31.10.2011 20:34

Uppfærslur ýmiskonar

Góða kvöldið kæru lesendur

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir standa endurbætur og uppfærslur yfir á síðunni og er þetta tekið með langtíma"markmið" í huga fram yfir "skammtíma"markmið eins og allir sannir hestamenn gera. Hehe, hryssurnar hafa fengið Blup-in sín og afkvæma sinna inn á sína síðu, búið að bæta inn myndum á þær og þeim myndum sem til eru af tömdum og ekki tömdum afkvæmum. A.m.k nærri því öllum, ennþá í vinnslu. Einnig hef ég gramsað heilmikið í myndaalbúmum og ráðist á skannann með vígahug og skannað inn fullt af skemmtilegum myndum og mun hér opna fljótlega -
                                     
                                           ---- Gamlar og góðar minningar ----
                                                        Örfá sýnishorn:


Magni með Árvak (m. Blika f. Otur) 3ja vetra gamlan árið 1991


Þessi er síðan um 2001


Og þessi síðan í Teigi, tjah c.a ´97 eða svo, Biggi hér á hryssunni Snerpu.

En að allt öðru, ég mun auglýsa það þegar þessi skemmtilega síða mun opna með ítarlegum upplýsingum (eins ítarlegum og hægt er) með hverri og einni mynd og geta flestallir haft gaman af.

Biggi fór í hnéaðgerð um miðjan okt til að láta laga liðþófa sem höfðu böggað hann lengi vel. Sökum þess vorum við með lágmarks hrossafjölda á húsi í október, sér í lagi í tamningu, en tryppin okkar komu bara heim í byrjun okt. Því var tamningarstöðin í pásu og Ásdís tók sér síðbúið "sumarfrí" og hlóð aðeins batteríin fyrir næstu törn og um miðjan mánuðinn var hafist handa á ný og 20,okt hófust frumtamningarnar. Erum m.a með undan nokkur undan Tristan og Glym frá Árgerði, Hrímni frá Ósi, Gýgjari frá Auðsholtshjáleigu, Hóf frá Varmalæk, Smára frá Skagaströnd o.fl. Ganga þær mjög vel en hér eru þau tryppi í eigu Litla-Garðs hjóna og Árgerðis hjóna sem eru nú í tamningu:


Glymra frá Litla-Garði f. 2008
F. Glymur frá Árgerði
M: Sónata frá Litla-Hóli
Eigendur: Biggi og Herdís


Bergrós frá Litla-Garði f. 2008
F: Hófur frá Varmalæk
M: Sunna frá Árgerði
Eigandi: Hafþór Magni Sólmundsson


Spyrna frá Árgerði f. 2007
F. Tristan frá Árgerði
M. Hrefna frá Árgerði
Eigandi: Magni og Dísa


Nn (Tindur :) ) frá Árgerði f. 2008
F. Glymur frá Árgerði
M. Hrefna frá Árgerði
Eigandi: Biggi og Herdís


Glaumur frá Árgerði f. 2008 - Graður
F. Smári frá Skagaströnd
M. Glæða frá Árgerði
Eigandi: Magni og Dísa


Garpur frá Árgerði f. 2007
F. Glymur frá Árgerði
M. Birta frá Árgerði
Eigandi: Biggi og Herdís
TIL SÖLU - SANNGJARNT VERÐ !! Mikið efni í keppnishest, reiðfær og frábærlega geðgóður


Orka frá Ytra-Dalsgerði - Þessi er undan Tristan og í tamningu frá Ingu í Ytra-Dalsgerði. Stór og virkkilega falleg hryssa.

Nokkur pláss laus í frumtamningu í nóvember. Endilega hafið samband við Bigga í s. 8961249 eða Ásdísi ef ekki næst í Bigga í s. 8679522


Gangster, Tristan og Jarl eru ásamt Kiljan á sér höfðingjatúni :) Oftar en ekki mikið stuð hjá þeim
Flettingar í dag: 128
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 308
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 2363651
Samtals gestir: 279237
Tölur uppfærðar: 10.7.2020 07:17:09