Færslur: 2015 Desember

01.12.2015 09:59

Gangsters afkvæmin frumtamin.


Sælir kæru lesendur. 



Frumtamningar hafa verið á miklu flugi og gengið vel. 

Biggi er nú ekki morgunlatur maður að eðlisfari, en hann hefur verið einstaklega glaður og spenntur þetta  haustið að vakna og byrja daginn.


Ástæðan er fullt hús af spennandi Gangsters afkvæmum og sem ræktandi er auðvitað mest gaman að sjá hvernig ræktunin skilar sér áfram.


Alls sjö þriggjavetra afkvæmi frá Litla-Garði og Árgerði hafa verið frumtamin í sex vikur og áður en að þeim verður gefið frí tókum við nokkrar myndir.





Þetta er hann Glæsir, hann er undan Gangster og Svölu frá Árgerði



Glæsir er stór og myndarlegur foli.



 Geysir frá Árgerði er undan Gangster og Nös frá Árgerði



Geysir frá Árgerði




Staka frá Árgerði er undan Gangster og Perlu frá Árgerði.



Staka frá Árgerði




Snáði frá Árgerði er undan Gangster og Tíu frá Árgerði



Snáði frá Árgerði



Flauta frá Litla-Garði er undan Gangster og Melodíu frá Árgerði



Flauta frá Litla-Garði




Flauta frá Litla-Garði



Tenór frá Litla-Garði er undan Gangster og Sónötu frá Litla-Hóli



Tenór frá Litla-Garði




Vaka frá Árgerði er undan Gangster og Von frá Árgerði



Vaka frá Árgerði


Vaka frá Árgerði

Að lokum umsögn Bigga um tryppin!

Þetta er fyrsti árgangurinn undan Gangster sem taminn er undan sýndum mæðrum. Það hefur verið einstaklega gaman að frumtemja þennan hóp en þau þau eiga það sammerkt að vera sérstaklega geðgóð, næm og skynsöm. 

Öll fóru þau um á brokki til að byrja með en opnuðu mjög fljótt inn á töltið sem er takthreint með alvöru skrefi og sýna frábæra reiðhestshæfileika.

Kæru vinir Lifið heil



.......................................................................................................................................
  • 1
Flettingar í dag: 1159
Gestir í dag: 153
Flettingar í gær: 1286
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 787938
Samtals gestir: 52341
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:58:46