Færslur: 2010 Júní

14.06.2010 10:00

Þjálfun fer að hefjast á ný

Jæja góðan daginn

Nú hafa kynbóta og keppnishrossin hér staðið í rúmar 4 vikur vegna pestarinnar en önnur tamningatryppi hafa verið í þjáfun. Einkennin hafa þó verið ákaflega væg hér, aðeins nefrennsli og 2 hross hóstað. Hins vegar erum við farin að reyna byrja rólega aftur, mörg hross koma vel undan fríi og hefur ekkert hross farið að hósta við aukna þjálfun sem er mjög svo jákvætt.
Melodía frá Árgerði er nú köstuð og kom hún með bleikálóttan hest undan Fróða frá Staðartungu, gullfallegan.  -mynd kemur von bráðar.
Einnig er búið að fortemja öll veturgömlu tryppin, og má segja að þessi árgangur sé ótrúlega efnilegur.

Kindurnar fengu sitt frelsi í gær þegar rekið var upp á fjall.

Hluti af kindunum áður en rekið var upp á fjall

Margir fóru með upp á fjall.

Annars höfum við athugað annað slagið núna hvort við séum ekki örugglega stödd á Íslandi, miðað við þessa veðurblíðu sem við höfum haft. Nú í næstu viku er spáð allt að 25 stiga hita


Smelli hér inn einni sumarmynd af Sindra Snæ í lokin

Kveðjur frá Litla-Garði & Árgerði


03.06.2010 19:06

Ræktunarstarfið gengur vel.

 

Já það má nú segja að ræktunarstarfið gangi vel hér á bæjum á hvað sem litið er.  Hross frá Árgerði sem í dóm hafa farið hafa komið vel útúr því og eru 3 hross nú þegar komin yfir 8.30.  Hryssurnar kasta hægri vinstri á báðum bæjum og ætla ég að reyna koma smá yfirliti hér á framfæri það sem komið er.


Bleikálótt hryssa

M: Kveikja frá Árgerði (8.03)
F: Gári frá Auðholtshjáleigu (8.63)
Eig. Birgir






 

Rauðstjörnótt hryssa
M: Sunna frá Árgerði
F: Jón frá Sámsstöðum
Eig Hafþór Magni


Brúnn hestur
M: Snerpa frá Árgerði
F: Jón frá Sámsstöðum
Eig. Birgir

Jörp hryssa

M: Gyðja frá Teigi
F: Kiljan frá Árgerði
Eig. Birgir

Rauð/stjörnóttur hestur

M: Tvístjarna frá Árgerði
F: Kiljan frá Árgerði
Eig. Birgir

Brún hryssa

M: Snælda frá Árgerði
F: Þóroddur frá Þóroddsstöðum
Eig. Birgir

Jörp hryssa

M: Sandra frá Árgerði
F: Kiljan frá Árgerði
Eig. Magni

Rauð hryssa

F: Blær frá Hrafnagili
M: Gná frá Árgerði
Eig. Magni

Jörp hryssa

M: Vaka frá Árgerði
F: Gangster frá Árgerði
Eig. Magni

__________________________________________________


Sauðburðurinn er allur búinn hér og kom bara ágætlega út. Kötturinn tók einnig upp á því að fjölga sér svo gaut hún 5 kettlingum í síðustu viku, Sindra til mikillar ánægju.
Endilega hafið samband ef ykkur skyldi vanta litla kettlinga :)


Þann 22. maí síðastliðinn áttu Nanna og Magni afmæli. Magni var nú 80 ára og gáfum við honum stutta samantekt af ræktun hans í myndum sem hann var himinsæll yfir.

Magni og Dísa

Ásdís, Herdís og Bogga afhenda Magna gjöfina.

Nú eru krakkarnir búnir með skólann. Skólaslitin voru í vikunni og komu krakkarnir vel út.

Systkinin fyrir skólaslitin.

 

  • 1
Flettingar í dag: 1220
Gestir í dag: 158
Flettingar í gær: 1286
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 787999
Samtals gestir: 52346
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:05:02