Færslur: 2011 Febrúar

28.02.2011 20:20

Ístölt Austurlands

Lífið gengur ávallt sinn vanagang, veturinn svona kemur og fer.... Dásamlegt reiðfæri inn á milli og svo kemur þýðan og allt breytist í drullu! En svona er víst að búa á Íslandi! 

Hins vegar eru reiðhallir auðvitað komnar á annan hvern bæ á Íslandi og alls staðar eru innanhúsmót á fullu og eins hefur verið nógu kalt til að vötn eru frosin og Ístöltin farin að geysa allar helgar. 

Fyrsta stóra Ísmótið var síðastliðna helgi á Egilsstöðum, nánar tiltekið á Móavatni við Tjarnarland. Skelltu Ásdís og Biggi sér þangað með feðgana Tristan og Hvin. Gekk það þrælvel og þeir voru nr. 2 og 3 í A-flokki bæði inn í úrslit og út. 

Hvinur var nr.2 eftir forkeppni með 8.52 í einkunn og hélt því sæti í úrslitum með 8.58Tristan var nr.3 inn í úrslit með 8.50 í einkunn og hélt því sæti einnig í úrslitum með 8.53. Eyfirðingurinn Lúlli Matt sigraði á hinum glæsilega Tý frá Litla-Dal. Fjórir efstu í A-flokki - Sjá má fleiri myndir HÉR en myndasmiðir eru Anja Kokoschka og Hafrún Eiríksdóttir og þökkum við þeim kærlega fyrir!

Af tamningarstöðinni er gott að frétta. Á húsi eru að jafnaði um 38 hross og þar af 25-30 í kynbótaþjálfun. Verknámið hjá Önnu Sonju gengur vel og verður prófið um miðjan mars. 

Kynning á hrossi úr húsinu: 

Evelyn frá Litla-Garði er falleg grá hryssa á sjötta vetur. Hún er klárhryssa undan Hrym frá Hofi og Elvu frá Árgerði og er því systir Hvins frá Litla-Garði sem er hér fyrir ofan. Hún tók þátt í sinni fyrstu keppni um daginn í KEA-mótaröðinni og gekk það ágætlega, virkilega lofandi hryssa sem bætir sig dag hvern. Eigandi Evelyn eru Herdís og Biggi!Á döfinni er heilmargt, næstu helgi er Ís-Landsmótið á Svínavatni og stefnum við líklegast þangað. Helgina þar á eftir er svo Ísmót á Mývatni og Áskorendamót Riddaranna á Sauðárkróki sama dag ;) 


18.02.2011 17:58

Uppfærð sölusíða

Jæja, þá er sölusíðan loksins komin í lag :)

Búin að bæta inn fjórum nýjum spennandi hrossum og er von á fleirum á næstu dögum. Endilega kíkið á það. Sem dæmi má nefna geldinginn og Tristanssoninn Glóðar frá Árgerði sem er albróðir 1.v hryssunnar Glettingar frá Árgerði. Gríðar virkjamikill og skemmtilegur hestur sem á helling inni. Frábært tækifæri til að eignast flottan fimmgangshest!Glóðar frá Árgerði í léttri sveiflu. Klikkið HÉR til að skoða hann betur, einnig VIDEO af honum.

Einnig Mónalísa frá Tyrfingsstöðum:


Framundan er Bautatölt á laugardaginn komandi og ætla einhverjir af heimilinu að smella sér þangað. Eins ákváðu Biggi og Ásdís að skella sér á reiðnámskeið með Sölva Sig um helgina og verður það bæði laugardag og sunnudag. Svo heldur KEA mótaröðin áfram í næstu viku og er þá tölt og stefna að sjálfsögðu allir þangað!

Einnig ætla ég að byrja á kynningu á hestum sem við erum með í húsinu. Fyrstur var aðaltöffarinn hann Gangster frá Árgerði hér fyrir neðan og ef ég held áfram í stóðhestunum er næstur

Kolbakur frá Hrafnsstöðum IS2005166638
Kolbakur er undan Hrafnssyninum Forseta frá Vorsabæ sem hefur verið að skila flottum hrossum. Móðirin heitir Katla frá Múla 1 og er hún undan Anga frá Laugarvatni og hefur hlotið hina vafasömu einkunn 7.99 í aðaleinkunn. Smelltum af honum kyrrstöðumyndum í vikunni og koma myndir í reið síðar.Kolbakur er góður alhliða hestur með allar gangtegundirnar góðar. Mjög gott geðslag. Stefnt er með hann í dóm í vor en hann er ósýndur.

11.02.2011 00:09

The one and only GANGSTER

EIgum einn stórefnilegan töffara í húsinu sem heitir því magnaða nafni Gangster frá Árgerði.
Er hann undan gæðingamóðurinni Glæðu frá Árgerði og Hágangi frá Narfastöðum.

Stendur þessi foli fyllilega undir nafni og er mikill gaur. Virkilega skemmtilegur hestur sem batnar dag hvern. Hann er fæddur 2006 og er graður. Myndirnar tala sínu máli:


Hér má sjá nokkrar myndir í viðbót

08.02.2011 22:58

Ísfjörið dásamlega

Ahhh þá byrjar það allra allra besta við veturinn, að ríða á ÍS!!! Fyrsta ísmótið hér fyrir norðan verður á sunnudaginn komandi ef veðurguðirnir lofa og ætlum við að smella okkur þangað. 
Reyndar eru mótin að byrja af krafti núna og það þarf að vera á tánum ef á að fylgja straumnum. 
Var ferðin reyndar einnig til að taka æfingarrúnt í Top Reiter höllinni fyrir fyrsta mótið í KEA mótaröðinni næstkomandi fimmudagskvöld en við stóðumst ekki mátið að máta ísinn aðeins líka. 


Gæðingurinn og stóðhesturinn Tristan frá Árgerði er að komast í form.


Aðalkeppnishesturinn hennar Ásdísar er Hvinur frá Litla-Garði sonur Tristans. 


Anna Sonja tók sinn alfyrsta íssprett á hryssunni Hrafntinnu frá Kálfagerði sem er hennar keppnishross en hún er undan Biskup frá Saurbæ (Gustssyni frá Hóli). 


Tamningar ganga eins og í sögu á tamningarstöðinni og eru um 40 hross á járnum og langflest eru þau sem stefnt er með í kynbótadóm. Verknámið hjá Önnu gengur þrælvel og er frumtamningarferlið hálfnað núna. Tryppin sem hún er með eru undan Ódysseif frá Möðrufelli (2 stykki), Stormi frá Efri-Rauðalæk, Stíganda frá Leysingjastöðum og Spæni frá Hafrafellstungu. 

Ef ég tel upp þá hesta sem eiga afkvæmi í húsinu hjá okkur auk tryppanna hennar Önnu þá á Tristan þau flest, svo eru þau undan Hágangi Narfastöðum, Forseta Vorsabæ, Þóroddi frá Þóroddsstöðum, Parker frá Sólheimum, Kjarna Árgerði, Kiljan Árgerði, Tígli Gýgjarhóli, Töfra Selfossi, Glym Árgerði, Akk Brautarholti, Flygli Vestri-Leirárgörðum, Hrym Hofi, Goða Þóroddsstöðum, Hryllingi Vallanesi, Andvara Ey, Eldjárn Tjaldhólum, Þyt Neðra-Seli, Þorsta Garði og fleiri og fleiri. 

Í vikunni er stefnt að því að taka rykk á sölusíðunni og koma henni í flott stand. So keep tuned :) 

Með kveðju úr sveitinni... 
  • 1
Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1967
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 822043
Samtals gestir: 54768
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 00:46:34