Færslur: 2011 Júlí
26.07.2011 21:23
Tveir góðar til sölu
Erum með tvo frábæra alhliða hesta til sölu núna klára í brautina.
Hvinur frá Litla-Garði
Glóðar frá Árgerði
Tjékkið á sölusíðunni, allar upplýsingar, fleiri myndir og video tekið 24.júlí 2011
Check out our salepage, more info, pics and a video taken 24.07.11
Hvinur frá Litla-Garði
Glóðar frá Árgerði
Tjékkið á sölusíðunni, allar upplýsingar, fleiri myndir og video tekið 24.júlí 2011
Check out our salepage, more info, pics and a video taken 24.07.11
19.07.2011 22:52
Hestakerra til sölu
Góð 4ra hesta kerra til sölu.
Mikið endurgerð, nýtt gólf, allt nýtt í rafmagni, bremsubúnaður nýr og einnig búið að endurnýja báða flexitorana, nýtt kúlutengi o.fl.
Rúmgóð hnakkageymsla með tvö hnakkastatíf og hengi fyrir beisli:
Kerran er mjög þægileg og skemmtileg í drætti og er einnig létt, aðeins um 900 kg.
Hún er skoðuð 2012 og fór gegnum skoðun athugasemdalaust.
Verð 950.000 kr og upplýsingar gefur Ásdís í síma 8679522
Mikið endurgerð, nýtt gólf, allt nýtt í rafmagni, bremsubúnaður nýr og einnig búið að endurnýja báða flexitorana, nýtt kúlutengi o.fl.
Rúmgóð hnakkageymsla með tvö hnakkastatíf og hengi fyrir beisli:
Kerran er mjög þægileg og skemmtileg í drætti og er einnig létt, aðeins um 900 kg.
Hún er skoðuð 2012 og fór gegnum skoðun athugasemdalaust.
Verð 950.000 kr og upplýsingar gefur Ásdís í síma 8679522
12.07.2011 22:13
Blika frá Árgerði
Fékk þá stórundarlegu spurningu af ungum hestamanni um daginn sem var að flétta eldgömlu Eiðfaxablaði: Hver var Snælda frá Árgerði?
Andlitið liggur ennþá á kaffistofunni upp í Litla-Garði! Maður hélt í fásinnu sinni að flestallir hestamenn á Íslandi, allavega í Eyjafirðinum könnuðust við það nafn, ef ekki Snældu þá Bliku! Ákvað því að koma með smáfrétt Bliku til heiðurs hér. Hugmyndin sprettur ekki eingöngu af þessari spurningu sem kom svo flatt upp á mig heldur einnig af endalausum BLUP pælingum... Blika frá Árgerði er heiðursverðlauna hryssa fyrir afkvæmi og undan heiðursverðlaunahryssu einnig. Samt eru þær mjög lágar í BLUP-i. Hef pælt mikið í þessu, en ætla svosem ekki að útlista því hér :)
Blika frá Árgerði er semsagt undan Snældu frá Árgerði og Ófeigi frá Flugumýri og er fædd árið 1981.
Var samt að fletta yfir þetta nú áðan og rak augun í tölu sem ég hef ekki tekið eftir áður og kemur hún skemmtilega á óvart!
Sjá má að þessar einkunnir eru ekki til að hrópa húrra fyrir, prúðleikinn alveg í lágmarki og lægsta einkunnin en Árgerðishrossin eru nú ekki fræg fyrir fax niður á bóga sem gerir ekkert annað en að flækjast fyrir knapanum ;) En þau eru viljug og geta skeiðað ! Vek athygli á að í ár eru 30 ár síðan Blika fæddist. Að hún sé með 129 fyrir skeið þykir mér stórmerkilegt og neyðist ég hreinlega að leggjast í "rannsóknir" til að sjá hvort hún sé ekki með hæðstu merum þetta gömlum fyrir þennan eiginleika.
Blika var einstakur gæðingur að kostum á sínum tíma. Var eina hrossið sem hlaut einkunnina 10.0 fyrir geðslag á meðan vilji og geðslag var dæmt í hvort sínu lagi og hlaut hún einnig árið 1987 þá sex vetra gömul 8.84 fyrir kosti, 9 fyrir tölt og skeið, 8.5 fyrir brokk, vilja og fegurð í reið og 10.0 fyrir geðslag. Hlaut hún 7.85 fyrir sköpulag.
Blika átti á sinni löngu og viðburðaríku ævi 14 afkvæmi. Hafa 10 af þeim skilað sér til dóms, þrjú þeirra voru geldingar og síðasta afkvæmi hennar er klárhryssa undan Parker frá Sólheimum sem vonandi á eftir að skila sér til dóms, verulega hreyfingarmikil hryssa en klárhrossin eiga nú bara erfitt uppdráttar þessa dagana nema þau séu þrusugóð.
Eitt afkvæma Blika hefur hlotið 9.5 fyrir skeið, tvö 9.0, fimm 8.5, eitt 8.0 og eitt 7.0 þannig að þau að skila vel skeiðinu.
Kveikja frá Árgerði er gæðingshryssa undan kveik frá Miðsitju, 1.v hryssa með 8.36 fyrir hæfileika og þar af 9.0 fyrir skeið
Snælda frá Árgerði er dóttir Orra frá Þúfu er nú ræktunarhryssa í Árgerði, hlaut einnig 9.0 fyrir skeið og er með góð 1.v og þar af 8.43 fyrir hæfileika.
Hér eru bræðurnir undan Bliku, Tristan frá Árgerði (Orrasonur) sem hæst hefur fengið 9.5 fyrir skeið og Kiljan frá Árgerði sem hlaut 8.5 fyrir skeið, sonur Nagla frá Þúfu
Kiljan frá Árgerði
Skemmtilegar pælinga
Andlitið liggur ennþá á kaffistofunni upp í Litla-Garði! Maður hélt í fásinnu sinni að flestallir hestamenn á Íslandi, allavega í Eyjafirðinum könnuðust við það nafn, ef ekki Snældu þá Bliku! Ákvað því að koma með smáfrétt Bliku til heiðurs hér. Hugmyndin sprettur ekki eingöngu af þessari spurningu sem kom svo flatt upp á mig heldur einnig af endalausum BLUP pælingum... Blika frá Árgerði er heiðursverðlauna hryssa fyrir afkvæmi og undan heiðursverðlaunahryssu einnig. Samt eru þær mjög lágar í BLUP-i. Hef pælt mikið í þessu, en ætla svosem ekki að útlista því hér :)
Blika frá Árgerði er semsagt undan Snældu frá Árgerði og Ófeigi frá Flugumýri og er fædd árið 1981.
Var samt að fletta yfir þetta nú áðan og rak augun í tölu sem ég hef ekki tekið eftir áður og kemur hún skemmtilega á óvart!
Höfuð | 96 | Tölt | 98 | |||
Háls/Herðar/Bógar | 96 | Brokk | 91 | |||
Bak og lend | 105 | Skeið | 129 | |||
Samræmi | 104 | Stökk | 98 | |||
Fótagerð | 92 | Vilji og geðslag | 105 | |||
Réttleiki | 95 | Fegurð í reið | 99 | |||
Hófar | 95 | Fet | 98 | |||
Prúðleiki | 88 | Hæfileikar | 111 | |||
Sköpulag | 94 | Hægt tölt | 96 | |||
Aðaleinkunn | 108 |
Sjá má að þessar einkunnir eru ekki til að hrópa húrra fyrir, prúðleikinn alveg í lágmarki og lægsta einkunnin en Árgerðishrossin eru nú ekki fræg fyrir fax niður á bóga sem gerir ekkert annað en að flækjast fyrir knapanum ;) En þau eru viljug og geta skeiðað ! Vek athygli á að í ár eru 30 ár síðan Blika fæddist. Að hún sé með 129 fyrir skeið þykir mér stórmerkilegt og neyðist ég hreinlega að leggjast í "rannsóknir" til að sjá hvort hún sé ekki með hæðstu merum þetta gömlum fyrir þennan eiginleika.
Blika var einstakur gæðingur að kostum á sínum tíma. Var eina hrossið sem hlaut einkunnina 10.0 fyrir geðslag á meðan vilji og geðslag var dæmt í hvort sínu lagi og hlaut hún einnig árið 1987 þá sex vetra gömul 8.84 fyrir kosti, 9 fyrir tölt og skeið, 8.5 fyrir brokk, vilja og fegurð í reið og 10.0 fyrir geðslag. Hlaut hún 7.85 fyrir sköpulag.
Blika átti á sinni löngu og viðburðaríku ævi 14 afkvæmi. Hafa 10 af þeim skilað sér til dóms, þrjú þeirra voru geldingar og síðasta afkvæmi hennar er klárhryssa undan Parker frá Sólheimum sem vonandi á eftir að skila sér til dóms, verulega hreyfingarmikil hryssa en klárhrossin eiga nú bara erfitt uppdráttar þessa dagana nema þau séu þrusugóð.
Eitt afkvæma Blika hefur hlotið 9.5 fyrir skeið, tvö 9.0, fimm 8.5, eitt 8.0 og eitt 7.0 þannig að þau að skila vel skeiðinu.
Kveikja frá Árgerði er gæðingshryssa undan kveik frá Miðsitju, 1.v hryssa með 8.36 fyrir hæfileika og þar af 9.0 fyrir skeið
Snælda frá Árgerði er dóttir Orra frá Þúfu er nú ræktunarhryssa í Árgerði, hlaut einnig 9.0 fyrir skeið og er með góð 1.v og þar af 8.43 fyrir hæfileika.
Hér eru bræðurnir undan Bliku, Tristan frá Árgerði (Orrasonur) sem hæst hefur fengið 9.5 fyrir skeið og Kiljan frá Árgerði sem hlaut 8.5 fyrir skeið, sonur Nagla frá Þúfu
Kiljan frá Árgerði
Skemmtilegar pælinga
11.07.2011 19:24
Sól og sumar :)))
Jæja þá er löngu kominn tími á færslu og fréttir frá okkur í dalnum !
Kynbótasýningarnar gengu ágætlega en okkur þótti sem fleirum frekar hart tekið á sumum hrossum, allavega ósköp á sem fengu að njóta vafans ... Þurfi að strita fyrir hverri eins og svosem oft á Landsmótsárum.
Við sýndum 13 hross samtals og fórum leikar svo :
Hrafntinnu frá Kálfagerði Biskupsdóttir í eigu Huldu og Gústa Kálfagerði
Klárhryssa með 8.5 fyrir tölt, brokk, og vilja
B: 7.68 H: 7.73 A: 7.71
Fífu frá Hólum Tristansdóttir í eigu Karls á Hólum
B: 7.96 H: 7.92(8.5 f. skeið) A: 7.94
Ruslana frá Grund Hryllingsdóttir í eigu Sævars Páls
B: 7.79 H: 7.40 A: 7.56
Rakel frá Árgerði Þóroddsdóttir í eigu Magna Árgerði
B: 7.76 H: 7.38 A: 7.53
Díva frá Steinnesi Gammsdóttir í eigu Magnúsar Steinnesi
B: 7.81 H:7.66 A: 7.72
Kvika frá Glæsibæ Stælsdóttir í eigu Ríkharðs Glæsibæ
Klárhryssa B:7.59 H: 7.43 A: 7.50
Gleymérei frá Fagranesi Galsadóttir í eigu Camillu Fagranesi
Klárhryssa B: 7.91 H: 7.20 A: 7.43
Súla frá Hrafnsstöðum eigum við ekki mynd af: Undan Penna frá Kirkjubæ og í eigu Flosa Hrafnsstöðum B: 7.59 H: 7.68 A: 7.64
Kolbakur frá Hrafnsstöðum Forsetasonur í eigu Flosa Hrafnsstöðum
B: 7.98 H: 7.55 A. 7.72
Gletting frá Árgerði Tristansdóttir í eigu Magna Árgerði
8.5 fyrir tölt, h.tölt, brokk, stökk, vilja/geðslag og fegurð í reið og 7.0 fyrir skeið og einnig 8.5 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi.
B: 7.94 H: 8.22 A: 8.11
Perla frá Syðra-Brekkukoti Stælsdóttir í eigu Maríu Jensen
Klárhryssa: B: 7.72 H: 7.46 A: 7.57
Rökkvadís frá Kjartansstaðakoti Rökkvadóttir í eigu Hafsteins Lúðvíkssonar
B: 7.78 H: 8.01 A: 7.92 8.5 fyrir skeið og vilja/geðslag
Gangster frá Árgerði náði Landsmótslágmörkum með aðaleinkunnina 8.15 - meira um hann síðar.
Þvínæst kom úrtaka fyrir Landsmót og var undirbúningstíminn fyrir það akkúrat enginn, Nanna fór með Vísi en hann krossstökk og því miður komst hún ekki inn. Biggi fór með Tristan og komst inn með hann í A-flokk og fór einnig með Glettingu í B-flokk en hún hafði hlaupið þessa braut alla vikuna á undan og hefði verið gott að undirbúa þetta betur en gengur betur næst.
Ásdís fór með Hvin í A-flokk fyrir Létti og var varahestur eftir ágætis sýningu með 8.29 með alveg ónýtt fet :( hefði þurft að setja upp prógramið betur. Einnig skrapp hún með Perlu frá Syðra-Brekkukoti í hennar fyrstu keppni og annað sinn á hringvöll á ævinni og kom hún heldur betur á óvart. Endaði með 8.30 í einkunn og ótrúlega nálægt því að vera inni á Landsmóti, verulega spennandi klárhryssa þar á ferð, mjög hágeng og rúm.
Biggi og Tristan unnu hylli dómaranna á tölti og brokki og var mjög hár fyrir þær gangtegundir.
Hvinur og Ásdís í A-flokki - Hvinur hefur aldrei áður verið skemmtilegri og er sívaxandi gæðingur!
Vantar myndir bæði af Nönnu og Vísi og Perlu á Ásdísi.
Næst á dagskrá var svo Landsmót og var alveg ótrúlega margt sem þurfti að græja fyrir það að allt var bókstaflega á útopnu að undirbúa... Það er nú helst ástæðan fyrir að þessi frétt kemur svo seint.
En Landsmótið var alveg frábært! Frekar kalt fyrstu dagana og kvefuðumst við öll með tölu í þessari viku. En það var alveg þess virði.
Ásdís og Hvinur voru á undan í rásröðinni og voru strax í öðru holli. Gekk alveg ágætlega í flesta staði og enduðum við með 8.33 og rétt utan við milliriðil en feikna sterkir hestar voru í A-flokknum
Tristan er hér á æfingu á vellinum. Honum gekk ágætlega alveg, var þó ekki alveg sama um umstangið allt á vellinum og fór aðeins í baklás en gerði alla hluti vel og var aðeins annar fyrir utan milliriðil með einkunnina 8.37.
Skeiðaði flott !!
Sigurvegari í okkar flokki var svo Ómur frá Kvistum sem var hér í Miðgerði síðastliðið sumar og eigum við undan honum þrjú flott folöld :)
Stóðhestsefni undan Snældu frá Árgerði með BLUP: 123
Flott bleik hryssa undan 1.v ófeigsdótturinni Melodíu frá Árgerði - TIL SÖLU !! BLUP: 118
Og augasteinninn hennar Ásdísar undan Von frá Árgerði - Dalía Sif frá Árgerði BLUP: 120
Gangster var svo sýndur í 5.v flokkinum og hækkaði hæfileikaeinkunnina í 8.20 og aðaleinkunnina í 8.16. Sýndi m.a skeið í yfirlitinu upp á 6.5 en þessi hestur á ótrúlega mikið inni og á eftir að koma mjög sterkur inn á næsta ári.
Grilli pilli pill - Bogga var allan tímann með okkur þarna :) yndisleg kona
Hafþór og Heiður komu svo á miðvikudeginum og rétt náðu í rassgatið á kuldanum :) en uppfrá fimmtudegi fóru allir að verða sólbrúnir :)
Vorum við með tjaldbúðir þarna og hópuðust skemmtilegt fólk kringum okkur :) Bara gaman af þessu öllu saman !!
Sjá má fleiri myndir frá Landsmóti HÉR
Núna er heyskapur eins og enginn sé morgundagurinn og milli 30 og 40 hross á járnum :) Normal og frjálsleg mót fara að hrúgast inn og best er að trimma fyrir þau líka :)
Erum með sumarstarfsmann sem heitir Björgvin Helgason og er hann hjá okkur hálfan daginn, þrælduglegur og seigur strákur sem við erum mjög ánægð með. Stel hér mynd af facebook síðunni hans til að sýna ykkur :)
Svo er fullt af verulega fallegum og vel ættuðum folöldum til sölu á sanngjörnu verði hjá okkur HÉRNA. Alveg frjálst er að koma með tilboð í þau þó sett séu verðmiðar við myndirnar hjá þeim.
Meðal annars þessi gullfallegi og stóri hestur sem er m.a bróðir keppnishestsins Vísis frá Árgerði og undan hinum stórefnilega Jarli frá Árgerði.
Kynbótasýningarnar gengu ágætlega en okkur þótti sem fleirum frekar hart tekið á sumum hrossum, allavega ósköp á sem fengu að njóta vafans ... Þurfi að strita fyrir hverri eins og svosem oft á Landsmótsárum.
Við sýndum 13 hross samtals og fórum leikar svo :
Hrafntinnu frá Kálfagerði Biskupsdóttir í eigu Huldu og Gústa Kálfagerði
Klárhryssa með 8.5 fyrir tölt, brokk, og vilja
B: 7.68 H: 7.73 A: 7.71
Fífu frá Hólum Tristansdóttir í eigu Karls á Hólum
B: 7.96 H: 7.92(8.5 f. skeið) A: 7.94
Ruslana frá Grund Hryllingsdóttir í eigu Sævars Páls
B: 7.79 H: 7.40 A: 7.56
Rakel frá Árgerði Þóroddsdóttir í eigu Magna Árgerði
B: 7.76 H: 7.38 A: 7.53
Díva frá Steinnesi Gammsdóttir í eigu Magnúsar Steinnesi
B: 7.81 H:7.66 A: 7.72
Kvika frá Glæsibæ Stælsdóttir í eigu Ríkharðs Glæsibæ
Klárhryssa B:7.59 H: 7.43 A: 7.50
Gleymérei frá Fagranesi Galsadóttir í eigu Camillu Fagranesi
Klárhryssa B: 7.91 H: 7.20 A: 7.43
Súla frá Hrafnsstöðum eigum við ekki mynd af: Undan Penna frá Kirkjubæ og í eigu Flosa Hrafnsstöðum B: 7.59 H: 7.68 A: 7.64
Kolbakur frá Hrafnsstöðum Forsetasonur í eigu Flosa Hrafnsstöðum
B: 7.98 H: 7.55 A. 7.72
Gletting frá Árgerði Tristansdóttir í eigu Magna Árgerði
8.5 fyrir tölt, h.tölt, brokk, stökk, vilja/geðslag og fegurð í reið og 7.0 fyrir skeið og einnig 8.5 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi.
B: 7.94 H: 8.22 A: 8.11
Perla frá Syðra-Brekkukoti Stælsdóttir í eigu Maríu Jensen
Klárhryssa: B: 7.72 H: 7.46 A: 7.57
Rökkvadís frá Kjartansstaðakoti Rökkvadóttir í eigu Hafsteins Lúðvíkssonar
B: 7.78 H: 8.01 A: 7.92 8.5 fyrir skeið og vilja/geðslag
Gangster frá Árgerði náði Landsmótslágmörkum með aðaleinkunnina 8.15 - meira um hann síðar.
Þvínæst kom úrtaka fyrir Landsmót og var undirbúningstíminn fyrir það akkúrat enginn, Nanna fór með Vísi en hann krossstökk og því miður komst hún ekki inn. Biggi fór með Tristan og komst inn með hann í A-flokk og fór einnig með Glettingu í B-flokk en hún hafði hlaupið þessa braut alla vikuna á undan og hefði verið gott að undirbúa þetta betur en gengur betur næst.
Ásdís fór með Hvin í A-flokk fyrir Létti og var varahestur eftir ágætis sýningu með 8.29 með alveg ónýtt fet :( hefði þurft að setja upp prógramið betur. Einnig skrapp hún með Perlu frá Syðra-Brekkukoti í hennar fyrstu keppni og annað sinn á hringvöll á ævinni og kom hún heldur betur á óvart. Endaði með 8.30 í einkunn og ótrúlega nálægt því að vera inni á Landsmóti, verulega spennandi klárhryssa þar á ferð, mjög hágeng og rúm.
Biggi og Tristan unnu hylli dómaranna á tölti og brokki og var mjög hár fyrir þær gangtegundir.
Hvinur og Ásdís í A-flokki - Hvinur hefur aldrei áður verið skemmtilegri og er sívaxandi gæðingur!
Vantar myndir bæði af Nönnu og Vísi og Perlu á Ásdísi.
Næst á dagskrá var svo Landsmót og var alveg ótrúlega margt sem þurfti að græja fyrir það að allt var bókstaflega á útopnu að undirbúa... Það er nú helst ástæðan fyrir að þessi frétt kemur svo seint.
En Landsmótið var alveg frábært! Frekar kalt fyrstu dagana og kvefuðumst við öll með tölu í þessari viku. En það var alveg þess virði.
Ásdís og Hvinur voru á undan í rásröðinni og voru strax í öðru holli. Gekk alveg ágætlega í flesta staði og enduðum við með 8.33 og rétt utan við milliriðil en feikna sterkir hestar voru í A-flokknum
Tristan er hér á æfingu á vellinum. Honum gekk ágætlega alveg, var þó ekki alveg sama um umstangið allt á vellinum og fór aðeins í baklás en gerði alla hluti vel og var aðeins annar fyrir utan milliriðil með einkunnina 8.37.
Skeiðaði flott !!
Sigurvegari í okkar flokki var svo Ómur frá Kvistum sem var hér í Miðgerði síðastliðið sumar og eigum við undan honum þrjú flott folöld :)
Stóðhestsefni undan Snældu frá Árgerði með BLUP: 123
Flott bleik hryssa undan 1.v ófeigsdótturinni Melodíu frá Árgerði - TIL SÖLU !! BLUP: 118
Og augasteinninn hennar Ásdísar undan Von frá Árgerði - Dalía Sif frá Árgerði BLUP: 120
Gangster var svo sýndur í 5.v flokkinum og hækkaði hæfileikaeinkunnina í 8.20 og aðaleinkunnina í 8.16. Sýndi m.a skeið í yfirlitinu upp á 6.5 en þessi hestur á ótrúlega mikið inni og á eftir að koma mjög sterkur inn á næsta ári.
Grilli pilli pill - Bogga var allan tímann með okkur þarna :) yndisleg kona
Hafþór og Heiður komu svo á miðvikudeginum og rétt náðu í rassgatið á kuldanum :) en uppfrá fimmtudegi fóru allir að verða sólbrúnir :)
Vorum við með tjaldbúðir þarna og hópuðust skemmtilegt fólk kringum okkur :) Bara gaman af þessu öllu saman !!
Sjá má fleiri myndir frá Landsmóti HÉR
Núna er heyskapur eins og enginn sé morgundagurinn og milli 30 og 40 hross á járnum :) Normal og frjálsleg mót fara að hrúgast inn og best er að trimma fyrir þau líka :)
Erum með sumarstarfsmann sem heitir Björgvin Helgason og er hann hjá okkur hálfan daginn, þrælduglegur og seigur strákur sem við erum mjög ánægð með. Stel hér mynd af facebook síðunni hans til að sýna ykkur :)
Svo er fullt af verulega fallegum og vel ættuðum folöldum til sölu á sanngjörnu verði hjá okkur HÉRNA. Alveg frjálst er að koma með tilboð í þau þó sett séu verðmiðar við myndirnar hjá þeim.
Meðal annars þessi gullfallegi og stóri hestur sem er m.a bróðir keppnishestsins Vísis frá Árgerði og undan hinum stórefnilega Jarli frá Árgerði.
06.07.2011 02:49
FOLÖLD TIL SÖLU
Góðan daginn kæru lesendur
Við vorum að smella af fullt af fallegum folaldamyndum og setja inn hér á síðuna þau folöld sem við bjóðum til sölu þetta árið. Er þar margt virkilega spennandi í boði og vel vert að athuga:
SJÁ SÖLUSÍÐUNA HÉR
Einnig kemur inn alminnileg frétt um gengi okkar á LM2011 og fleira síðar í vikunni vel myndskreytt!
Með bestu kveðju úr dalnum
Við vorum að smella af fullt af fallegum folaldamyndum og setja inn hér á síðuna þau folöld sem við bjóðum til sölu þetta árið. Er þar margt virkilega spennandi í boði og vel vert að athuga:
SJÁ SÖLUSÍÐUNA HÉR
Einnig kemur inn alminnileg frétt um gengi okkar á LM2011 og fleira síðar í vikunni vel myndskreytt!
Með bestu kveðju úr dalnum
- 1
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 556
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1299712
Samtals gestir: 82126
Tölur uppfærðar: 7.12.2024 03:26:51