Færslur: 2011 Desember

18.12.2011 11:23

Og jólasveinarnir tínast hver af öðrum til byggða

Þá er innan við viku til jóla. Veðurguðirnir hafa verið okkur hliðhollir upp á síðkastið og er þetta líka dásamlega jólaveður búið að vera nánast allan desember. Fullkalt reyndar á tímabili en búið að vera passlegt upp á síðkastið. Færið náttúrulega dásamlegt !!



Yngsti meðlimur hússins vaknar bísperrtur og spenntur nú á hverjum morgni og hleypur út í glugga. Var meira segja svo forsjáll að fara út og athuga með fótsporaslóð í snjónum að glugganum til að vera viss um að allt sé eðlilegt, en allt er á sínum stað og sá stutti mjög sáttur við jólasveinana vini sína þessa dagana :)

En allt er að verða klárt hjá okkur fyrir jólin og verða þau sérstaklega gleðileg þetta árið því stórfjölskyldan kemur saman flest í Eyjafjörðinn og höfum við örugglega aldrei verið jafnmörg saman á sama stað á jólahátíðinni áður :)

En allt gengur sinn vanagang í hesthúsinu, drottningarnar ekki fyrr komnar inn fyrr en þær byrja að meiða sig en svoleiðis gengur þetta víst bara. Ekki komið skráma á eitt einasta hross í allt haust og um leið og sparihrossin koma inn og tilhlökkunin í hámarki að byrja að trimma þá byrja skrámurnar.

En Magni er með hólf á leigu í Melgerði sem er við hliðina á Melgerðismelum (eins og nafnið gefur til kynna) og þar eru folaldshryssurnar.


Nös frá Árgerði á 21. aldursvetri


Og alsystir Nasar, Svala frá Árgerði


Og þær verða nú að hafa salt :)


Og steinefnin líka ...




Sprengjan flotta :)




15.12.2011 01:35

Rómur frá Litla-Garði

Loksin voru teknar myndir af fallega Rómi í dag. Hefur óskiljanlega dregist fram að þessu.
Rómur er graðfoli á þriðja vetur undan Melodíu frá Árgerði og Eldjárn frá Tjaldhólum. hann er mjög stór, framfallegur og léttbyggður og ekki skemmir að hann er fífilbleikur.



Endilega kíkið inn á síðuna hans Róms :)

08.12.2011 22:37

Tvær unghryssur til sölu

Nú styttist í jólin og sparigullin farin að týnast á hús. Það er nú alltaf skemmtilegt, þegar uppáhöldin koma inn eins og bangsar, friður og ró yfir þeim eftir haustfríið. Tala svo ekki um skeifnasprettinn sem er alltaf æðislegur.

Eins erum við alltaf að uppfæra sölusíðuna og höfum nú bætt við tveimur unghryssum fæddum 2008 og 2007 undan 1.verðlauna foreldrum til sölu.


Hófí frá Litla-Garði f. 2008



Viðja frá Litla-Garði


Endilega kíkið á þessar fallegu og stórefnilegu hryssur sem nú bjóðast til kaups.

08.12.2011 07:43

Stígur frá Litla-Garði


   
Stígur frá Litla-Garði IS2011165652

Brúnn hestur / Brown male 
M: Tvístjarna frá Árgerði IS1996265664 
M.M Tinna frá Árgerði A.e 7.55
M.F: Skuggi frá Árgerði
F: Tristan frá Árgerði

F.F: Orri frá Þúfu

F.M: Blika frá Árgerði

Stígur er fallegur og spennandi ungfoli. Hann er undan gæðingnum og gæðingaföðurnum ættstóra Tristan frá Árgerði. Tristan er undan Bliku frá Árgerði sem var eina hrossið sem hlaut einkunnina 10.0 fyrir geðslag þegar sú einkunn var gefin sér.


Sýndar hafa verið undan Tvístjörnu tvær hryssur  og önnur þeirra er undan Svip frá Uppsölum og heitir Örk frá Litla-Garði, sú var sýnd 4.v og hlaut 7.91 fyrir byggingu og 8.0 fyrir allt nema 8.5 fyrir stökk, 6.5 fyrir skeið og 7 fyrir brokk. Örk var seld sem tryppi og var kaupandi Fákshólar og fundum við þessar myndir af henni þar:


Tvístjarna er ósýnd hryssa en hefur engu síður verið að skila skemmtilegum hrossum. Hún var sjálf viljug, næm og verulega léttstíg og skemmtileg. Hér er myndir af hinni dóttur hennar sem sýnd hefur verið, Tíbrá frá Litla-Garði en hún er undan Tvístjörnu og Kiljan frá Árgerði sem er auðvitað sammæðra Tristan og undan Nagla Orrasyni frá Þúfu. Tíbrá var sýnd 5.vetra gömul nú í sumar og hlaut m.a 8,0 fyrir tölt, skeið og fegurð í reið og 8.5 fyrir vilja/geðslag, 7.91 fyrir hæfileika og 7.82 í aðaleinkunn.


Tíbrá frá Litla-Garði

Stígur fer um á tölti og brokki með miklum fótaburði. Við teljum hann mikið efni í keppnishest!


Magnað tækifæri til að kaupa keppnishest framtíðarinnar strax hér á mjög sanngjörnu verði, kr. 100.000


Einnig erum við komin með Facebook síðu þar sem myndir, fréttir og fleiri skemmtilegt er, endilega kíkjið og smellið á Like:

http://www.facebook.com/pages/Litli-Gar%C3%B0ur-ehf-Hrossar%C3%A6ktarb%C3%BA-og-tamningarst%C3%B6%C3%B0/213371568709889

06.12.2011 18:45

Hrókurinn ..

Næstur í sölukynningu er lítill krúttari sem heitir Hrókur frá Litla-Garði.

IS2011165654
Hrókur frá Litla-Garði
Litur: Brúnn
Mynd:


Faðir: Tristan frá Árgerði (8.37)
F.F: Orri frá Þúfu (8.34)
F.M: Blika frá Árgerði (8.35)
Móðir: Hremmsa frá Árgerði (7.85)
M.F: Kjarni frá Árgerði (8.44)
M.M: Komma frá Árgerði (7.90)

Hrókur er undan gæðingnum Tristan frá Árgerði og á því mörg systkyni sem við þekkjum og elskum hérna í Litla-Garði. T.d:

Keppnishestarnir Dynur f. Árgerði, Tónn f. Litla-Garði og Glóðar frá Árgerði

Hvinur frá Litla-GarðiGletting frá Árgerði
Hvinur frá Litla-Garði og Gletting frá Árgerði

Hremmsa er undan gæðingnum Kjarna frá Árgerði og Feykisdótturinni Kommu frá Árgerði. Hún er alhliða hryssa, viljug og skemmtileg. Mjög gott tölt sem er hennar eðall. Hún slasaðist hins vegar á fæti og náði aldrei fullum afköstum eftir það og átti því talsvert inni í kynbótadóm.

Hrókur er býsna seint kastaður og er því smærri en hins eldri folöldin. Hann hreyfir sig með svifmiklum hreyfingum og með góðum fótaburði. Hann er hlutfallaréttur en við teljum Tristan og Hremmsu blandast vel, Hremmsa með 9.0 fyrir frampart og mjög langvaxin og Tristan með sína kynföstu lofthæð og glæsileika.



Þessi er líkt og hinir frændur sínir á jólatilboði 100.000 kr ISK

05.12.2011 22:43

Roðinn ...

Þá er það næsta folald hjá okkur sem er falt þetta árið en hann er undan gæðingnum Kiljan frá Árgerði. Roði er gríðarstór eins og öll önnur afkvæmi Gyðju frá Teigi. Þau hafa öll reynst afbragðs reiðhross, lundtraust og öflug.


Kiljan frá Árgerði.


Halló halló :)


Roði frá Litla-Garði c.a mánaðargamall.


IS2011165650
Roði frá Litla-Garði
Litur: Rauður
Mynd:

Faðir: Kiljan frá Árgerði (8.30)
F.F: Nagli frá Þúfu (8.44)
F.M: Blika frá Árgerði (8.35)
Móðir: Gyðja frá Teigi (7.83)
M.F: Farsæll frá Ási (8.10)
M.M: Sókn frá Skollagróf (7.75)

Þessi er líka á desember og jólatilboði: 100.000 kr ISK

03.12.2011 23:06

Rósinkranzinn

Frábær jólagjöf til dæmis eða framtíðarhestur fyrir þig .. Hestfolald með frábæra takta! Mikill fótaburður, fjaðrandi hreyfingar, flottur litur og laus gangur.


    
Rósinkranz frá Litla-Garði IS2011165651

Rauður tvístjörnóttur hestur / Dun with star and a snip male
M: Sunna frá Árgerði
F: Gangster frá Árgerði


Desember og Jólatilboð: 100.000 kr


Fótaburðarmaskínan Gangster, pabbinn. Einhver alskemmtilegasti hestur hægt er að setjast á, rými endalaust og geðslag og vilji í algjörum sérflokki.


Móðirin Sunna frá Árgerði er eina hryssan í hópnum undan hinum magnaða Brynjari frá Árgerði, Kolfinns og Snældu syni.


Búið er að temja þrjár elstu dætur (´06-´08) Sunnu og eru þær auðveldar, ganghreinar og fallegar. Úrvals reiðhross með frábærum möguleikum á ræktun eða keppni.

Foli sem vert er að líta á!









I´m so pretty, oh so pretty :)

01.12.2011 08:50

Náttrún frá Árgerði

S2011265671
Náttrún frá Árgerði
Litur: Brún

Náttrún er SELD.
Upplýsingar [email protected] eða 8961249





Faðir: Hófur frá Varmalæk
F.F: Hróður frá Refsstöðum
F.M: Kengála frá Varmalæk
Móðir: Litla-Jörp frá Árgerði
M.F: Goði frá Þóroddsstöðum
M.M: Snælda frá Árgerði (8.35)

Náttrún er falleg og verulega efnileg hryssa ungan fyrsta afkvæmi Snældu frá Árgerði . Sú er nú á sjötta vetur en hún heltist í tamningu á fjórða vetri og var það víst kvíslbandabólga og þurfti hún því langa hvíld. Hún verður tekin á hús núna og prufað aftur en hún var langefnilegasta tryppið í húsinu úr sínum árgang. Hún er að sögn Bigga lifandi eftirmynd móður sinnar í alla staði nema ef eitthvað er betri.

Hún stendur vel að vígi kynbótamatslega séð þessi litla dama. Með 119 í aðaleinkunn



Litla-Jörp frá Árgerði 2 og 1/2 mánaða tamin 20.feb 2010


Mating between sire IS2003157800 - Hófur fr. Varmalæk (Colour code: 2560) and dam IS2006265671 - Litla-Jörp fr. Árgerði (Colour code: 3400): R% = 3,648

Potential offspring - BLUP - F% (inbreeding coefficient)

Height Mane Slwt Walk Head Neck Back Prop Legs Corr Hoof Tolt Trot Pace Gall Form Spir Conf Rid
F%
2,2 103 110 103 110,5 115,5 105 111 110,5 101,5 110,5 112,5 112,5 105 115,5 116,5 113 120 114,5
1,824

Tot 118,5

  • 1
Flettingar í dag: 472
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4813
Gestir í gær: 149
Samtals flettingar: 1175703
Samtals gestir: 77522
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 11:01:23