11.07.2011 19:24

Sól og sumar :)))

Jæja þá er löngu kominn tími á færslu og fréttir frá okkur í dalnum !

Kynbótasýningarnar gengu ágætlega en okkur þótti sem fleirum frekar hart tekið á sumum hrossum, allavega ósköp á sem fengu að njóta vafans ... Þurfi að strita fyrir hverri eins og svosem oft á Landsmótsárum.

Við sýndum 13 hross samtals og fórum leikar svo :

Hrafntinnu frá Kálfagerði Biskupsdóttir í eigu Huldu og Gústa Kálfagerði
Klárhryssa með 8.5 fyrir tölt, brokk, og vilja
B: 7.68 H: 7.73 A: 7.71


Fífu frá Hólum Tristansdóttir í eigu Karls á Hólum
B: 7.96 H: 7.92(8.5 f. skeið) A: 7.94


Ruslana frá Grund Hryllingsdóttir í eigu Sævars Páls
 B: 7.79 H: 7.40 A: 7.56


Rakel frá Árgerði Þóroddsdóttir í eigu Magna Árgerði
B: 7.76 H: 7.38 A: 7.53


Díva frá Steinnesi Gammsdóttir í eigu Magnúsar Steinnesi
B: 7.81 H:7.66 A: 7.72


Kvika frá Glæsibæ Stælsdóttir í eigu Ríkharðs Glæsibæ
Klárhryssa B:7.59 H: 7.43 A: 7.50


Gleymérei frá Fagranesi Galsadóttir í eigu Camillu Fagranesi
Klárhryssa B: 7.91 H: 7.20 A: 7.43

Súla frá Hrafnsstöðum eigum við ekki mynd af: Undan Penna frá Kirkjubæ og í eigu Flosa Hrafnsstöðum B: 7.59 H: 7.68 A: 7.64


Kolbakur frá Hrafnsstöðum Forsetasonur í eigu Flosa Hrafnsstöðum
B: 7.98 H: 7.55 A. 7.72


Gletting frá Árgerði Tristansdóttir í eigu Magna Árgerði
8.5 fyrir tölt, h.tölt, brokk, stökk, vilja/geðslag og fegurð í reið og 7.0 fyrir skeið og einnig 8.5 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi.
B: 7.94 H: 8.22  A: 8.11


Perla frá Syðra-Brekkukoti Stælsdóttir í eigu Maríu Jensen
Klárhryssa: B: 7.72 H: 7.46 A: 7.57


Rökkvadís frá Kjartansstaðakoti Rökkvadóttir í eigu Hafsteins Lúðvíkssonar
B: 7.78 H: 8.01 A: 7.92 8.5 fyrir skeið og vilja/geðslag


Gangster frá Árgerði náði Landsmótslágmörkum með aðaleinkunnina 8.15 - meira um hann síðar.

Þvínæst kom úrtaka fyrir Landsmót og var undirbúningstíminn fyrir það akkúrat enginn, Nanna fór með Vísi en hann krossstökk og því miður komst hún ekki inn. Biggi fór með Tristan og komst inn með hann í A-flokk og fór einnig með Glettingu í B-flokk en hún hafði hlaupið þessa braut alla vikuna á undan og hefði verið gott að undirbúa þetta betur en gengur betur næst.
Ásdís fór með Hvin í A-flokk fyrir Létti og var varahestur eftir ágætis sýningu með 8.29 með alveg ónýtt fet :( hefði þurft að setja upp prógramið betur. Einnig skrapp hún með Perlu frá Syðra-Brekkukoti í hennar fyrstu keppni og annað sinn á hringvöll á ævinni og kom hún heldur betur á óvart. Endaði með 8.30 í einkunn og ótrúlega nálægt því að vera inni á Landsmóti, verulega spennandi klárhryssa þar á ferð, mjög hágeng og rúm.

Biggi og Tristan unnu hylli dómaranna á tölti og brokki og var mjög hár fyrir þær gangtegundir.


Hvinur og Ásdís í A-flokki - Hvinur hefur aldrei áður verið skemmtilegri og er sívaxandi gæðingur!

Vantar myndir bæði af Nönnu og Vísi og Perlu á Ásdísi.

Næst á dagskrá var svo Landsmót og var alveg ótrúlega margt sem þurfti að græja fyrir það að allt var bókstaflega á útopnu að undirbúa... Það er nú helst ástæðan fyrir að þessi frétt kemur svo seint.

En Landsmótið var alveg frábært! Frekar kalt fyrstu dagana og kvefuðumst við öll með tölu í þessari viku. En það var alveg þess virði.


Ásdís og Hvinur voru á undan í rásröðinni og voru strax í öðru holli. Gekk alveg ágætlega í flesta staði og enduðum við með 8.33 og rétt utan við milliriðil en feikna sterkir hestar voru í A-flokknum


Tristan er hér á æfingu á vellinum. Honum gekk ágætlega alveg, var þó ekki alveg sama um umstangið allt á vellinum og fór aðeins í baklás en gerði alla hluti vel og var aðeins annar fyrir utan milliriðil með einkunnina 8.37.


Skeiðaði flott !!

Sigurvegari í okkar flokki var svo Ómur frá Kvistum sem var hér í Miðgerði síðastliðið sumar og eigum við undan honum þrjú flott folöld :)


Stóðhestsefni undan Snældu frá Árgerði með BLUP: 123


Flott bleik hryssa undan 1.v ófeigsdótturinni Melodíu frá Árgerði - TIL SÖLU !! BLUP: 118


Og augasteinninn hennar Ásdísar undan Von frá Árgerði - Dalía Sif frá Árgerði BLUP: 120

Gangster var svo sýndur í 5.v flokkinum og hækkaði hæfileikaeinkunnina í 8.20 og aðaleinkunnina í 8.16. Sýndi m.a skeið í yfirlitinu upp á 6.5 en þessi hestur á ótrúlega mikið inni og á eftir að koma mjög sterkur inn á næsta ári.


Grilli pilli pill - Bogga var allan tímann með okkur þarna :) yndisleg kona


Hafþór og Heiður komu svo á miðvikudeginum og rétt náðu í rassgatið á kuldanum :) en uppfrá fimmtudegi fóru allir að verða sólbrúnir :)

Vorum við með tjaldbúðir þarna og hópuðust skemmtilegt fólk kringum okkur :) Bara gaman af þessu öllu saman !!

Sjá má fleiri myndir frá Landsmóti HÉR

Núna er heyskapur eins og enginn sé morgundagurinn og milli 30 og 40 hross á járnum :) Normal og frjálsleg mót fara að hrúgast inn og best er að trimma fyrir þau líka :)

Erum með sumarstarfsmann sem heitir Björgvin Helgason og er hann hjá okkur hálfan daginn, þrælduglegur og seigur strákur sem við erum mjög ánægð með. Stel hér mynd af facebook síðunni hans til að sýna ykkur :)



Svo er fullt af verulega fallegum og vel ættuðum folöldum til sölu á sanngjörnu verði hjá okkur HÉRNA. Alveg frjálst er að koma með tilboð í þau þó sett séu verðmiðar við myndirnar hjá þeim.


Meðal annars þessi gullfallegi og stóri hestur sem er m.a bróðir keppnishestsins Vísis frá Árgerði og undan hinum stórefnilega Jarli frá Árgerði.


Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1780
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 813057
Samtals gestir: 53534
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 08:42:55