því að alltaf væri gaman að hitta svona bjartsýna menn. Ákvað Biggi því að leggja sig allan í það og valdi brokkið fram yfir töltið sem grunngangtegund í prógraminu, allar æfingarnar æfðar, krossgangur, framfótarsnúningur og sniðgangur með góðum árangri, brokk á baug og slöngulínur og svo auðvitað stökkið með. Svo fór að þau náðu Fimiprófinu með góðri einkunn. Nokkrum dögum seinna var svo fjórgangsprógramið og átti það var vera eins og að drekka vatn, svo oft hafði þetta prógram verið riðið á henni. En nei, úbs... Töltið var alveg týnt, fimiprógramið og öll brokkreiðin hafði farið svoleiðis í hana Elvu kelluna að henni leið svo vel á grunngangtegundunum að töltið var ekkert í boði. Var farið yfir grunnatriðin á ný og merin gangsett í snartri og náðu þau svo fjórgangsprófinu einnig með sómaeinkunn.

Hlaðin verðlaunum

Biggi situr hér Elvu og Herdís Kolbein frá Árgerði og Magni stendur stoltur á milli þeirra

Elva var eðlishágeng og geðgóð hryssa sem nánast hver sem gat riðið. Hún hefur skilað því vel til afkvæmanna sinna og gert góða hluti sem kynbótahryssa. Alls átti Elva 14 afkvæmi og verður þeirra getið hér.

Fyrsta afkvæmi Elvu 1988 var mósótt hryssa undan Ófeigi frá Flugumýri. Það var Gletta frá Árgerði, sem Gunnar Arnars keypti svo unga og hún hefur skilað honum ófáum gæðingunum.  Hún er ennþá lifandi og enn að skila folöldum en hefur átt 14 afkvæmi, 7 þeirra hafa komið til dóms, 4 í 1.v og þrjú í góð 2.v. Gletta hlaut sjálf 1.v í kynbótadómi.


Annað afkvæmi var Blossi, f. 1989, undan Flosa frá Brunnum. Hann var geltur og seldur sem reiðhestur. Hann er nú í Hollandi.

Þriðja afkvæmið fæddist 1990 undan Bjarma frá Árgerði sem það var rauðblesótt hryssa sem drapst.

Fjórða afkvæmið fæddist svo 1994 og þá í eigu Herdísar. Það var brún hryssa undan Baldri frá Bakka sem heitir Elja frá Teigi. Það var frábær hryssa í alla staði sem var seld með mikilli eftirsjá.

Elja frá Teigi

Erro, sonur Elju

Fimmta til sjöunda afkvæmi hennar voru hestar sem voru geltir, Eðall frá Teigi fæddist 1995 og var undan Þorra frá Þúfu, var seldur og er nú staðsettur í Svíþjóð, 1996 fæddist brúnn hestur undan Kjark frá Egilsstaðabæ nefndur Stelkur frá Teigi, er nú reiðhestur fyrir sunnan og 1997 fæddist rauðstjörnóttur klár undan Gusti frá Hóli nefndur Erró frá Teigi, hann var seldur innanlands.

Stelkur ásamt eiganda sínum.

Svo kemur Evíta frá Litla-Garði árið 2000 eftir að Elva hafði verið geld 1998 og ´99. Evíta er undan Svarti frá Unalæk og er mikill gæðingur. Fór 5.v gömul í 1.v með 8.12 fyrir hæfileika þ.a 8.5 fyrir tölt og hægt tölt, brokk, stökk og vilja. Einnig slógu hún og heimasætan Nanna Lind í gegn á Gæðingamóti Funa þar sem þær, 11 ára og 5 vetra gerðu sér lítið fyrir og rústuðu B-flokknum með yfirburðum ásamt því að vinna Barnaflokkinn. Var hún seld fylfull við Gusti frá Hóli ásamt annari 1.v hryssu og kaupandinn var Ketill Ágústsson, gegna þær hlutverki kynbótahryssna þar.

Evíta og Nanna í B-flokksslagnum.

Árið 2002 fæðist jörp hryssa undan Þokka frá Árgerði, Snilld frá Litla-Garði. Var var seld ósýnd og er nú staðsett í Slóveníu.

Árið 2003 fæðist svartstjörnóttur hestur undan Tristan frá Árgerði sem var geltur, og seldur tveggja vetra suður. Þetta er hann Hvinur frá Litla-Garði. Hann komst aftur í eigu fjölskyldunnar þegar hann var 5.v gamall þegar Ásdís og pabbi hennar taka hann upp í keppnishest sem þau voru að selja. Hann hefur gert frábæra hluti á keppnisvellinum ásamt því að ná 7.96 í aðaleinkunn í kynbótadómi þar af 9.0 fyrir hófa og 8.5 fyrir skeið og vilja/geðslag.

Hvinur og Ásdís á Svínavatni 2011

Árið 2004 fæðist rauð hryssa undan  Svip frá Uppsölum nefnd Elding frá Litla-Garði. Hún var seld ung að árum innan Eyjafjarðar og var í þjálfun hjá Bigga og hún hlaut 7.70 í aðaleinkunn.

Svo fæðist árið 2005 grá hryssa undan Hrym frá Hofi, nefnd Evelyn frá Litla-Garði. Hún er sannkallað hestagull sem hefur aldrei og mun aldrei verða föl. Hún og sú næsta eru einu hryssurnar sem hjúin í Litla-Garði eiga út af Elvu sinni. Evelyn var sýnd síðastliðið sumar klárhryssa og hlaut 1.v. 8.5 á línuna fyrir hæfileika nema 8.0 fyrir fet og hægt stökk og 8.5 fyrir háls og herða, bak og lend, samræmi og prúðleika og 8.0 á rest. Hvergi undir 8.0 nema fyrir skeið í allt. Hún verður í þjálfun í vetur og stefnt er með hana aftur í dóm og eitthvað í keppni og svo undir hest næsta sumar.

Nanna Lind og Evelyn sigruðu unglingaflokk á Bæjarkeppni Funa

Árið 2006 fæðist síðasta afkvæmi Elvu, undan heimahestinum Glym frá Árgerði. Það er rauð falleg hryssa, einnig klárhryssa sem heitir Emilíana. Hún lofar virkilega góðu og er stefnt á að halda henni í ræktun komandi ára líkt og Evelyn. Hún verður í þjálfun í vetur og er stefnt með hana í dóm í vor.

Elva átti semsagt 13 folöld. 6 af þeim voru sýnd, 5 hryssur og 1 geldingur. 3 þeirra hlutu 1.v, 2 með 7.96 og 7.98 (alveg við 1.v) og 1 með 7.70 sem er góður árangur. Einnig er hún nú þegar farin að framræktast vel þar sem elsta afkvæmi hennar hefur skilað Gunnar Arnarssyni Auðsholtshjáleigu hverjum gæðingnum á fæti öðrum, m.a fjögur í góð 1.verðlaun. Ættboginn hennar hefur gegnum tíðina verið áberandi á keppnisvellinum, enda fjölhæf og fasmikil ganghross yfirleitt þó leynist klárhross inn á milli. Yfirburða ganggóð og viljug en ávallt meðfærileg og skemmtileg. Elva var felld árið 2007

Elva og Herdís lengst til hægri í Grímutölti

Biggi á Blesu frá Rifkelsstöðum og Herdís og Elva


 

06.10.2011 22:00

Haustið



Jæja þá er haustið skollið á með sinni árvissu "lægð" í sýningar og keppnishaldi. Guði sé lof fyrir svona pásur, yrði ansi leiðigjarnt allt árið um kring. Hins vegar eru haustin blómatími sölu og notar fólk þá gjarnan tímann til að finna draumahestinn til að eiga á komandi ári eða komandi árum.



Réttirnar eru búnar og flestallt féð er komið heim :) Alltaf gaman af þessum ullarhnoðrum.



Mónalísa frá Tyrfingsstöðum er að komast í gott form á ný og kemur fljótlega inn nýjar myndir og video. Hún er á söluskránni. Verð: 300.000 kr

Við erum eins og er með fullt af alls kyns söluhrossum og ætlum á næstu tveim vikum c.a að uppfæra sölusíðuna. Í millitíðinni eru þau hross sem enn eru þar inni til einnig í trimmi hjá okkur. Reiðhestar og reiðhryssur, ungviði og allt upp í keppnis og kynbótahross.

Einnig er búið að sóna frá stóðhestunum og kom það vel út, Tristan með mjög góða útkomu, allar fylfullar nema ein held ég og eins hjá Gangster.

Tíbrá frá Litla-Garði Kiljansdóttir 5.v er nú fylfull að sínu fyrsta folaldi og að eigandans ósk voru teknar lokamyndir af henni áður en dregið var undan henni og má sjá þær í myndaalbúminu undir Hross í Þjálfun og einnig er myndin hér að ofan af henni.


Tíbrá frá Litla-Garði september 2011

11.09.2011 03:06

Minning um gæðing

Gullgripurinn og kynbótahryssan Glæða frá Árgerði er fallin. Var hún felld 9.september síðastliðinn og grafin hér í Litla-Garði. Ætla ég að fara yfir hennar sögu hér og taka saman hennar árangur sem kynbótahryssu. 


Hér má sjá Glæðu síðsumars árið 1991

Glæða frá Árgerði var fædd árið 1987, móðir hennar var Glóð frá Árgerði f.1978 en hún var undan Gorm frá Akureyri og Jarpsokku frá Grund. Glóð var ósýnd og átti fá afkvæmi. Foreldrar hennar reyndust heldur ekki miklir kynbótagripir og er Glóð því mjög lág í kynbótamati sem skilar sér svo til Glæðu einnig og þó hún hafi staðið sig frábærlega sem kynbótahryssa eru möguleikar hennar á Heiðursverðlaunum engir. Glæða var svo undan Snældu-Blesa frá Árgerði, son Snældu frá Árgerði og Hrafns frá Holtsmúla. 

Stefán Birgir var knapi Glæðu alla tíð og hér er hans lýsing á henni sem reiðhryssu: 

"Ég var með Glæðu alveg frá upphafi. Hún var eitt af fimm tryppum sem ég hafði í tamningarprófi FT veturinn 1991, Glæða þá á fjórða vetur. Hún var alveg dauðþæg og meðfærileg alveg frá upphafi og framan af vetri valdi hún töltið framyfir brokkið og alltaf tandurhrein á gangi. Var hún með skemmtilegri tryppum í tamningu sem ég man eftir og var einstaklega taumlétt strax. Brokkið kom svo þegar leið á sumarið með auknum styrk. Við stóðumst prófið saman og var hún hæsta tryppið mitt en meðaleinkunnin var 9.06 fyrir þessi þrjú tryppi. Töltið var alla tíð frábært og var hæga töltið sérstaklega magnað, með því albesta sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Vekurðin kom svo þegar hún var á fimmta vetur og var skeiðið gott í henni. Allt frá upphafi var höfuðburður og burður yfirhöfuð hlutur sem vafðist ekki fyrir henni. Eins viljinn, hann varð strax mikill en ávallt meðfærileg, alderi vottaði fyrir ofríki. Að sitja þessa hryssu var alltaf hrein unun, fangreist og klipin í kverk, alltaf tandurhrein á gangi og spilandi viljug og létt. Hægt var að stjórna henni með litla putta þó svo viljinn væri mikill. Hæga töltið var sem áður sagði magnað, dillandi hreint með miklum fótaburði og reisingu svo eftir var tekið. Komst hún á rúmlega fethraða á því, svo hægt gat hún farið. Eðallinn hennar var spilandi léttleiki og frábært geðslag, alltaf fislétt á taumum og þó öskuviljug og tilbúin í hvað sem er. Afkvæmin eru lík henni að mörgu leyti. Gegnumheilt klikkar ekki langur og góður háls (6 afkvæmi dæmd og öll nema eitt með 8.5 fyrir þann þátt), fljót til í góðan höfuðburð og eiga létt með að bera sig fallega. Yfirleitt alhliðageng en með úrvals tölti. Fjörviljug og alltaf meðfærileg."

Glæða var svo sýnd í kynbótadómi 1992 fimm vetra í sinn besta dóm og fékk þá 7.68 fyrir byggingu (8.5 fyrir háls/herðar/bóga) og 7.93 fyrir hæfileika, 8 fyrir tölt, 7 fyrir brokk og skeið, 9 fyrir vilja og 8.5 fyrir fegurð í reið. 


Glæða í keppni með Bigga


Glæða skeiðar af krafti fyrir neðan Teig. 


Á brokki fyrir neðan Teig


Hjónin ung og mögnuð saman hér á systurnum undan Snældu-Blesa, Glæðu og Elvu frá Árgerði

Glæða reyndist verða frábær kynbótahryssa og gríðarlega kynsterk á að gefa sína bestu kosti til afkvæmanna. 

Fyrsta afkvæmi hennar var hestur fæddur 1994 undan Oddi frá Selfossi og var það bleikur hestur. Hann fórst af slysförum ungur að árum.

Annað afkvæmi hennar fæddist árið 1995 og var það jörp hryssa undan Bessa frá Árgerði (f. Angi frá Laugarvatni m. Snælda frá Árgerði). Var hún skýrð Bessý frá Árgerði og var seld Sæmundi Sigtryggssyni. 

Þriðja afkvæmi hennar fæddist svo 1996 og varð það grár hestur undan Gusti frá Hóli. Var hann skýrður Gosi frá Árgerði hér og þótti virkilega álitlegur. Var hann taminn í Teigi af verknema frá Hólaskóla og kom vel út úr því, hágengur fallegur hestur. Sigurbjörn Bárðarson keypti hann svo eftir nokkur mót hér norðan heiða þar sem hann hafði vakið athygli. Á Diddi hann enn í dag og skýrði hann upp Ísidór frá Árgerði. Dóttir hans Sara hafnaði í 2.sæti á honum á LM í Barnaflokki 2004. Ísidór var sýndur í kynbótadómi 2002 og hlaut fyrstu verðlaun. 
Höfuð 7                             Tölt 8.5
Háls/herðar/bógar 8            Brokk 8
Bak og lend 6                    Skeið 7.5
Samræmi 8                       Stökk 8.5
Fótagerð 8.5                      Vilji/geðslag 8.5
Réttleiki 7.5                       Fegurð í reið 8.5
Hófar 8                              Fet 8.5
Prúðleiki 6.5                      Hæfileikar 8.29
Bygging 7.76                    Hægt tölt 8.5
                                        Hægt stökk 8.5
Aðaleinkunn: 8.08
Mun Ísidór að Didda sögn verða áfram hjá þeim til æviloka enda sé hann einn af fjölskyldunni.


Ísidór frá Árgerði

Árið 1997 fæddist svo jörp hryssa undan Mána frá Árgerði (f. Þokki frá Garði m. Katla frá Árgerði) og var hún skírð Gloría frá Árgerði. Gloría hlaut sinn hæðsta dóm árið 2004:
Höfuð 7.5                             Tölt 8.5
Háls/herðar/bógar 8               Brokk 8
Bak og lend 9.5                    Skeið 8
Samræmi 8                          Stökk 8
Fótagerð 6.5                         Vilji/geðslag 8.5
Réttleiki 7.5                          Fegurð í reið 8
Hófar 9                                 Fet 7
Prúðleiki 7                           Hæfileikar 8.20
Bygging 7.93                      Hægt tölt 8
                                          Hægt stökk 7.5
Aðaleinkunn: 8.09

Ketill Ágústsson keypti Gloríu af Stefáni Birgi og er hún í folaldseignum þar. 

Glæða er geld árið 1998 og 1999 fæðist svo jarpur hestur undan Hjörvari frá Árgerði (f. Hjörtur frá Tjörn m. Hreyfing frá Árgerði). Hann heitir Veigar frá Árgerði. Hann var geltur og lofaði góðu í tamningu. Sigurbjörn Bárðar keypti hann einnig og á því tvo geldinga undan Glæðu. 

Árið 2000 fæðist hestur undan Svarti frá Unalæk en fórst

2001 fæðist svo glæsihesturinn Glymur frá Árgerði. Hann er undan fótaburðarhestinum og heimsmeistaranum Krafti frá Bringu. Glymur var frábær hestur í alla staði, yndislegt geðslag og frábært ganglag alveg frá byrjun. Heilmikill fótaburður, rými og geta á gangi. Glymur hlaut sinn hæsta dóm 2007:
Höfuð 8                                  Tölt 9
Háls/herðar/bógar 8.5              Brokk 9
Bak og lend 8                         Skeið 7
Samræmi 8.5                         Stökk 8.5
Fótagerð 8                              Vilji/geðslag 8.5
Réttleiki 7                               Fegurð í reið 9
Hófar 8.5                                Fet 8
Prúðleiki 7                              Hæfileikar 8.53
Bygging 8.18                         Hægt tölt 9.5
                                             Hægt stökk 8.5
Aðaleinkunn: 8.39

Glymur var seldur fyrst suður og svo aftur og er nú í Danmörku og þjónar þar hryssum og er einnig að standa sig vel á keppnisvellinum. 

Svo fæddist geldingur árið 2003 undan Tristan frá Árgerði (f. Orri m. Blika frá Árgerði), Glóðar frá Árgerði. Er hann í dag hjá okkur í Litla-Garði og er mjög vaxandi og spennandi alhliða keppnishestur, stór og myndarlegur og með hágengar og svifmiklar gangtegundir. 

Svo fæðist árið 2004 alsystir Glóðars, Gletting frá Árgerði jörp að lit. Er hún að mörgu leyti nauðalík móður sinni. Bæði í útliti og að kostum. Er hún í eigu Magna í Árgerði og verður aldrei seld. Hún er enn í þjálfun og hefur aldeilis ekki sagt sitt síðasta á kynbótavellinum ef allt gengur eftir en hún hefur átt við meiðsli að stríða. Stefnt er á að hún fari í folaldseignir eftir næsta Landsmót.
Höfuð 7.5                                Tölt 8.5
Háls/herðar/bógar 8.5               Brokk 8.5
Bak og lend 7.5                       Skeið 7
Samræmi 8.5                          Stökk 8.5
Fótagerð 7                              Vilji/geðslag 8.5
Réttleiki 7.5                             Fegurð í reið 8.5
Hófar 8                                    Fet 8
Prúðleiki 7.5                           Hæfileikar 8.22
Bygging 7.94                         Hægt tölt 8.5
                                             Hægt stökk 8
Aðaleinkunn: 8.11

Gletting hefur einnig gert góða hluti í bæði B-flokki og tölti á keppnisvellinum. 

Svo fæðist árið 2005 jarpur hestur einnig undan Tristan og var skírður Spori. Var hann geltur en var lógað af nauðsynlegum ástæðum

2006 fæðist rauðglófextur hestur er sýndi strax á fyrstu mánuðum að hann ætti eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Þótti nafnið Gangster passa vel á þennan fallega hest. Hann fékk að halda kúlunum og fór í vor í flottan klárhestadóm. Gangster er undan Glampasyninum Hágangi frá Narfastöðum. 
Höfuð 8                                   Tölt 9
Háls/herðar/bógar 8.5               Brokk 9
Bak og lend 8                          Skeið 5
Samræmi 8                          Stökk 9
Fótagerð 7.5                         Vilji/geðslag 9
Réttleiki 7.5                          Fegurð í reið 8,5
Hófar 8.5                                 Fet 8
Prúðleiki 8.5                           Hæfileikar 8.18
Bygging 8.11                      Hægt tölt 8
                                          Hægt stökk 8
Aðaleinkunn: 8.15



Glæða var svo geld árið 2007 en árið 2008 fæðist rauður hestur undan Smára frá Skagaströnd og er hann graður og býsna fallegur. Er verið að byrja að temja hann núna í haust. Sá heitir Glaumur frá Árgerði

Árið 2009 fæðist rauð hryssa undan Hróðri frá Refsstöðum og lofar hún mjög góðu. Heitir hún Gefjun frá Árgerði

Svo árið 2010 fæðist fjórtánda og síðasta folald Glæðu en það var rauður hestur undan Kiljan frá Árgerði (f. Nagli frá Þúfu m. Blika frá Árgerði) og verður hann graður áfram. 

Þannig að segja má að Glæða hafi vel skilað sínu til hrossaræktarinnar, sex afkvæmi hennar af tólf á tamningaraldri hafa skilað sér til dóms og öll í 1.verðlaun. Hin sex eru fimm geldingar (3 sem féllu frá ungir) og ein hryssa. Og ekki er allt búið enn þar sem enn eru þrjú ung tryppi sem gætu og munu örugglega skila sér til dóms seinna. 

Við kveðjum því þessa mögnuðu kynbótahryssu og vin okkar með söknuði! 
Kveðjustund !

06.09.2011 09:57

Haust .......

Góðan daginn

Þá er september skollinn á og það með látum. Rigning og þoka hefur einkennt þessa viku sem liðin er af "haustinu" og fara vonir um gott haust sökum dapurs sumars dvínandi. En best er að gefa ekki upp alla von strax og halda í vonina um fleiri sólargeisla og notalegs veðurs.

En lokamót sumarsins hér í Eyjafirði er yfirleitt Bæjarkeppnin gamla góða. Var hún síðustu helgina í ágúst og auðvitað fjölmennti Litla-Garðsliðið þangað. Biggi var reyndar að leggja lokahönd á heyskapinn en sá fram á nokkrar lausar klukkustundir á sunnudeginum og skellti sér með og kláraði svo bara um kvöldið og var heyskapssumarið hér eiginlega framar vonum eins og það leit út í byrjun sumars.

En til að byrja á yngsta meðlimi liðsins og færa sig svo ofar þá er vel við hæfi að byrja á Sindra Snæ 8 ára.


Hann keppti á Kyndli "sínum" 6 vetra gömlum og voru þeir hrikalega flottir. Hjá þeim yngstu fóru allir heim með verðlaunapening og verðlaunað voru þrjú efstu sætin og ekki raðað eftir það. Sindri sagðist þá þrælánægður hafa lent í 4-6 sæti :)


Nanna Lind fékk Evelyn lánaða hjá mömmu sinni (og Ásdísi þjálfara hennar ;)) og sigraði unglingaflokkinn með glæsibrag á henni.


Björgvin fékk Glettingu lánaða hjá Bigga og Magna og var eini þátttakandinn í ungmennaflokki. Hann var settur með stóru körlunum í flokk og voru margir á þeirri skoðun að hann hefði átt að standa efstur þar. En hann rústaði þá spilaúrdrættinum og fór með bæði eignarbikar og stóra farandbikarinn til þeirra sem hann keppti fyrir sem voru Gullbrekka


Svakalega stoltur !!


Nanna skellti sér á Vísinum sínum í kvennaflokkinn og gekk ágætlega og sýndu þau sína flottu takta en enduðu ekki í topp 3.


Og Ásdís ákvað að mæta með einn glænýjan, Brján frá Steinnesi 5.v og enduðu Brjánn og Ásdís í 2.sæti.


Biggi smellti sér í karlaflokkinn á Glóðari frá Árgerði og voru þeir flottir og enduðu í 2.sæti eftir jafna keppni. Glóðar er gríðarlega vaxandi alhliðahestur, skrefmikill og viljugur. Hann er til sölu og sjá má allar upplýsingar og video á sölusíðunni.

Sjá má fleiri myndir frá Bæjarkeppni á myndasíðunni okkar.

Fjárgöngur og réttir voru síðastliðna helgi og fengu gangnamenn og konur rigningu og svartaþoku og eðlilega skilaði sér langt í frá allt fé af fjalli. Svona er nú Ísland í dag

Endilega gerið LIKE á okkur á Facebook (smellið á myndina) og fylgist þar frekar með fréttum og myndum:
 

Flettingar í dag: 1004
Gestir í dag: 249
Flettingar í gær: 851
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 820017
Samtals gestir: 54642
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 21:50:35