Færslur: 2012 Febrúar

26.02.2012 11:24

Jarlinn

Jæja þá erum við loksins búin að dusta rykið aðeins af myndavélinni :)

Þá er hægt að setja inn skemmtilegar fréttir á ný ... Ekkert gaman af fréttum með engum nýjum myndum .. Ekki satt ? ;)
Fyrstur á dagskrá var Jarl frá Árgerði, stóðhestur á fimmta sem lofar góðu. Hann er annað afkvæmi hinnar frábæru Snældu frá Árgerði, Orra og Blikudóttur og faðirinn er Tígull frá Gýgjarhóli.


Jarlinn er stórmyndarlegur foli


Heilmikill töltari





Stefnt er að sjálfsögðu með Jarl í kynbótadóm í vor.

17.02.2012 21:57

Vetrarharka ..

Þá er febrúar hálfnaður og hafa veðurguðirinir alveg leyft okkur að vita af veðrinu síðustu vikur, það er búið að vera vindur nánast stanslaust frá áramótum .. Hitastigið rokkar með þannig að það skiptist á að vera snjóbylur með vindinum eða rigning .. Dásamlegt alveg hreint !

En nóg komið af væli, tamningarnar ganga stórvel og látum við ekki veðrið hafa mikið áhrif á það starf, hesthúsið smekkfullt og verulega skemmtilegur hópur nú í flestalla staði :)
Eins eru vetrarmótin eitthvað byrjuð og verða verulega þétt langt fram á vorið í gangi.

Eins er vetrurinn oft tími lærdóms og von um framfarir í reiðmennsku og þjálfun hjá fólki og eru því námkeið af ýmsum toga í boði, hestamannafélagið Funi býður upp á námskeið með reiðkennararnum Agli Þórarinssyni.. Mjög skemmtilegt tækifæri á að auka við þekkingu sína og færni:

eiðnámskeið - Egill Þórarinsson

Helgina 25 - 26 febrúar verður reiðnámskeið með Agli Þórarinssyni að Melaskjóli. Námskeiðið verður á formi einkakennslu og verður kennt 2 x 40 min. bæði á laugardeginum og sunnudeginum. Egill hefur áratugareynslu af reiðkennslu bæði hér heima og erlendis ásamt því að vera margreyndur keppnis- og sýningarknapi. Aðeins 10 - 12 manns komast á námskeiðið.

Mynd er fengin af facebooksíðu Egils

  • Skráningarfrestur er miðvikudagurinn 22. febrúar til kl. 18:00
  • Skráning er á netfangið [email protected]
  • Verð 10.000 kr. á mannin
  • Nægt pláss í hesthúsinu
Fyrstur kemur fyrstur fær !! :)

Keppnirnar hlaðast inn næstu vikur eins og áður sagði og verða því fréttirnar fleiri og vonandi nýjar flottar myndir með.
  • 1
Flettingar í dag: 1082
Gestir í dag: 148
Flettingar í gær: 1286
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 787861
Samtals gestir: 52336
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 06:15:12