Færslur: 2014 Mars

22.03.2014 21:31

Snjóríki

Já kæru lesendur, þetta blessaða veður hefur svo sannarlega ekki farið framhjá neinum. Þetta hefur nú loksins gengið yfir en annar eins snjór hefur aldrei sést í Litla-Garði síðan í "gamla daga".. þökk sé norðvestan áttinni og fallega skjólbeltinu okkar. 
Það var ævintýri líkast að ríða út í dag og komumst við ekki hjá því að smella nokkrum myndum af færðinni.
Látum myndirnar tala sínu máli. Enjoy. 

Hér má sjá skaflinn á veginum í dag, æskilegra var að keyra utanvegur.


Hér er Stína á Jarli frá Árgerði en þau eru á veginum, á meðan Birgir stendur með Gangster uppi á skaflinum 

Stína og Jarl frá Árgerði við skaflinn


Endum þetta á einni mynd af þeim vinum, Sindra og Skunda :)

21.03.2014 18:39

Snyrtistofan

Yfirleitt getum við státað okkur af veðursæld hér í Litla-Garði, hér er með eindæmum snjólétt en síðustu tvo daga hefur ekki sést út úr augunum. En þá er bara að dunda með hrossin inni í skemmu, járna og skipta faxi. Var sett upp snyrtistofa í dag og var Biggi ekkert smá kátur að hafa 3 kellur í verkið :)

Fórum líka aðeins að kíkja til veðurs, Allir kátir að fá smá snjó :)21.03.2014 18:35

vetrartíð

20.03.2014 20:23

Síðbúnar fréttir af ísmóti

Sælir kæru lesendur.
Það hefur verið frekar lítið um fréttir hjá okkur þar sem að ný heimasíða er í vinnslu og hefur það því miður komið niður á þessari en þetta stendur nú allt til bóta. Hér í Litla-Garði gengur lífið sitt vanagang, mikið riðið út og ótrúlega margt af spennandi hrossum á öllum stigum tamningar.
Biggi ákvað að bregða sér af bæ seinustu helgi og taka þátt í ísmóti á Leirutjörn, enda kærkomið að geta farið á útimót þar sem að reiðhallasýningar tröllríða öllu svona yfir háveturinn :) Hann fór með tvær hryssur á mótið. Fyrst skal nefna Skerplu frá Brekku sem er verulega flott hryssa í eigu Magnúsar Jósefssonar í Steinnesi. Hún er viljug, hágeng alhliðahryssa með mikið fas sem getur gengið hvort heldur sem er í íþrótta eða gæðingakeppni. Fór Biggi með hana í töltið og höfnuðu þau í 2. sæti með einkunnina 6,75 úr forkeppni. Flottur árangur þar sem hún er nú að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni.
Hin hryssan var Sigurdís frá Árgerði en hana fór Biggi með í 100 m flugskeið og báru þau sigur úr bítum með tímann 8,86. Þess má geta að Sigurdís var á ísmóti á Dalvík í febrúar og þá var tíminn 8,65. Verulega lofandi skeiðhryssa á ferð og spurning hvort komin sé staðgengill fyrir Blakk frá Árgerði, sem mörgum er kunnugur fyrir vasklega framgöngu í skeiði síðustu 15 ár. 


Þangað til næst, lifið heil :)


Skerpla frá Brekku í 2. sæti
Skerpla frá Brekku

  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 4103
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 771400
Samtals gestir: 50595
Tölur uppfærðar: 3.3.2024 00:36:43