Færslur: 2011 Október

31.10.2011 20:34

Uppfærslur ýmiskonar

Góða kvöldið kæru lesendur

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir standa endurbætur og uppfærslur yfir á síðunni og er þetta tekið með langtíma"markmið" í huga fram yfir "skammtíma"markmið eins og allir sannir hestamenn gera. Hehe, hryssurnar hafa fengið Blup-in sín og afkvæma sinna inn á sína síðu, búið að bæta inn myndum á þær og þeim myndum sem til eru af tömdum og ekki tömdum afkvæmum. A.m.k nærri því öllum, ennþá í vinnslu. Einnig hef ég gramsað heilmikið í myndaalbúmum og ráðist á skannann með vígahug og skannað inn fullt af skemmtilegum myndum og mun hér opna fljótlega -
                                     
                                           ---- Gamlar og góðar minningar ----
                                                        Örfá sýnishorn:


Magni með Árvak (m. Blika f. Otur) 3ja vetra gamlan árið 1991


Þessi er síðan um 2001


Og þessi síðan í Teigi, tjah c.a ´97 eða svo, Biggi hér á hryssunni Snerpu.

En að allt öðru, ég mun auglýsa það þegar þessi skemmtilega síða mun opna með ítarlegum upplýsingum (eins ítarlegum og hægt er) með hverri og einni mynd og geta flestallir haft gaman af.

Biggi fór í hnéaðgerð um miðjan okt til að láta laga liðþófa sem höfðu böggað hann lengi vel. Sökum þess vorum við með lágmarks hrossafjölda á húsi í október, sér í lagi í tamningu, en tryppin okkar komu bara heim í byrjun okt. Því var tamningarstöðin í pásu og Ásdís tók sér síðbúið "sumarfrí" og hlóð aðeins batteríin fyrir næstu törn og um miðjan mánuðinn var hafist handa á ný og 20,okt hófust frumtamningarnar. Erum m.a með undan nokkur undan Tristan og Glym frá Árgerði, Hrímni frá Ósi, Gýgjari frá Auðsholtshjáleigu, Hóf frá Varmalæk, Smára frá Skagaströnd o.fl. Ganga þær mjög vel en hér eru þau tryppi í eigu Litla-Garðs hjóna og Árgerðis hjóna sem eru nú í tamningu:


Glymra frá Litla-Garði f. 2008
F. Glymur frá Árgerði
M: Sónata frá Litla-Hóli
Eigendur: Biggi og Herdís


Bergrós frá Litla-Garði f. 2008
F: Hófur frá Varmalæk
M: Sunna frá Árgerði
Eigandi: Hafþór Magni Sólmundsson


Spyrna frá Árgerði f. 2007
F. Tristan frá Árgerði
M. Hrefna frá Árgerði
Eigandi: Magni og Dísa


Nn (Tindur :) ) frá Árgerði f. 2008
F. Glymur frá Árgerði
M. Hrefna frá Árgerði
Eigandi: Biggi og Herdís


Glaumur frá Árgerði f. 2008 - Graður
F. Smári frá Skagaströnd
M. Glæða frá Árgerði
Eigandi: Magni og Dísa


Garpur frá Árgerði f. 2007
F. Glymur frá Árgerði
M. Birta frá Árgerði
Eigandi: Biggi og Herdís
TIL SÖLU - SANNGJARNT VERÐ !! Mikið efni í keppnishest, reiðfær og frábærlega geðgóður


Orka frá Ytra-Dalsgerði - Þessi er undan Tristan og í tamningu frá Ingu í Ytra-Dalsgerði. Stór og virkkilega falleg hryssa.

Nokkur pláss laus í frumtamningu í nóvember. Endilega hafið samband við Bigga í s. 8961249 eða Ásdísi ef ekki næst í Bigga í s. 8679522


Gangster, Tristan og Jarl eru ásamt Kiljan á sér höfðingjatúni :) Oftar en ekki mikið stuð hjá þeim




27.10.2011 20:15

Í minningu Elvu

Elva frá Árgerði - Minning

Elva frá Árgerði var fædd Magna Kjartanssyni Árgerði árið 1982. Faðir hennar var Snældu-Blesi frá Árgerði en saga hans var fræg er hann fótbrotnaði 5.v gamall en lesa má um það bráðlega hér á síðunni. Móðir Elvu var Fjóla frá Árgerði, Pennadóttir frá Árgerði. Fjóla var klárhryssa, ósýnd en átti þó nokkur folöld og skilað góðu í framræktun. T.d Elva auðvitað, og svo Græja frá Árgerði einnig sem er móðir hinnar frábæru Vonar frá Árgerði sem hlaut 8.60 fyrir hæfileika og stóð sig frábærlega á keppnisvellinum og svo var Mollý frá Árgerði sem hlaut m.a 8.7 fyrir tölt í dómi. Elva var frumtamin á fjórða vetur af Magna í Árgerði og gekk tamningin vel í alla staði. Elva var alltaf þæg og meðfærileg en frekar klárgeng framan af. Gangsetning gekk þó vel og var Elva sýnd 4.vetra gömul og hlaut þá 7.50 í aðaleinkunn. Elva var svo í þjálfun áfram og bætti sig mikið og var svo sýnd aftur 5.v og hlaut þá 8.5 fyrir tölt og 8 fyrir rest skeiðlaus. Byggingardómur var 7.93 og hæfileikadómur 7.71 og a.e var 7.82. Eftir þetta fór Elva í folaldseignir, 1988-1990 og átti þrjú folöld, árið 1990 var hún geld og tekin aftur á hús og þá tók Herdís við að þjálfa hana. Þeim samdi svo frábærlega að Magni endaði með að gefa henni hryssuna. Þau hjú héldu áfram að þjálfa hana og hún hlaut svo sinn hæðsta dóm 1992, þá 8.05 fyrir byggingu m.a 9 fyrir bak og lend, og 7.83 fyrir hæfileika, m.a 8.5 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið. Herdís sýndi hana sjálf.  Það var keppt mikið á Elvu á árunum 1991-1993, í tölti og fjórgangi með góðum árangri, oftast í efstu sætum.


Biggi var með Elvu sem þjálfunarhest í F.T prófi, þar átti að sýna fjórgangsprógram og fimipróf. Þar komu þau inn, alveg fersk og hrá úr sveitinni og kunnu jafnlítið þegar kom að fimiprógraminu, hafði Eyjólfur Ísólfs prófdómari m.a orð á því að alltaf væri gaman að hitta svona bjartsýna menn. Ákvað Biggi því að leggja sig allan í það og valdi brokkið fram yfir töltið sem grunngangtegund í prógraminu, allar æfingarnar æfðar, krossgangur, framfótarsnúningur og sniðgangur með góðum árangri, brokk á baug og slöngulínur og svo auðvitað stökkið með. Svo fór að þau náðu Fimiprófinu með góðri einkunn. Nokkrum dögum seinna var svo fjórgangsprógramið og átti það var vera eins og að drekka vatn, svo oft hafði þetta prógram verið riðið á henni. En nei, úbs... Töltið var alveg týnt, fimiprógramið og öll brokkreiðin hafði farið svoleiðis í hana Elvu kelluna að henni leið svo vel á grunngangtegundunum að töltið var ekkert í boði. Var farið yfir grunnatriðin á ný og merin gangsett í snartri og náðu þau svo fjórgangsprófinu einnig með sómaeinkunn.

Hlaðin verðlaunum

Biggi situr hér Elvu og Herdís Kolbein frá Árgerði og Magni stendur stoltur á milli þeirra

Elva var eðlishágeng og geðgóð hryssa sem nánast hver sem gat riðið. Hún hefur skilað því vel til afkvæmanna sinna og gert góða hluti sem kynbótahryssa. Alls átti Elva 14 afkvæmi og verður þeirra getið hér.

Fyrsta afkvæmi Elvu 1988 var mósótt hryssa undan Ófeigi frá Flugumýri. Það var Gletta frá Árgerði, sem Gunnar Arnars keypti svo unga og hún hefur skilað honum ófáum gæðingunum.  Hún er ennþá lifandi og enn að skila folöldum en hefur átt 14 afkvæmi, 7 þeirra hafa komið til dóms, 4 í 1.v og þrjú í góð 2.v. Gletta hlaut sjálf 1.v í kynbótadómi.


Annað afkvæmi var Blossi, f. 1989, undan Flosa frá Brunnum. Hann var geltur og seldur sem reiðhestur. Hann er nú í Hollandi.

Þriðja afkvæmið fæddist 1990 undan Bjarma frá Árgerði sem það var rauðblesótt hryssa sem drapst.

Fjórða afkvæmið fæddist svo 1994 og þá í eigu Herdísar. Það var brún hryssa undan Baldri frá Bakka sem heitir Elja frá Teigi. Það var frábær hryssa í alla staði sem var seld með mikilli eftirsjá.

Elja frá Teigi

Erro, sonur Elju

Fimmta til sjöunda afkvæmi hennar voru hestar sem voru geltir, Eðall frá Teigi fæddist 1995 og var undan Þorra frá Þúfu, var seldur og er nú staðsettur í Svíþjóð, 1996 fæddist brúnn hestur undan Kjark frá Egilsstaðabæ nefndur Stelkur frá Teigi, er nú reiðhestur fyrir sunnan og 1997 fæddist rauðstjörnóttur klár undan Gusti frá Hóli nefndur Erró frá Teigi, hann var seldur innanlands.

Stelkur ásamt eiganda sínum.

Svo kemur Evíta frá Litla-Garði árið 2000 eftir að Elva hafði verið geld 1998 og ´99. Evíta er undan Svarti frá Unalæk og er mikill gæðingur. Fór 5.v gömul í 1.v með 8.12 fyrir hæfileika þ.a 8.5 fyrir tölt og hægt tölt, brokk, stökk og vilja. Einnig slógu hún og heimasætan Nanna Lind í gegn á Gæðingamóti Funa þar sem þær, 11 ára og 5 vetra gerðu sér lítið fyrir og rústuðu B-flokknum með yfirburðum ásamt því að vinna Barnaflokkinn. Var hún seld fylfull við Gusti frá Hóli ásamt annari 1.v hryssu og kaupandinn var Ketill Ágústsson, gegna þær hlutverki kynbótahryssna þar.

Evíta og Nanna í B-flokksslagnum.

Árið 2002 fæðist jörp hryssa undan Þokka frá Árgerði, Snilld frá Litla-Garði. Var var seld ósýnd og er nú staðsett í Slóveníu.

Árið 2003 fæðist svartstjörnóttur hestur undan Tristan frá Árgerði sem var geltur, og seldur tveggja vetra suður. Þetta er hann Hvinur frá Litla-Garði. Hann komst aftur í eigu fjölskyldunnar þegar hann var 5.v gamall þegar Ásdís og pabbi hennar taka hann upp í keppnishest sem þau voru að selja. Hann hefur gert frábæra hluti á keppnisvellinum ásamt því að ná 7.96 í aðaleinkunn í kynbótadómi þar af 9.0 fyrir hófa og 8.5 fyrir skeið og vilja/geðslag.

Hvinur og Ásdís á Svínavatni 2011

Árið 2004 fæðist rauð hryssa undan  Svip frá Uppsölum nefnd Elding frá Litla-Garði. Hún var seld ung að árum innan Eyjafjarðar og var í þjálfun hjá Bigga og hún hlaut 7.70 í aðaleinkunn.

Svo fæðist árið 2005 grá hryssa undan Hrym frá Hofi, nefnd Evelyn frá Litla-Garði. Hún er sannkallað hestagull sem hefur aldrei og mun aldrei verða föl. Hún og sú næsta eru einu hryssurnar sem hjúin í Litla-Garði eiga út af Elvu sinni. Evelyn var sýnd síðastliðið sumar klárhryssa og hlaut 1.v. 8.5 á línuna fyrir hæfileika nema 8.0 fyrir fet og hægt stökk og 8.5 fyrir háls og herða, bak og lend, samræmi og prúðleika og 8.0 á rest. Hvergi undir 8.0 nema fyrir skeið í allt. Hún verður í þjálfun í vetur og stefnt er með hana aftur í dóm og eitthvað í keppni og svo undir hest næsta sumar.

Nanna Lind og Evelyn sigruðu unglingaflokk á Bæjarkeppni Funa

Árið 2006 fæðist síðasta afkvæmi Elvu, undan heimahestinum Glym frá Árgerði. Það er rauð falleg hryssa, einnig klárhryssa sem heitir Emilíana. Hún lofar virkilega góðu og er stefnt á að halda henni í ræktun komandi ára líkt og Evelyn. Hún verður í þjálfun í vetur og er stefnt með hana í dóm í vor.

Elva átti semsagt 13 folöld. 6 af þeim voru sýnd, 5 hryssur og 1 geldingur. 3 þeirra hlutu 1.v, 2 með 7.96 og 7.98 (alveg við 1.v) og 1 með 7.70 sem er góður árangur. Einnig er hún nú þegar farin að framræktast vel þar sem elsta afkvæmi hennar hefur skilað Gunnar Arnarssyni Auðsholtshjáleigu hverjum gæðingnum á fæti öðrum, m.a fjögur í góð 1.verðlaun. Ættboginn hennar hefur gegnum tíðina verið áberandi á keppnisvellinum, enda fjölhæf og fasmikil ganghross yfirleitt þó leynist klárhross inn á milli. Yfirburða ganggóð og viljug en ávallt meðfærileg og skemmtileg. Elva var felld árið 2007

Elva og Herdís lengst til hægri í Grímutölti

Biggi á Blesu frá Rifkelsstöðum og Herdís og Elva


 

06.10.2011 22:00

Haustið



Jæja þá er haustið skollið á með sinni árvissu "lægð" í sýningar og keppnishaldi. Guði sé lof fyrir svona pásur, yrði ansi leiðigjarnt allt árið um kring. Hins vegar eru haustin blómatími sölu og notar fólk þá gjarnan tímann til að finna draumahestinn til að eiga á komandi ári eða komandi árum.



Réttirnar eru búnar og flestallt féð er komið heim :) Alltaf gaman af þessum ullarhnoðrum.



Mónalísa frá Tyrfingsstöðum er að komast í gott form á ný og kemur fljótlega inn nýjar myndir og video. Hún er á söluskránni. Verð: 300.000 kr

Við erum eins og er með fullt af alls kyns söluhrossum og ætlum á næstu tveim vikum c.a að uppfæra sölusíðuna. Í millitíðinni eru þau hross sem enn eru þar inni til einnig í trimmi hjá okkur. Reiðhestar og reiðhryssur, ungviði og allt upp í keppnis og kynbótahross.

Einnig er búið að sóna frá stóðhestunum og kom það vel út, Tristan með mjög góða útkomu, allar fylfullar nema ein held ég og eins hjá Gangster.

Tíbrá frá Litla-Garði Kiljansdóttir 5.v er nú fylfull að sínu fyrsta folaldi og að eigandans ósk voru teknar lokamyndir af henni áður en dregið var undan henni og má sjá þær í myndaalbúminu undir Hross í Þjálfun og einnig er myndin hér að ofan af henni.


Tíbrá frá Litla-Garði september 2011

  • 1
Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 556
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1299727
Samtals gestir: 82126
Tölur uppfærðar: 7.12.2024 03:48:58