06.10.2011 22:00

HaustiðJæja þá er haustið skollið á með sinni árvissu "lægð" í sýningar og keppnishaldi. Guði sé lof fyrir svona pásur, yrði ansi leiðigjarnt allt árið um kring. Hins vegar eru haustin blómatími sölu og notar fólk þá gjarnan tímann til að finna draumahestinn til að eiga á komandi ári eða komandi árum.Réttirnar eru búnar og flestallt féð er komið heim :) Alltaf gaman af þessum ullarhnoðrum.Mónalísa frá Tyrfingsstöðum er að komast í gott form á ný og kemur fljótlega inn nýjar myndir og video. Hún er á söluskránni. Verð: 300.000 kr

Við erum eins og er með fullt af alls kyns söluhrossum og ætlum á næstu tveim vikum c.a að uppfæra sölusíðuna. Í millitíðinni eru þau hross sem enn eru þar inni til einnig í trimmi hjá okkur. Reiðhestar og reiðhryssur, ungviði og allt upp í keppnis og kynbótahross.

Einnig er búið að sóna frá stóðhestunum og kom það vel út, Tristan með mjög góða útkomu, allar fylfullar nema ein held ég og eins hjá Gangster.

Tíbrá frá Litla-Garði Kiljansdóttir 5.v er nú fylfull að sínu fyrsta folaldi og að eigandans ósk voru teknar lokamyndir af henni áður en dregið var undan henni og má sjá þær í myndaalbúminu undir Hross í Þjálfun og einnig er myndin hér að ofan af henni.


Tíbrá frá Litla-Garði september 2011

Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 196
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 2300052
Samtals gestir: 270641
Tölur uppfærðar: 27.2.2020 17:50:03