Færslur: 2013 Febrúar

24.02.2013 21:54

Vetrarfærsla

Jæja kæru lesendur.. 

Nú fer tímabilið að hefjast fyrir alvöru, febrúar að líða undir lok og hrossin öll komin í gott trimm og byrjuð í alvöru þjálfun og uppbyggingu. Hópurinn sem við erum með á húsi er mjög álitlegur og mikið er um ung tryppi. Um helmingur hrossanna eru á fjórða og fimmta vetri og í kynbótadómsuppbyggingu, þó á eitthvað eftir að síast úr þeim hópi eins og gengur og gerist. 

Hjá okkur starfar nú Kristín Birna Sveinbjörnsdóttir frá Akureyri sem þriðja manneskja og gengur allt saman eins og í sögu á tamningarstöðinni. Sem og fyrri vetra förum við í rekstur vikulega a.m.k og er það mikil sáluhjálp fyrir hrossin að okkar mati og fá þau einnig að fara öll saman út á tún bæði fyrir og eftir rekstrana.
Svo gaman og svoo ljúft :) 

Við höfum verið ferlega slök í að elta keppnirnar enda hrossin rétt að komast í alminnilega þjálfun núna, erum nánast eingöngu með ung og óreynd hross á velli á húsi og er ekki sanngjarnt gagnvart þeim að byrja að spreyta sig með þau fyrr en þau eru allavega komin í ágætt form. En eitthvað munum við láta sjá okkur á vellinum á næstu vikum/mánuðum á ungu, efnilegu og áður óséðum hrossum. Alltaf gaman að því 

En frekari fréttir, fleiri myndir og nokkur söluhross á leiðinni inn á næstunni svo stay tuned! 

Með bestu kveðju úr dalnum fagra
  • 1
Flettingar í dag: 1387
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 569
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 212918
Samtals gestir: 5729
Tölur uppfærðar: 8.8.2022 19:17:40