21.05.2013 15:43

Fyrsta folaldið og Farsæll !!

Jæja fyrsta folaldið fædd í Litla-Garði. Var þá vel við hæfi að mynda 4.v albróður folaldsins og birta færslu um þau saman. Systkini þessi eru undan tveimur hrossum í okkar eigu, þeim Gangster frá Árgerði og Sónötu frá Litla-Hóli

Byrjum á lítilli dömu sem heilsaði heiminum í nótt eða morgun, rauðskjótt (þó um það megi deila ;)) En sokkótt á öllum fjórum, með smástjörnu og lítinn hvítan blett á annarri síðunni. 







Næstur er það stóri bróðir, Farsæll frá Litla-Garði en hann er úr fyrsta árganginum sem taminn er undan Gangster. Hann er sameign okkar og Magnúsar Inga sem vann hjá okkur fyrir nokkrum árum. Magnús tamdi hestinn framan af vetri og er hann nýlega kominn norður í paradísina ;) stefnt er með hann í dóm í vor ef allt gengur eftir. 









Var haft eftir bóndanum að annað eins fjögurra vetra tryppi hafi hann varla setið á, krafturinn og viljinn frábær, fullt af rými og allur gangur laflaus og vandamálalaus. Ekki til sjónhræðsla sem er vanmetinn kostur að okkar mati. Hlakkar okkur gríðarlega til að kíkja í fleiri afkvæmi Gangsters á komandi árum en hann virðist ekki vera síður kynbótahestur en gæðingur sjálfur. 
Flettingar í dag: 926
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 612
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 814415
Samtals gestir: 53780
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 23:19:08