Færslur: 2013 Maí
29.05.2013 20:29
Unghryssa til sölu
Snekkja frá Árgerði
IS2010265667 Snekkja frá Árgerði
F. Þóroddur frá Þóroddsstöðum: Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi/honor price stallion for offsprings
Total score: 8.74
F.F: Oddur frá Selfossi: Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi/honor price stallion for offsprings
Total score 8.48
F.M: Hlökk frá Laugarvatni: 8.10
M. Snælda frá Árgerði: 8.31
M.F: Orri frá Þúfu: Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi/honor price stallion for offsprings
Total score: 8.34
M.M: Blika frá Árgerði: Total score 8.35
Snekkja er til sölu, frábærlega vel ættuð unghryssa.
Snekkja is for sale, talented young mare with a great bloodline.
Kynbótamat/BLUP
Höfuð | 106 | Tölt | 110 | |||
Háls/Herðar/Bógar | 101 | Brokk | 105 | |||
Bak og lend | 109 | Skeið | 122 | |||
Samræmi | 106 | Stökk | 106 | |||
Fótagerð | 106 | Vilji og geðslag | 116 | |||
Réttleiki | 98 | Fegurð í reið | 113 | |||
Hófar | 111 | Fet | 102 | |||
Prúðleiki | 106 | Hæfileikar | 119 | |||
Sköpulag | 111 | Hægt tölt | 108 | |||
Aðaleinkunn | 120 |
Snekkja is a delicate and beautiful mare. She´s totally black and has a good main and tail.
Skrifað af asdishelga
21.05.2013 15:43
Fyrsta folaldið og Farsæll !!
Jæja fyrsta folaldið fædd í Litla-Garði. Var þá vel við hæfi að mynda 4.v albróður folaldsins og birta færslu um þau saman. Systkini þessi eru undan tveimur hrossum í okkar eigu, þeim Gangster frá Árgerði og Sónötu frá Litla-Hóli
Byrjum á lítilli dömu sem heilsaði heiminum í nótt eða morgun, rauðskjótt (þó um það megi deila ;)) En sokkótt á öllum fjórum, með smástjörnu og lítinn hvítan blett á annarri síðunni.
Næstur er það stóri bróðir, Farsæll frá Litla-Garði en hann er úr fyrsta árganginum sem taminn er undan Gangster. Hann er sameign okkar og Magnúsar Inga sem vann hjá okkur fyrir nokkrum árum. Magnús tamdi hestinn framan af vetri og er hann nýlega kominn norður í paradísina ;) stefnt er með hann í dóm í vor ef allt gengur eftir.
Var haft eftir bóndanum að annað eins fjögurra vetra tryppi hafi hann varla setið á, krafturinn og viljinn frábær, fullt af rými og allur gangur laflaus og vandamálalaus. Ekki til sjónhræðsla sem er vanmetinn kostur að okkar mati. Hlakkar okkur gríðarlega til að kíkja í fleiri afkvæmi Gangsters á komandi árum en hann virðist ekki vera síður kynbótahestur en gæðingur sjálfur.
Skrifað af asdishelga
12.05.2013 21:22
Ungviðið ..
Rákum heim tryppahópinn núna í vikunni og auðvitað var notað tækifærið og myndað svoldið. Þessar þrjár eru sparispari uppáhalds, allar fæddar 2011, sú gráa lengst til vinstri er sigurvegari folaldsýningar Náttfara í fyrra Sprengja frá Árgerði, glæsihryssa undan Kiljan frá Árgerði og Svölu frá Árgerði. Í miðjunni er Dalía Sif frá Árgerði undan Óm frá Kvistum og Von frá Árgerði og sú lengst til hægri er Ópera frá Litla-Garði einnig undan Óm frá Kvistum og Melodíu frá Árgerði
Ópera frá Litla-Garði
Sprengja frá Árgerði
Viktoría frá Árgerði f. 2011 f. Kapall frá Kommu m. Kveikja frá Árgerði
Rósinkranz frá Litla-Garði f. 2011 f. Gangster frá Árgerði m. Sunna frá Árgerði
Snekkja frá Árgerði f. 2010 f. Þóroddur frá Þóroddsstöðum m. Snælda frá Árgerði
Krúttur
Sauðburðurinn er rúmlega hálfnaður hér, hérna eru tvær kasóléttar sem bíða spenntar eftir lömbunum sínum :)
Svo sannarlega vor í lofti
Skrifað af asdishelga
10.05.2013 11:52
Vor vor vor vor vor
Nú er vorið sko sannarlega að koma
Rekstrar eru u.þ,b vikulegur partur af þjálfunarstarfseminni okkar allt árið um kring, nema kannski á haustin. Á vorin verður þessi partur alltaf ennþá skemmtilegri því hrossin fá alltaf öll að fara saman út á tún bæði fyrir og eftir
Skrifað af asdishelga
07.05.2013 22:05
Til sölu ..
Alltaf er nóg til af söluhrossum, bæði tömdum og ungum tryppum og munu nýjar myndir af söluhrossum tínast hér inn á næstunni.
Sú sem kynna skal núna er hin hágenga Gloppa frá Litla-Garði IS2007265657
Gloppa er verulega skemmtileg hryssa, geðgóð og auðveld með góðan vilja, ásækin en spennulaus. Hún er alhliða en með óhreyft skeið enn sem komið er. Grunngangtegundirnar eru mjög góðar, fetið alveg úrvalsgott, brokkið öruggt með góðum fótaburði og stökkið einnig gott. Töltið er gott og fer þessi hryssa síbatnandi dag frá degi nú þegar glittir í vorið. Gloppa er snotur, meðalstór og ágætlega prúð á fax og tagl.
Gloppa is a really fun mare to ride, nice temprament with good power but no tension. Her walk is extremely good, trot secure beated with high movements and the gallop good too. She´s a fivegaited mare but has been trained as a fourgaiter. Her tolt is good with high movements and she is always improving herself.
Höfuð | 104 | Tölt | 105 | |||
Háls/Herðar/Bógar | 106 | Brokk | 103 | |||
Bak og lend | 102 | Skeið | 101 | |||
Samræmi | 110 | Stökk | 105 | |||
Fótagerð | 96 | Vilji og geðslag | 103 | |||
Réttleiki | 95 | Fegurð í reið | 108 | |||
Hófar | 103 | Fet | 99 | |||
Prúðleiki | 86 | Hæfileikar | 105 | |||
Sköpulag | 104 | Hægt tölt | 108 | |||
Aðaleinkunn | 106 |
Faðir Gloppu er hinn frábæri gæðingur Glymur frá Árgerði sem yfirgaf landið fyrir nokkrum árum og fór til Danmerkur þar sem hann féll frá langt fyrir aldur fram. Glymur var úrvals góður hestur, og hlaut hann háan dóm. Virðist hann erfa vel frá sér frábært geðslag, samvinnuþýð hross, opinn gang og háan fótaburð. Móðir Gloppu er dóttir Topps frá Eyjólfsstöðum og heitir Toppa frá Egilsstaðabæ. Toppa er sýnd með 7.62 í aðaleinkunn en hún hlaut 8.0 fyrir tölt, hægt tölt, stökk, vilja og fegurð, aðeins 5.5 fyrir skeið þannig að flokkast nánast sem klárhryssa.
Gloppa´s father was the amazing horse, Glymur from Árgerði that left Iceland few years ago to Danmark where he passed away way too young. Glymur was a really good horse and he recieved high scores. He seem´s to give a great temprament, easy going horses, open and easy gaits og high movements. Gloppa´s mother is daughter of Toppur from Eyjólfsstaðir and her name is Toppa frá Egilsstaðabæ. Toppa has been evalueted with total score of 7.62 and she got 8.0 for tolt, slow tempo tolt, gallop, spirit and form under rider and only 5.5 for pace so she´s almost a four gaiter.
Ásett verð fyrir Gloppu er 800.000 kr ISK/Price for Gloppu is 5250 Euro
Skrifað af asdishelga
07.05.2013 13:34
Fyrsta kynbótasýning ársins afstaðin ..
Jæja, þá fer sumarið eða öllu heldur vorið að koma. Þó svo að veðurguðirnir séu fastir á því að halda vetri á lofti þá eru kynbótasýningarnar alltaf vorboði og ég tala nú ekki um lömbin litlu sem eru farin að týnast í heiminn. Sem betur fer reyndar á ekki að koma folald hjá okkur fyrr en í fyrsta lagi um miðjan maí og vonandi aðeins seinna :)
En það var semsagt kynbótasýning á Sauðárkróki í vikunni sem leið og fór Biggi þangað með 3 hross. Tvær hryssur í fullnaðardóm og einn stóðhest í byggingardóm. Það gekk vel og varð niðurstaðan þessi:
Kolbrá frá Kálfagerði f. 2005 undan Glampa Vatnsleysu í eigu Kálfagerðisfjölskyldunnar hækkaði dóm sinn bæði fyrir byggingu og hæfileika og kom út með 8.10 í aðaleinkunn, byggingin hljómaði upp á 8.07(8.5 fyrir háls/herðar/bóga) og hæfileikaeinkunn upp á 8.12 (8.5 fyrir tölt, skeið, vilja/geðslag).
Kolbrá og Biggi á króknum - Mynd fengin af www.fax.is
Hin hryssan var einnig frá Kálfagerði og í eigu þeirra hjóna þar. Hún heitir Köllun frá Kálfagerði f. 2007 og undan Bjarma frá Lundum. Köllun hlaut 7.96 fyrir byggingu og 7.68 fyrir hæfileika og 7.79 í aðaleinkunn. Prýðis hryssa sem á helling inni enn.
Köllun og Biggi, Köllun hlaut 8.0 fyrir skeið
Þriðja hrossið sem farið var með var stóðhesturinn Hreinn frá Litla-Dal f.2009 og hlaut hann 8.00 fyrir byggingu.
Helgina þar á undan var stórsýningin Tekið til kostanna og var farið á hana með nokkrar hryssur, Karen frá Árgerði og Skerplu frá Brekku í alhliða hryssur og Emilíönu frá Litla-Garði í klárhryssur og stóðu þær sig ljómandi vel. EInnig fór Sigurdís frá Árgerði í skeiðið og hlaut þar fína tíma.
Eins og áður sagði er sauðburðurinn kominn á skrið og u.þ.b þriðjungur kindanna hér borinn en þær eru rétt undir 30 talsins. Vorið lætur bíða eftir sér þó svo að við kvörtum ekki hér fremra miðað við annars staðar hér í grenndinni þar sem allt er enn á bólakafi.
Skrifað af asdishelga
- 1
Flettingar í dag: 608
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 5168
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1129358
Samtals gestir: 76148
Tölur uppfærðar: 17.9.2024 11:47:51