Færslur: 2010 Febrúar

28.02.2010 11:04

KEA mótaröðin

Vísir frá Árgerði og Biggi síðastliðinn fimmtudag.

Fyrstu tvær umferðirnar eru nú búnar í KEA mótaröðinni. Fór Biggi með Dyn í töltið og gekk það ágætlega þó, enn þó ekki inn í úrslit.  Síðasta fimmtudag var svo fjórgangurinn. Fékk Biggi Vísi frá Árgerði að láni hjá Nönnu. Komust þeir beint inn í a-úrslit með einkunni 6.13. Úrslitin voru spennandi  og enduðu Ásdís og Biggi jöfn í 4-5. var dregið og endaði Biggi því í 5.sæti með einkunnina 6.40.


A-úrslit

Kveðjur frá Litla-Garði & Árgerði


22.02.2010 17:50

Tryppin fara efnilega að stað.

Góðan daginn.

Búið er að vera lengi í íhugun að fara taka myndavélina með út og smella nokkrum myndum af þeim hrossum sem við höfum á húsi hjá okkur núna.  Það eru ótrúlega mörg skemmtileg og spennandi hross inni sem gaman verður að sjá afraksturinn af eftir veturinn.


Hér er mynd af hryssu á 4. vetur undan Kiljan frá Árgerði.    Er hún í eigu Kára Fanndals og Berglindar Káradóttir og lofar hún mjög góðu. Allur gangur er laus og rosa skemmtilegar hreyfingar. Hún er það fyrsta sem er tamið undan Kiljan og sýnist okkur að hann ætli að skila góðu frá sér.
(smellið á myndina til að sjá fleiri myndir)


Hér er mynd af hestagullinu Litlu-Jörp frá Árgerði sem er á 4.vetur. Hún er undan Snældu yngri frá Árgerði og Goða frá Þóroddsstöðum. Er allur gangur laus  og minnir hún ótrúlega mikið á móður sína.
(smellið á myndina til að sjá fleirir myndir)



Hér er enn ein efnileg unghryssa sem er í tamningu hjá okkur. Nn frá Rifkelsstöðum, hún er undan Blesu frá Rifkelsstöðum og Kormák frá Flugumýri. Þessi er á 5.vetur, stór og falleg efnileg klárhryssa.
(smellið á myndina til að sjá fleiri myndir)

 

Ný tamningarkona er komin til aðstoðar í Litla-Garði. Lára Magnúsdóttir heitir hún og kemur úr Hornafirðinum.

Hér er hún á 4.vetra stóðhestinum Gangster frá Árgerði sem lofar mjög svo góðu.


Hér situr hún Senjor frá Árgerði.

Biggi hefur verið að fara með Dyn frá Árgerði á töltkeppnir og bætir hann sig með hverju mótinu og er markmiðið að fara þjálfa hann sem töltara.

Dynur og Biggi á KEA mótaröðinni síðastliðinn fimmtudag.

Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði.

  • 1
Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 556
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1299727
Samtals gestir: 82126
Tölur uppfærðar: 7.12.2024 03:48:58