Færslur: 2012 Apríl
21.04.2012 09:34
Gleðilegt sumar :)
Gleðilegt sumar kæru lesendur og þakkir fyrir veturinn :)
Vorið er sannarlega farið að sýna sig svona inn á milli og nýgræðingurinn farinn að ilma. Von er á fyrsta folaldinu hjá okkur u.þ.b í lok mánaðar og er hagaljóminn Sónata frá Litla-Hóli komin á túnblettinn við bæinn. Myndin að ofan er auðvitað af yngsta meðlimi Litla-Garðsliðsins Sindra Snæ og er hann að spjalla við Snekkju frá Árgerði Snældudóttur og undan Tind frá Varmalæk, hún er nú á þriðja vetur.
Skrifað af asdishelga
18.04.2012 10:56
Fákar og Fjör
Stórsýningin Fákar og Fjör fór fram síðustu helgi á Akureyri. Við komum þar fram með nokkur hross í hinum ýmsu atriðum og höfðum gaman af. Margmenni var að horfa á og var sýningin fjölbreytt og skemmtileg, það litla sem við náðum að horfa á :)
Það sem fram kom frá okkur:
Biggi og Evelyn frá Litla-Garði í klárhryssuatriði
Ásdís og Perla frá Syðra-Brekkukoti líka í klárhryssuatriði
Biggi og Gletting frá Árgerði í alhliðahryssuatriði
Biggi og Blakkur frá Árgerði voru í skeiðsýningu
Biggi sýndi Hvin frá Litla-Garði í alhliða gæðingum
Ásdís var svo knapi fyrir Ytri-Bægisá á hestinum Mekki
Ásdís sýndi Kiljan frá Árgerði í stóðhestaatriði í fyrsta comebackinu hans frá meiðslafríinu og gekk .það glimrandi, frábær gæðingur
Síðast en ekki síst var Gangsterinn í stóðhestaatriði og heillaði hann áhorfendur að vanda.
Það sem fram kom frá okkur:
Biggi og Evelyn frá Litla-Garði í klárhryssuatriði
Ásdís og Perla frá Syðra-Brekkukoti líka í klárhryssuatriði
Biggi og Gletting frá Árgerði í alhliðahryssuatriði
Biggi og Blakkur frá Árgerði voru í skeiðsýningu
Biggi sýndi Hvin frá Litla-Garði í alhliða gæðingum
Ásdís var svo knapi fyrir Ytri-Bægisá á hestinum Mekki
Ásdís sýndi Kiljan frá Árgerði í stóðhestaatriði í fyrsta comebackinu hans frá meiðslafríinu og gekk .það glimrandi, frábær gæðingur
Síðast en ekki síst var Gangsterinn í stóðhestaatriði og heillaði hann áhorfendur að vanda.
Skrifað af asdishelga
10.04.2012 22:08
Og sumarið nálgast ..
Þá styttist í sumardaginn fyrsta, þó svo vetur konungur minni rækilega á sig núna :)
Við tókum myndir af stórefnilegri Gígjarsdóttur frá Höskuldsstöðum um daginn. Hún er undan hinni stórdæmdu Kolfreyju frá Höskuldsstöðum og heitir Birta frá Höskuldsstöðum:
Hún er aðeins á fjórða vetur og sýnir mikla takta. Verður spennandi að sjá hvernig hún þróast áfram. Hún er komin í smá pásu núna en það vantar aðeins upp á styrk til að klára dæmið í vor.
En Stórsýningin Fákar og Fjör er komandi helgi og verðum við þar með nokkur hross :)
Meira um það næst...
Við tókum myndir af stórefnilegri Gígjarsdóttur frá Höskuldsstöðum um daginn. Hún er undan hinni stórdæmdu Kolfreyju frá Höskuldsstöðum og heitir Birta frá Höskuldsstöðum:
Hún er aðeins á fjórða vetur og sýnir mikla takta. Verður spennandi að sjá hvernig hún þróast áfram. Hún er komin í smá pásu núna en það vantar aðeins upp á styrk til að klára dæmið í vor.
En Stórsýningin Fákar og Fjör er komandi helgi og verðum við þar með nokkur hross :)
Meira um það næst...
Skrifað af asdishelga
- 1
Flettingar í dag: 443
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4813
Gestir í gær: 149
Samtals flettingar: 1175674
Samtals gestir: 77522
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 09:55:34