Færslur: 2015 Júlí

06.07.2015 19:22

FM 2015




Sælir kæru lesendur.

 Þá erum við komin heim af Fjórðungsmóti Austurlands og var virkilega gaman að dvelja þar í nokkra daga í dásamlega fallegu umhverfi. 



Sáum þessi flottu hreindýr á Völlunum.



Vel var að mótinu staðið, aðstaða og aðbúnaður við hestahólf og tjaldsvæði til fyrirmyndar og greinilegt að Freyfaxamenn lögðu sig alla fram við að gera mótið sem glæsilegast.


Eina sem hægt var að setja út á var völlurinn sjálfur en hann batnaði þó eftir því sem leið á mótið. Starfsmenn mótsins lögðu sig fram við að valta hann og bleyta þar sem að hann reyndist of laus og var það einhverjum af yngri kynbótahrossunum dýrkeypt og skiluðu sér ekki allar tölur í hús hjá okkur og fleirum. 

Við erum nú orðin svo gömul og lífsreynd að við kippum okkur ekkert upp við það og stígum sátt frá borði af fjórðungsmóti Austurlands og þökkum kærlega fyrir okkur og óskum heimamönnum til hamingju með vel heppnað mót.




Sindri Snær fór með Tón frá Litla-Garði í barnaflokk og stóðu þeir félagar sig vel.



Þeir voru efstir eftir forkeppni en enduðu í öðru sæti í úrslitunum.



Gömlu fygjast spennt með barnaflokknum :)






Félagarnir Sindri og Kristján hafa áður skipst á efstu sætum og  hafði Kristján betur í þetta skiptið :) Það hefur nú ekki áhrif á þessa kappa og skelltu þeir sér í fótbolta bæði fyrir og eftir keppni, mætti fullorðna fólkið taka þennan flotta íþróttaanda til fyrirmyndar.



Eldborg frá Litla-Garði var á FM 2015. Hún náði ekki að sýna full afköst að þessu sinni enda voru það kannski óraunhæfar kröfur þar sem að hún er búin að vera í þjálfunarpásu vegna fósturvísaflutninga. Gleðifréttir fengum við síðan á laugardagsmorgun frá vini okkar Inga á Dýrfinnastöðum að gjörningurinn hafði heppnast, Eldborg verður að vonum "mamma" á næsta ári en staðgöngumóðir gengur með fylið. Að sjálfsögðu er Gangsterinn pabbinn :)

 
Vakti hún mikla athygli þessi stórmyndarlega 5 vetra hryssa. 



Höfðu kynbótadómarar orð á því að gaman yrði að fylgjast með henni í framtíðinni og hlökkuðu til að sjá hana á LM að Hólum í Hjaltadal. Það verður ekkert leiðinlegt að hafa hana á húsi í vetur.




Biggi sýndi Dögun frá Akureyri og hækkaði hún fyrri hæfileikadóm sinn og er komin  í 8,41, þar af 9 fyrir tölt og fegurð í reið.



Óskum við eigendum innilega til hamingju með frábæra hryssu.


Feikiflott hryssa.




Jóhanna skellti sér með Eldbrá, Gangstersdótturina sína á FM 2015 og þreytti frumraun sína á kynbótabrautinni.


Glæsilegar stöllur.



Mannlífið var skemmtilegt á FM og vorum við svo heppin að njóta góðs af ættingjum austanlands.



 Pabbi Herdísar, Ármann Magnússon, og hans kona Erla Jónasard, voru okkur innan handar og útveguðu okkur flotta aðstöðu á ættar óðalinu Tunghaga, færðu okkur rjómapönnsur á mótstað og dekruðu við okkur. 



Erla langflottust í brekkunni :)



Einnig bættist í hópinn Nanna Lind og Darri og var þá orðið vel partýfært :)



Vel sátt saman :)



Brekkusöngurinn var færður inn í tjald og mættu þessi galvösk. 
Jóhanna, Nanna, Darri, og Jacob



Darri og Sindri klárir í slaginn.


Látum þetta duga í bili.

Sæl að sinni.



  • 1
Flettingar í dag: 534
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 5168
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1129284
Samtals gestir: 76134
Tölur uppfærðar: 17.9.2024 10:20:38