Færslur: 2017 Október

15.10.2017 21:51

Túristahópar og réttir.


Komið þið sæl kæru lesendur.


Mynd tekin heima í Litla-Garði

Auk þess að vera með auka íbúðina okkar á leigumarkaði í sumar höfum við einnig verið að taka að okkur hópa í hestaferðir. 

Seinustu helgina í september og fyrstu helgina í okt fengum við til okkar tvo frábæra hópa fólks frá Austurríki og Þýskalandi. Okkur til halds og trausts er Höskuldur Aðalsteinsson sem búsettur er í Austurríki. Er þetta samstarfsverkefni hjá okkur og er þetta fjórði hópurinn sem við tökum á móti.



fremstir fara Höski og Biggi.


Er þetta virkilega gefandi og skemmtilegt og rauði þráðurinn er auðvitað Íslenski hesturinn í allri sinni dýrð. 
Það er virkilega gaman að fylgjast með fólki þegar komið er fram á dal í náin tengsl við náttúruna hvað það verður agndofa. Friðsældin og fegurðin í öllum sínum einfaldleika er stórkostleg upplifun. 

Markmið okkar í þessum ferðum er að hafa góða hesta, trausta töltara fyrir nokkuð vana reiðmenn. Góðan mat, skemmtilega upplifun og persónulegt viðmót. 


Fyrri hópurinn.

Læt nokkrar myndir fylgja með.






Lagt á og græjað sig af stað.


Síðan er það smá kennslustund í reiðskemmunni.


Allt orðið klárt.


þessi fallegi regnbogi mætti þeim síðan á heimleið úr dalnum.



þessi góði maður Kjartan frá Litla-Garði sá síðan um að keyra hópinn í Laufskálarétt.


 Rútan var vel merkt hjá Kjartani.  Litli-Garður/Árgerði Ræktunarbú.


Kolbeinsdalur.



 Á heimleið ( Siglufjarðarleið) úr Laufskálarétt,  


Eftir reiðtúrana var gott að slaka á í sundlauginni í Hrafnagili.



Sumir fóru að veiða í soðið meðan hinir riðu út :)



Seinni hópurinn.


Mæðgurnar.


Katý og Júlía.




 Gangnamenn komir að í Litla-Dal


 Stóðið kemur niður.


á melana. 

Síðan urðum við að borða vel og mikið :) Það sem verkefnið er orðið ansi stórt, fengum við kokka okkur til aðstoðar, en Hafþór (sonur okkar) og Bogga, (systir Herdísar) skiptu með sér helgunum.
Hér kemur smá sýnishorn af því sem í boði var.








Frábærar helgar að baki og 100% heimtur í hrossasmölun! 

Takk fyrir komuna kæru gestir, Höski, Hafþór og Bogga, þið eruð ómetanleg. 
Þangað til næst
Bestu kveðjur frá Litla-Garði 



13.10.2017 20:10

Hringvallagerð.


Sælir kæru lesendur. 





Fyrstu helgina í september réðumst við í hringvallagerð með hjálp góðra manna. Um er að ræða 250m hringvöll með beinni braut (skeiðbraut). 





Það voru ansi margir sem komu að þessu verki. Bræður Bigga, þeir Ingvi, Nonni og Doddi mættu galvaskir með sín tæki og tól. Sveinn Ingi í Syðra-Felli og Steini í Skjólgarði buðu fram krafta sína ásamt Tryggva í Hvassafelli sem mætti einnig með sitt úthald.  Ævar í Fellshlíð lagði síðan til traktor og vagn. Keyrt var á vörubíl frá Stebba í Teigi (pabba Bigga) og fjórum traktorum með sturtuvagna. 



Ingvi mætti síðan með gröfuna sína og sá um allann mokstur.




Flottur að vanda.




Mölina fengum við síðan hjá nágranna okkar og vini Ævari í Miklagarði. 


Jónas í Litla-Dal sá um alla hönnun og útreikninga og þurfti enga tölvu til, þetta er allt í kollinum.



Jónas og Stína í Litla-Dal að mæla út og spekúlera. 


                         Tryggvi í Hvassafelli mættur með sitt úthald.



Bræður skiptast á skoðunum :) 



Steini hress að vanda.



Sindri Snær að bjóða Svein Inga upp á hressingu.



Darri og Sindri týndu grjót ásamt Óla í Hvassafelli. 


Tveir grjótharðir Óli og Sindri. 



Gamli fylgdist síðan með klár á vaktinni ef eitthvað bilaði. 



Byrjað að hefla til. 




Hluti af úthaldinu.



Ánægð með verkið.



Gamli ekkert smá sáttur með dagsverkin.

 Ótrúleg afköst á einni helgi og má því þakka öllu þessu góða fólki sem kom og lagði hönd á plóg með einum eða öðrum hætti.

Hjartans þakkir fyrir hjálpina, hún er ómetanleg!



  • 1
Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 556
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1299670
Samtals gestir: 82122
Tölur uppfærðar: 7.12.2024 02:05:22