Færslur: 2011 Nóvember

28.11.2011 13:03

Vetrarharkan mætt

Þá er desember alveg að detta í garð og Vetur konungur ákvað að hætta þessum aumingjaskap og láta okkur Íslendingana aðeins finna fyrir því að búa á hjara veraldar. Er þá alveg gráupplagt að vinna í að uppfæra síðuna okkar en hún er jú unnin með metnaði og áhuga á að gera hana eins frábæra og unnt er. Erum við að vinna í að setja gömlu mögnuðu ræktunarhryssurnar inn með þeim sem ganga enn á grænni jörð í dag, en þær eru margar hverjar ættmæður flestra hrossanna okkar í dag. Þónokkur heiðursverðlaunin hafa dottið í hlut Árgerðishrossa í gegnum árin og eru þau hross langt í frá öll með sinn heiðursstað á þessari annars ágætu síðu. Stefnan er að bæta úr því, eins eru aðrir mætir gæðingar sem unnu sér stað í hjörtum okkar með öðrum störfum en kynbótum, en geldingarnir hafa nú verið margir magnaðir gegnum árin og er verið að vinna í sérstakri síðu fyrir þá.

Also for you english readers, newspage in english will start today and every news and other things will appear there. Hope you haven´t lost your patience on waiting for this to happen. Perhaps there also will be news in german if asked for. Just let us know please :)

En þrjár mætahryssur hafa fengið sína síðu núþegar hér en það eru þær Nótt frá Árgerði, Irpa frá Árgerði og Hekla frá Árgerði.

Tamningarnar ganga sinn vanagang og erum við með mjög fjölbreyttan og spennandi hóp tryppa í tamningu. Verður gaman að vinsa úr þessu og velja hvað skal vera inni í vetur og hvað ekki en hæglega væri hægt að hafa þau mörg.

Ætla að enda þessa frétt á einni gamalli mynd:



Hafþór Magni á tveimur mögnuðum hryssum. Sú fyrri heitir Mollý frá Árgerði f.´89 og er undan Ófeigi frá Hvanneyri og Fjólu frá Árgerði (systir Elvu frá Árgerði). Þessi hryssa var frábært reiðhross og hlaut m.a 8.7 fyrir tölt í kynbótadómi. Var seld og er nú í Þýskalandi.

Seinni hryssan heitir Toppa frá Kristsnesi f.´91 og var hún lengi vel hjá okkur í þjálfun og bara í láni, en hún var frábært reiðhross. Hún er undan Snældu-Blesa frá Árgerði og Tá frá Höskuldsstöðum. Hún var sýnd með 7.81 í aðaleinkunn. Hún er nú ræktunarhryssa í Kristnesi og hennar hæst dæmda er Hespa frá Kristnesi undan Blæ Torfunesi sem hlaut 8.14 fyrir hæfileika í sumar og þar af 9.0 fyrir skeið.

22.11.2011 20:58

Folöldin

Jæja þá er búið að skíra öll folöld fædd 2011 og skila inn folaldaskýrslu.


Þessi fallega dama heitir í höfuðið á ömmustelpu Herdísar og Bigga - Viktoría frá Árgerði

Svo eru fleiri falleg, flott og nokkur mjög óvenjuleg nöfn :) Myndir fylgja flestum folöldum sem og ættir og dómar á bak við þau. Einnig eru þau sem til sölu eru tilgreind þarna sem og þau sem eru seld.

Hér má sjá Árgang 2011 frá Litla-Garði og Árgerði

21.11.2011 01:24

Haustfréttir

Jæja þá fer nú að líða á seinni hluta haustsins.

Veðurblíðan er búin að vera með ólíkindum undanfarið en aðeins er farið að kólna held ég, vindurinn farinn að blása á ný með tilheyrandi kælingu. Verið er að skila inn folaldaskýrslu núna og detta folöld fædd 2011 þá inn í Worldfeng og munum við þá uppfæra sölusíðuna með þau folöld sem eru enn til sölu en eitthvað hefur selst af þeim nú þegar.

EInnig hefur verið aðeins hreyfing í sölumálum reið og keppnishesta núna en Strengur frá Grundarfirði er hestur sem rataði ekki einu sinni inn á sölusíðuna en hann Björgvin okkar vinnumaðurinn frá því í sumar hefur keypt hann sem tilvonandi keppnishest en Strengur (eða Hrafnar frá Grundarfirði eftir nafnabreytingu) er undan Stíganda frá Leysingjastöðum og er 7.v gamall. Eigum því miður ekki mynd af honum en óskum Björgvini velfarnaðar með þennan skemmtilega hest í framtíðinni.

Einnig er draumafjölskyldu og reiðhesturinn Rudolf búinn að skipta um eiganda en Gerður Aradóttir á Egilsstöðum hefur fest kaup á honum og óskum við henni til hamingju með það :)



Einnig höfum við verið aðeins í framkvæmdum fyrir veturinn samhliða tamningunum og er risin ný hnakkageymsla ásamt fleiru. Teknar verða myndir af því og kemur það næst :)

15.11.2011 20:16

Allt og ekkert ... **



Síðasta laugardag voru allar folaldshryssurnar í Litla-Garði reknar frá Melgerði þar sem vetrarhaginn er og á Melgerðismela. Þar er gott að eiga við þær, flokka og gefa ormalyf. Einnig voru öll folöldin 15 örmerkt og gekk þetta allt saman eins og í sögu. Björgvin vinnumaður sumarsins kom og hjálpaði okkur. Myndin hér fyrir ofan var tekin er verið var að reka þær til baka.


Veðrið var alveg frábært eins og það hefur verið upp á síðkastið, ótrúlega hlýtt og stillt. Hér fer Björgvin fyrir hópnum á snillingnum Stormi frá Árgerði.


Þessi sæti foli er til sölu, móðirin er Hremmsa frá Litla-Garði og faðir Tristan frá Árgerði.

En HÉR má sjá fleiri flottar myndir frá þessum degi.

Á Laugardagskvöldin var svo Uppskeruhátíð Léttis og Funa og skelltu sér allir þangað. Ásdís keppti fyrir Létti á árinu og var tilnefnd Knapi ársins þar og svo var Björgvin tilnefndur sem efnilegasti knapi ársins. Svo fór að Björgvin fór heim hlaðinn verðlaunagripum og óskum við honum innilega til hamingju með það :) Baldvin Ari Guðlaugsson var svo kjörinn Knapi ársins og óskum við honum innilega til hamingju með það einnig.


09.11.2011 23:48

Nýr söluhestur :)

Rudolf frá Litla-Garði

Frábær fjölskylduhestur, gegnheilt og frábært geðslag sem felur ekkert... What you see is what you get ! Undan tveimur æðislega geðgóðum hrossum sem hafa ekki klikkað hingað til með gott geðslag allavega hér hjá okkur!

Sjáið hér allar upplýsingar um hann Rudolf kallinn:

  • 1
Flettingar í dag: 592
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 5168
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1129342
Samtals gestir: 76147
Tölur uppfærðar: 17.9.2024 11:26:27