Færslur: 2015 Apríl

22.04.2015 13:44

Eldborgin frumsýnd.

Sælir kæru lesendur.


Nýafstaðin helgi var vel heppnuð og skemmtileg hjá Norðlenskum  hestamönnum.

Fákar og fjör sú stórskemmtilega sýning var á föstudagskvöldinu og tókst hún í heildina mjög vel.

Litla-Garðsbúið var með ræktunarbússýningu, Biggi var þar að auki með hross í þremur öðrum atriðum og vorum við svo heppin að fá sendar myndir frá Lindu Ulbricht af þremur hrossum sem að Biggi var með á sýningunni.


Eldborgin frumsýnd.


Myndirnar eru af Eldborgu frá Litla-Garði 5 vetra hryssu sem er undan stóðhestinum okkar, Kiljan frá Árgerði. Hún tók þátt ræktunarbússýningunni  og er óhætt að segja að hún hafi vakið þó nokkra athygli.


 Eldborg er mikill efniviður næm og sjálfberandi, og má til gamans geta að stærra hross höfum við aldrei átt.


Eldborg er stór og myndarleg og verður flugvökur líkt og faðir hennar. Hún er sammæðra fyrstu verðlauna hryssunni  Mirru frá Litla-Garði og svipar að mörgu leyti til hennar.Hér má sjá gæðinginn Arnar frá Útgörðum en hann var í klárhestasýningu.

 


Aldís frá Krossum tók að sjálfssögðu þátt og olli engum vonbrigðum. Biggi fór með Sigurdísi frá Árgerði í skeiðið en það var með því sniði að lögreglan radarmældi og sá fljótasti vann.

Fór það svo að Sigurdís og Biggi mældust á mesta hraðanum eða á 43 km hraða og unnu með glæsibrag. Hvellurinn var slíkur á Sigurdís og Bigga að það náðist ekki að festa þau á filmu :)


Litla-Garðs búið bauð gestum heim á laugardeginum og komu ríflega 50 gestir í heimsókn.


 Virkilega skemmtileg helgi í Eyjafirðinum þar sem að hver stórviðburðurinn rak annan og sex ræktunarbú á svæðinu sótt heim.


Spjallað og spekulerað.


Eldborg vildi fá að vera með.Þjóðlegar kaffiveitingar í boði fyrir gesti þar sem áherslan var lögð á heimatilbúðið og íslenskt. 

Þangað til næst.

 Góðar kveðjur.

14.04.2015 20:58

Nordic horsefestival.


Nordic horsefestival.

Kynning fyrir Norðlensku hestaveisluna n.k. laugardag. Lagt af stað frá Akureyri kl 10:30.


Gangster frá Árgerði.

Hrossaræktarbúið Litli-Garður er í Eyjafjarðarsveit um 23 km sunnan við Akureyri. Í Litla-Garði búa Herdís Ármannsdóttir og Stefán Birgir Stefánsson og eiga þau 3 börn Hafþór Magna, Nönnu Lind og Sindra Snæ en einungis Sindri Snær er enn í hreiðrinu.

Segja má að ræktunin þeirra sé gamalgróin því nánast allar ræktunarhryssurnar eru frá Árgerði í Eyjafirði en rúmlega 50 ár eru síðan að Magni Kjartansson og Þórdís Sigurðardóttir hófu þar ræktun. 
Herdís er uppalin í Árgerði og eru þessi bú rekin að hluta til sem eitt.
Í dag er hægt að rekja allar ættir Litla-Garðshrossanna til Snældu (4154) frá Árgerði en hún stóð efst í flokki hryssna 6 vetra og eldri á Landsmótinu Skógarhólum 1978 . Á LM á Vindheimamelum 1990 hlaut hún heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Í dag er því ættbogi hennar orðin gríðarstór.
Í Litla-Garði fæðast 7 til 9 folöld á ári. Mikil áhersla er lögð á gott geðslag, fótahá og falleg hross með góðum gangskilum. Eru hross Litla-Garðhjóna ýmist kennd við Litla-Garð eða Árgerði. 
Hafa mörg afburðagóð kynbóta og keppnishross komið frá búunum á liðnum árum. Nýjasta stjarna og flaggskip búanna er Gangster frá Árgerði (a.e. 8,63).
Í Litla-Garði er rekin tamningarstöð allt árið um kring með tveimur tamningarmönnum auk Stefán Birgis. Hann sér um allar tamningar og sýningar fyrir búin, auk þess sem fjöldi aðkomuhrossa er alltaf í tamningu og þjálfun. Í Litla-Garði eru 30 einhesta stíur.
Litli-Garður hlaut titilinn ræktunarbú ársins 2014 hjá HEÞ. 


Mirra frá Litla-Garði.


The breeding farm Litli-Garður is situated in the beautiful Eyjafjöður-fjord 23 km south of Akureyri. There are living Herdís Ármannsdóttir and Stefán Birgir Stefánsson. They own 3 children, Hafþór Magni, Nanna Lind and Sindri Snær. Sindri Snær is the only one living still at home with his parents.
Their breeding line is long-established and almost all breeding mares are from Árgerði situated next to Litli-Garður in Eyjafjöður-fjord. In Árgerði Magni Kjartansson and Þórdís Sigurðardóttir are breeding Icelandic Horses since 50 years. Herdís grew up in Árgerði and todays the breeding farms Litli-Garður and Árgerði partly run as one. The horses out of the breeding from Herdís and Stefán Birgir are called both from Litla-Garði and from Árgerði.
Today it is possible to follow the pedigree of all breeding mares from Litli-Garður to Snælda (4154) frá Árgerði. She stood highest of the 6 year old and older mares at the Landsmót in Skógarhólar 1978. At the Landsmót in Vindheimarmélar 1990 Snælda got honor price for her offspring. Today she is still a big influence on the breeding line.
There are borne 7-9 foals a year in Litli-Garður. The goal is to breed beautiful horses with a good character, clear gaits and good conformation.
Last years there have been shown successful horses both in breeding and competition out of their breeding but the newest star is Gangster frá Árgerði with a total score of 8,63 in breeding evaluation.
Litli-Garður is not only a breeding farm but also a trainingstable all around the year with 30 single boxes. Here are working 2 horse trainers with Stefán Birgir. He is responsible for all training and showing of the horses from Litli-Garður/Árgerði and the training horses from costumers.
In 2014 Litli-Garður got the title breeding farm of the year from HEÞ.
Gangster og Biggi á góðri stund.Tónn frá Litla-Garði og Sindri SnærKiljan frá Árgerði og Stefán Birgir.


Tristan frá Árgerði og Stefán Birgir. 

13.04.2015 20:34

Ræktunin.


Sælir kæru lesendur.

 

Næst komandi helgi verður hlaðin hestatengdum viðburðum á Akureyri og í nærsveitum. Á föstudagskvöldinu verður stórsýningin Fákar og fjör og verður Litla-Garðsbúið með ræktunarbúsýningu þar.

Á laugardeginum verða ræktunarbú á svæðinu heimsótt og bjóðum við gesti hjartanlega velkomna í Litla-Garð.

Að lokum verður hin magnaða Stóðhestaveisla.

Helgin verður því skemmtileg og viðburðarrík og er mikilvægt fyrir norðlenska ræktendur að koma sinni ræktun á framfæri.


Markaðssetning er mikilvæg og reynum við því að vera dugleg að henda inn fréttum hér á síðuna og erum þakklát öllum þeim sem gefa sér tíma til að renna yfir síðuna.

 Er því við hæfi, lesendur góðir, að kynna fyrir ykkur þrjú bráðefnileg tryppi á fjórða vetur sem eru hér á húsi og eru úr ræktun Litla-Garðs og Árgerði.
Hér sjáið þið Óperu frá Árgerði undan Óm frá Kvistum og Melódíu frá Árgerði. 

Ópera sem í eigu Guðmundar og Helgu á Akureyri er eiginlega alveg með þetta allt sem við leitum efir og er það svo sem sammerkt með öllum þessum tryppum. Myndarleg, geðgóð, góð gangskil og afskaplega fljót að læra. Bara dásamlegt. 


Frábært ganglag strax í upphafi tamningar.


Næst er það bróðir hennar Óðinn frá Árgerði (stóðhestur á fjórða vetur) Hann er eins og Ópera, undan Óm frá Kvistum og Snældu frá Árgerði.


Pínu feiminn við myndatökumanninn en það truflaði hann samt ekkert á gangi, mikið framgrip og stórt skref hjá þessum bráðefnilega fola.


Hér er allt laflaust og mikil framhugsun. Mikill efnisgripur á ferð.


Síðasta fjögra vetra hrossið er Viktoría frá Árgerði. Hún er undan Kapal frá Kommu og Kveikju frá Árgerði og var hún hér á síðunni fyrir stuttu þar sem að hún læddist fyrir myndavélina :)


Þessi litfagra hryssa er bara æðisleg eins og reyndar hin tvö, frábært geðslag og gangupplag.Í lokin eru hér myndir af Arnari frá Útgörðum í eigu Birnu Björns. Stórglæsilegur töltari sem er hér í þjálfun.


Hver er nú ekki tilbúin að dilla sér á svona gæðing :)


Snilldin ein :)


Hlökkum til að sjá sem flesta næstu helgi

Kveðjur úr Djúpadalnum. 


  • 1
Flettingar í dag: 4015
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 771246
Samtals gestir: 50585
Tölur uppfærðar: 2.3.2024 23:49:53