Færslur: 2012 Júlí

31.07.2012 21:55

Aðeins breytt úraf vananum :)



Það er alveg nauðsynlegt að brjóta aðeins upp hversdagsleikann annars slagið. Hafþór Magni, Heiður og Viktoría Röfn voru hérna í sumarfríi um daginn og hvað var þá sniðugara en að blanda saman bisness and pleasure og ríða niðrá Melgerðismela með öll hrossin og fara þar í smáútilegu :)

Fyrsta myndin er af rekstrinum niðrá Mela en þetta er alls ekki löng leið.



Svo var safnað spreki í lítinn varðeld og grillað frábært kjöt. Algjör paradís!



Yndislegt



Viktoría og afi í "feluleik" :)



Varðeldurinn í allri sinni dýrð



Viktoría og amma sætar saman


30.07.2012 20:02

Þvílíkt sumar :)

Þessi veðurblíða þetta sumarið er alveg hreint með ólíkindum. Spánarveður hér dag eftir dag... Hér sjást bændur um allar grundir með bændabrúnkur sem hafa aldrei áður litið dagsins ljós, hreinasatt!
Hins vegar hefur fulllítið borist hingað af vætu og eru tún og lækir farnir að bera þess merki, en á öllum plúsum má finna mínusa ! Útreiðar ganga yfirhöfuð vel og tamningarstöðin gengur sinn glimjandi gang. Aðeins hefur fækkað í úrvalshrossahópnum okkar en gæðingurinn og 1.v klárhryssan Evelyn frá Litla-Garði seldist nú á dögunum og er komin á suðræna grundu og óskum við nýjum eigendum þeirrar stólpahryssu innilega til hamingju.



Nanna Lind er hér á Evelyn Hryms- og Elvudóttur síðasta sumar.

Folöldin hafa týnst í rólegheitum í heiminn og kom það síðasta núna í síðustu viku. Ennþá vantar einhverjar myndir af þessum gripum en kynjahlutfallið hefur allavega verið okkur í hag hérna í Litla-Garði en fæðst hafa aðeins fjórir hestar á móti fjölda hryssna. Í Árgerði er hlutfallið hins vegar jafnara.

Folöldin undan Gangster okkar koma yfirhöfuð vel út, virkilega framfalleg og passlega gæf og forvitin. Ferðast um á öllum gangi með svifmiklum og háum hreyfingum. Það láðist nú að nefna það hér í fyrra en u.þ.b helmingur hryssnanna hjá Gangster voru 1.v hryssur.


Rauð hryssa kom undan gæðingnum Von frá Árgerði (A.e 8.39) og Gangster.


Góður frampartur þar en Von er með 8.0 fyrir þann part. Gangster bætir það greinilega upp. Þau eru svo bæði með 9.0 fyrir tölt og vilja/geðslag, lofar góðu. Þessi snotra snót hefur verið gefið nafnið Vaka frá Árgerði og eigendur eru Magni og Dísa


Undan 1.v Feykisdótturinni Nös frá Árgerði kom gullfallegur og standreistur jarpur hestur sem Biggi og Herdís eiga.


Lofandi ...


Hvað ert þú eiginlega að gera ?


Undan Gustsdótturinni Perlu frá Árgerði og Gangster kom falleg rauð hryssa sem Hafþór og Heiður eru stoltir eigendur að :)


Þessi flotti gaur er undan Snældu frá Árgerði (A.e 8.31) og Kiljan frá Steinnesi.


Þessi gaur er undan Týju frá Árgerði (A.e 8.37) og Gangster.


Fínleg, falleg bleikálótt undan Ófeigsdótturinni Melodíu frá Árgerði (A.e 8.04) og Gangster


Sá nýjasti, rauðstjörnóttur undan Svölu frá Árgerði Feykisdóttur og Gangster. Alvöru fallegur þessi ...


Hvað meinaru eiginlega, ég er ekkert með stór eyru!! :)


Ein enn að lokum af Vöku Vonar og Gangsters dóttur :)

Meira á næstu dögum !

23.07.2012 21:38

Sumarið er tíminn

Jæja kæru lesendur !!

Sumarið er nú formlega hálfnað og rignir á okkur sem aldrei fyrr, enda margra vikna uppsöfnuð rigning sem kemur nú öll í einu .. Pfff, ekki alveg það yndislegasta.


Nú verður farið í að smella inn myndum og fréttum af þeim folöldum sem fæðst hafa en þau hafa öll skilað sér í heiminn og þykir alveg standa uppúr hvað folöldin undan Gangster eru falleg. Hann fékk líka til sín flestar dívurnar í fyrrasumar og var það greinilega rétt val miðað við folöldin sem standa hér í dag.

En fylgist sperrt með því frá og með morgundeginum rignir inn myndum og fréttum af folöldum og hinu og þessu skemmtilegu :)

  • 1
Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 556
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1299685
Samtals gestir: 82123
Tölur uppfærðar: 7.12.2024 02:27:32