Færslur: 2012 Nóvember

13.11.2012 06:03

Haustfréttir

Jæja gott fólk

Tíminn líður heldur betur áfram og hefur vetur konungur heldur betur látið vita af sér þetta haustið. Kindurnar okkar skiluðu sér allar af fjalli sem og öll hrossin feit og pattaraleg.

Tvö hross hafa fengið nýja eigendur í haust en Hlín Christane Mainka Jóhannesdóttir hefur keypt Tristanssoninn Glóðar frá Árgerði og munu þau spreyta sig saman á þriðja árinu á Hólum og Lasse Grönberg okkar keypti hryssuna Aríu frá Árgerði. Hún verður þó á Íslandi um sinn en Lasse er búsettur í Danmörku. Óskum við innilega til hamingju með nýju hrossin sín.

Enn er þó nokkur hross til sölu, vel ættaðir og skemmtilegir ungfolar eru heima við og til sölu á sanngjörnu verði.

Undir hross til sölu munuð þið finna veturgamla fola undan Blæ frá Torfunesi, Kiljan frá Árgerði, Gangster frá Árgerði o.fl :)

Við erum einnig á facebook með síðu :) https://www.facebook.com/#!/pages/Litli-Gar%C3%B0ur-ehf-Hrossar%C3%A6ktarb%C3%BA-og-tamningarst%C3%B6%C3%B0/213371568709889


 

  • 1
Flettingar í dag: 283
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 766
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 690214
Samtals gestir: 45166
Tölur uppfærðar: 11.12.2023 13:09:34