Færslur: 2017 Mars

04.03.2017 11:53

Smá fréttaskot úr dalnum djúpa.




Sælir kæru lesendur.

 
Þó að sum verkefnin séu óvenjuleg um þessar mundir eru önnur sem vera ber. Tamningarstöðin er á fullum snúning og erum við með þrjá vaska tamningamenn að störfum. Ásamt Bigga stýrir Magnús Ingi skútunni með glæsibrag.
Carlien og Kerstin eru hjálparkokkarnir sem er ekki lítils virði. 
 
30 hestar eru á húsi og er það í bland við okkar ræktun sem og annarra.
 
Ég (Herdís) er búin að sitja fyrir knöpum á reiðtúrum með
 myndavélina að vopni.
Ætla ég að sýna ykkur hvað varð á vegi mínum. 



Hér er Biggi á Bergrós frá Litla-Garði. Hún er undan Hóf frá Varmalæk og Sunnu frá Árgerði.




Bergrós er hágeng fjórgangshryssa með afskaplega ljúfa lund.


Hér er ein efnileg hryssa sem heitir Fjöður frá Litla-Garði.


Fjöður er undan Gígjari frá Auðholtshjáleigu og Væntingu frá Ási 1


Fjöður er stór, myndarleg og virkilega lofandi hryssa sem verður sex vetra í vor.


Magnús Ingi situr hestinn Stíg frá Litla-Garði. Stígur er undan Tristan frá Árgerði og Tvístjörnu frá Árgerði.

      Stígur er stórmyndarlegur hestur á sjötta vetur með fallegar hreyfingar og góða fótalyftu.


Magnús og Stígur í góðum gír :)




Hér er Kerstin á hryssunni Sól frá Árgerði. Sól er undan Blæ frá Hrafnagili og Sylgju (Snældu-Blesadóttur) frá Árgerði. 


Efnileg og skemmtileg alhliðahryssa.


 Carlien situr hestinn sinn Gloríus frá Litla-Garði. 


Gloríus er undan Ágústínus frá Melaleiti og Gloríu frá Árgerði. Hann er á sjötta vetur og er er algjör gimsteinn, auðveldur, með háa fótlyftu og gott ganglag.


Hér er Biggi komin á Óðinn frá Árgerði sem er undan Óm frá Kvistum og Snældu frá Árgerði.


Þessi hestur hefur allt við sig, miklar fótahreyfingar, geðslag og gangskil frábær. Hann verður sex vetra í vor.

Þessi foli er mikið efni í fimmgangs keppnishest.



Hér er spennandi stóðhestefni á ferð, Víkingur frá Árgerði undan Kiljan frá Steinnesi og Snældu frá Árgerði. 


Víkingur er á fimmta vetur. 

Ég ætla að láta þetta duga í bili en verð með framhaldsfrétt mjög fljótlega þar sem að einblínt verður á nokkur ung Gangsters afkvæmi.

Bestu kveðjur úr Litla-Garði






























  • 1
Flettingar í dag: 1295
Gestir í dag: 160
Flettingar í gær: 1286
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 788074
Samtals gestir: 52348
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:47:35