Færslur: 2013 Nóvember

24.11.2013 11:31

Gullmerki

Nú um daginn var uppskeruhátíð Léttis haldin með glæsibrag. Magni var sæmdur gullmerki Léttis þar fyrir áratuga árgangur í ræktun hrossa. Biggi og Herdís tóku við því fyrir hann en hann átti ekki heimangengt. Magni er þakklátur þessum heiður og látum við fylgja nokkrar nýlegar og gamlar myndir af Magna sem er 83 ára í ár.


Mynd tekin 2007 þegar Árgerði var ræktunarbú ársins á svæði HEÞ og var einnig tilnefnt á landsvísu


Magni á áttræðisafmælinu að prufukeyra eina af gjöfunum :)


Á Snældu sinni á LM2002 - Snælda 4ra vetra


Á Olgu frá Árgerði út í Grímsey en þar var haldið skeiðmót


15.11.2013 11:47

Ungviðið

Erum með nokkur mjög flott tryppi undan Gangster til sölu, það sem byrjað er að temja undan honum lofar allt virkilega góðu. Mjög geðgóð, hreyfingarfalleg og skemmtileg í tamningu þannig að það er alveg óhætt að skoða þessi hér:


Mjög sperrtur og flottur foli undan Tývu frá Árgerði (m. Kveikja frá Árgerði 1.v f. Tývar frá Kjartansstöðum)


Mikið faxprúður og lofandi stóðhestur á fjórða undan klárhryssunni Græju frá Árgerði sem er m.a móðir Vonar frá Árgerði sem hlaut fyrir hæfileika 8.60 og 8.39 í aðaleinkunn


Glæsifoli fæddur 2013 undan Kjarnadótturinni Hremmsu frá Litla-Garði sem hlaut m.a 9.0 fyrir frampart, kom gullfallegur af fjalli í haustGlæsir frá Árgerði f.2012 - stórglæsilegur foli undan klárhryssunni og Feykisdótturinni Svölu frá Árgerði

  • 1
Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1082
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 867986
Samtals gestir: 60016
Tölur uppfærðar: 24.5.2024 01:52:03