26.04.2016 19:27

Kiljan á leið úr landi.



Stóðhesturinn Kiljan frá Árgerði er á leið úr landi. Framtíðarheimilið hans verður í Austurríki og mun hann fara út næstkomandi haust. 



Kiljan frá Árgerði. Knapi Ásdís Helga Sigursteinsdóttir


Er það því síðasti séns að nota þennan flotta kynbótahest. 





Þekktasta afkvæmi Kiljans er hin stórglæsilega Eldborg frá Litla-Garði sem er nú þegar orðin mörgum kunn. Eldborg hefur hlotið 8,04 í sköpulag, 8,44 í hæfileika þ.a. 9,5 fyrir hægt tölt, 9 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið A.e. 8,29 fimm vetra gömul.

Læt fylgja hér með myndir af þremur afkvæmum Kiljans sem eru okkur fædd.




Eldborg frá Litla-Garði á Fákar og fjör 2016. 


Glæðir frá Árgerði upprennandi keppnishestur sem á eftir að gera góða hluti í brautinni seinna meir.


Tíbrá frá Litla-Garði viljug og næm alhliðahryssa.


Sem áður segir verður Kiljan til afnota í Litla-Garði þetta seinasta sumar hans á Íslandi. 

Upplýsingar í s. 896-1249 Biggi [email protected]



25.04.2016 20:57

Í minningu Magna



Komið þið sæl kæru vinir og takk fyrir síðast.




Það er langt um liðið síðan síðast, það er samt sem áður búið að vera allt á fullu hér í Litla-Garði í vetur. Biggi var einn framan af vetri en um miðjan mars mætti Jenny Karlsson okkar til leiks, en hún var einmitt að frumtemja hér í haust. Stuttu síðar kom Klara Ólafsdóttir en hún er hér í verknámi hjá okkur frá Hólaskóla. 
Það lifnaði heldur betur yfir bónda að fá svona góðar tamningakonur með sér, því þá var hægt að taka ennþá meira inn af öllum efniviðnum sem er hér um allar jarðir.


Hér eru mörg gríðarlega efnileg tryppi en ég ætla að gera þeim betri skil á næstu dögum. 

Um liðna helgi var sýningin Fákar og fjör og mættum við þar til leiks með tvö atriði.



Það voru drottningarnar og systurnar Eldborg og Mirra frá Litla-Garði sem svifu um höllina og heilluðu gesti.

Sviphreinar systur, knaparnir ekki sem verstir :)

 Það var Biggi sem sýndi Eldborgu og Ásdís okkar skellti sér á Mirru.


Eldborg í stuði.


Ásdís og Mirra í léttri sveiflu.


Þær geta sko líka skeiðað:)



Hitt atriðið var okkur mjög hjartfólgið en það bar nafnið " Í minningu Magna" . 


Í minningu Magna!


Þar komu fram hinar ungu og efnilegu Ómsdætur, Dalía Sif frá Árgerði ( M. Von frá Árgerði) eigandi og knapi Ásdís Helga Sigursteinsd og Ópera frá Litla-Garði (M. Melodía frá Árgerði) knapi og eigandi Guðmundur Karl Tryggvason.


Flottar 5 vetra Ómsdætur.



Dalía Sif frá Árgerði og Ásdís Helga.


Þá fylgdu þær einnig með systurnar Eldborg frá Litla-Garði (Kiljansdóttir frá Árgerði ) og Mirra frá Litla-Garði (Glymsdóttir frá Árgerði). Þær eru undan Væntingu frá Ási 1.


Eldborg og Biggi.


Var einhver að tala um fótaburð? :)


Þetta er í genunum :)


Gústi og Mirra í sveiflu.


Systur eru sérstakar!



Biggi var á Eldborg og Gústaf Ásgeir Hinriksson var svo góður að tilla sér á Mirru. Þökkum við honum sem og Ásdísi og Gumma kærlega fyrir hjálpina.




Vorum við svo lánsöm að fá aðsendar myndir frá sýningunni. Bjarney Anna Þórsdóttir, Andrea Hjaltadóttir og Jenny Karlsson, kærar þakkir fyrir dásemdarmyndir, nú er bara að njóta :)

Við komum svo með nýjar fréttir um næstu helgi.

Bless í bili :)


01.01.2016 21:17

Annáll 2015


Sælir kæru lesendur!

 Um leið og við óskum ykkur gleðilegs nýs ár með kærri þökk fyrir það liðna, ætlum við að líta um öxl og fara yfir liðið ár.


Árið 2015 var okkur Litla-Garðs fjölskyldunni gott. Við vorum heppin með starfsfólk, en hjá okkur voru í byrjun árs þær Jóhanna Schultz og síðar kom Lena Höller.

Lena fór  til sinna heimahaga, Austurríkis í vor og var þá búin að heillast af einni Gangstersdóttirinni sem var í eigu Siggu og Kalla í Hólum að hún tók hana með sér út.


Lena og Gangstersdóttirin Orka frá Hólum.  Hún hlaut 7,79 í byggingu, upp undir fyrstu verðlaun fyrir hæfileika eða 7,98 a.e 7,91  

Jóhanna "sem er menntaður reiðkennari frá Hólum" hélt áfram hjá okkur í sumar og við bættist Jakob kærastinn hennar sem var núbúin að ljúka sínu fyrsta ári á Hólum. Hann er einnig járningarmeistari og létti það einnig mikið undir. Jóhanna var búin að tryggja sér eina Gangstersdóttir Eldbrá frá Litla-Garði og Jakob nældi sér í Tind frá Árgerði, en þessi hross fluttu þau með sér til Hollands með haustinu. 


Eldbrá frá Litla-Garði og Jóhanna 


Lucienne Niederquell kom einnig í sumar og var hjá okkur smá tíma, og tók hún einnig með sér heim hana Emilíönu frá Litla-Garði og ósk um við eigendum innilega til hamingju og velfarnaðar með gæðingana á nýjum slóðum.

Skilaði þetta úrvals starfsfólk okkur góðu verki og er ekki amarlegt að halda áfram með þeirra góða innlegg í hrossunum.

Biggi sýndi 7 hryssur í fullnaðardóm þetta árið og fóru 5 þeirra í fyrstu verðlaun.

Það var Gangstersdóttirin Eldbrá frá Litla-Garði (sjá mynd að ofan) í eigu Jóhönnu Schultz  fór beint í fyrstu verðlaun í fyrsta kasti. Hæfileikar 8,28 sköpulag 7,78 A,e 8,08



Augnakonfektið Aldís frá Krossum hlaut í sköpulag 7,90, í hæfileika 8,08   Ae 8,01


Dögun frá Akureyri í eigu Erlings Guðmundssonar Akureyri smellti sér einnig yfir í fyrstu verðlaun. Hún hlaut í sköpulag 7,88 , í hæfileika, 8,41, Ae. 8,20

Dögun frá Akureyri


Síðan var það Kvika frá Árgerði í eigu Dísu í Árgerði. Kvika hlaut 8,06 fyrir byggingu 8,08 fyrir hæfileika ae 8,07. Kvika er undan Blæ frá Hesti og Nös frá Árgerði.


Kvika frá Árgerði


Síðust en ekki síst er það Kiljansdóttirin okkar hún Eldborg frá Litla-Garði.


Hún er undan Kiljan frá Árgerði og Væntingu frá Ási 1. Þessi fimm vetra skutla fékk í byggingu 8,06, hæfileika 8,44 A.e. 8,29 þar af 9 fyrir samræmi, vilja og geðslag, fegurð í reið, og 9,5 fyrir hægt tölt :) Til gamans má geta að Eldborg er áttunda hæðst dæmda fimm vetra hryssan árið 2015. 



Fjórðungsmót Austurlands var haldið um mánaðarmótin júní/júli á Stekkhólma. Fórum við með allmörg hross þangað og gekk það nokkuð vel en vallaraðstæður voru yngri kynbótahrossunum okkar ekki hagstæðar þar sem að völlurinn var of þungur, og náðu þau því ekki öll að skila fullum afköstum. Eldri hrossin komu betur út og hækkaði til að mynda Dögun frá Akureyri sig vel og fór í 8,41 fyrir hæfileika. 



Sindri Snær og Tónn skiluðu sínu vel, voru efstir eftir forkeppni í barnaflokki eftir frábæra sýningu, en höfnuðu í öðru sæti í úrslitum eftir hörku keppni. Áttum við góða daga á Héraði og þökkum Freyfaxamönnum fyrir glæsilegt mót. 

Allmörg hross skiptu um eigendur á árinu og ætlum við ekki að tíunda það hér frekar en að stóðhesturinn Kiljan frá Árgerði var seldur í sumar.



 Kiljan fer til Austurríkis næstkomandi haust og ætlum við Litla-Garðsbændur að vera dugleg að nota hann næsta sumar því hann hefur verið að skila okkur virkilega spennandi tryppum. Þekktust afkvæma hans er líklegast hin rísandi stjarna Eldborg frá Litla-Garði sem að er nú þegar orðin mörgum kunn einungis 5 vetra gömul.


Síðast liðið sumar fæddust 10 folöld. Þau eru undan Loka frá Selfossi, Gangster frá Árgerði, Kiljan frá Árgerði, Sæ frá Bakkakoti og Hróð frá Refstað.

 

Hér er ein mesta vonarstjarna húsbóndans Glitnir frá Litla-Garði undan Gangster og Mirru frá Litla-Garði. 


Við ákáðum að uppfæra okkur aðeins þetta árið og fórum með systurnar Mirru og Eldborg í fósturvísaflutninga í Dýrfinnastaði. Tókst það með ágætum og eignast þær folöld næsta vor með aðstoð staðgöngumæðra.


 Mirra frá Litla-Garði


Þær verða hins vegar sjálfar í sviðsljósinu og eiga að öllum vonum eftir að kynna okkar ræktun vel næsta árið. Móðir þeirra hún Væting fór hins vegar aftur undir Kiljan og nú er að sjá hvort við getum búið til aðra eins Eldborg. 


Nýjasta djásnið okkar hún Gullborg undan Væntingu og Gangster.


Í haust  komu Jenny Carlsson og Eydís Anna og aðstoðuðu Bigga við frumtamningarnar.

Biggi er nú ekki morgunlatur maður að eðlisfari, en þetta haustið var hann einstaklega glaður og spenntur að vakna og byrja daginn.

Ástæðan var býsna stór árgangur af Gangsters afkvæmum og sem ræktandi er auðvitað mest gaman að sjá hvernig ræktunin skilar sér áfram.

 

 Tenór 3. v. Gangsterssonur M. Sónata frá Litla-Hóli

Umsögn Bigga um tryppin!

Þetta er fyrsti árgangurinn undan Gangster sem taminn er undan sýndum mæðrum. Það hefur verið einstaklega gaman að frumtemja þennan hóp en þau þau eiga það sammerkt að vera sérstaklega geðgóð, næm og skynsöm. 

 

Öll fóru þau um á brokki til að byrja með en opnuðu mjög fljótt inn á töltið sem er takthreint með alvöru skrefi og sýna frábæra reiðhestshæfileika.

 

Gangster er búin að hafa það náðugt í ár enda kannski búin að kynna sig nóg í bili. Hann kom einungis fram á reiðhallarsýningu vesturlands Borgarfirði, en þar í nágrenninu á Arnbjörgum á Mýrum eyddi hann sumrinu ásamt fullt af glæsihryssum. Fyljunarprósentan var frábær, eða 99 %.

 

Næsta sumar eigum við von á 10 folöldum en þau eru undan Stegg frá Hrísdal, Gangster frá Árgerði, Kiljan frá Árgerði, Tristan frá Árgerði, Korg frá Ingólfshvoli og Arð frá Brautarholti. Fórum einnig með eina hryssu undir frá Kjark frá Skriðu en það tókst ekki í þetta skiptið.

 


 Gengin er til feðra sinna einn mikilvirkasti hrossaræktandi landsins Magni Kjartansson 85 ára að aldri. Hann hefur um langt skeið verið í fremstu röð hrossaræktanda heimsins en frá honum hafa komið ófá afrekshrossin ritar Óðinn Örn Jóhannsson í nýjasta Eiðfaxablaðinu.

 

já þann 30 nóvember kvaddi Magni okkar í Árgerði þessa jarðvist. Kveðjum við hann með þakklæti og með söknuð í hjarta. Magni var okkur ætíð traustur og hjálpsamur, skepnumaður með meiru og hugsaði vel um dýrin sín. Hann var fylginn sinni sérvisku varðandi hrossaræktina og skilaði það honum vel í gegnum tíðina. Hann lagði mikið upp úr afbrags geðslagi og mikilli getu á gangi.



 Gengin er mikill maður og hrossaræktandi og erum við þakklát að fá að taka við hans mikla og góða starfi. Kveðjum við góðann stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa með kærri þökk fyrir samfylgdina og alla viskuna sem hann færði okkur.

Hvíld í friði elsku Magni okkar.

Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni. 


Megi nýja árið vera ykkur kæru lesendur gæfuríkt og gott.

Við í Litla-Garði förum full vonar og bjartsýni inn í nýja árið með trú um að það verði gæfusamt.



01.12.2015 09:59

Gangsters afkvæmin frumtamin.


Sælir kæru lesendur. 



Frumtamningar hafa verið á miklu flugi og gengið vel. 

Biggi er nú ekki morgunlatur maður að eðlisfari, en hann hefur verið einstaklega glaður og spenntur þetta  haustið að vakna og byrja daginn.


Ástæðan er fullt hús af spennandi Gangsters afkvæmum og sem ræktandi er auðvitað mest gaman að sjá hvernig ræktunin skilar sér áfram.


Alls sjö þriggjavetra afkvæmi frá Litla-Garði og Árgerði hafa verið frumtamin í sex vikur og áður en að þeim verður gefið frí tókum við nokkrar myndir.





Þetta er hann Glæsir, hann er undan Gangster og Svölu frá Árgerði



Glæsir er stór og myndarlegur foli.



 Geysir frá Árgerði er undan Gangster og Nös frá Árgerði



Geysir frá Árgerði




Staka frá Árgerði er undan Gangster og Perlu frá Árgerði.



Staka frá Árgerði




Snáði frá Árgerði er undan Gangster og Tíu frá Árgerði



Snáði frá Árgerði



Flauta frá Litla-Garði er undan Gangster og Melodíu frá Árgerði



Flauta frá Litla-Garði




Flauta frá Litla-Garði



Tenór frá Litla-Garði er undan Gangster og Sónötu frá Litla-Hóli



Tenór frá Litla-Garði




Vaka frá Árgerði er undan Gangster og Von frá Árgerði



Vaka frá Árgerði


Vaka frá Árgerði

Að lokum umsögn Bigga um tryppin!

Þetta er fyrsti árgangurinn undan Gangster sem taminn er undan sýndum mæðrum. Það hefur verið einstaklega gaman að frumtemja þennan hóp en þau þau eiga það sammerkt að vera sérstaklega geðgóð, næm og skynsöm. 

Öll fóru þau um á brokki til að byrja með en opnuðu mjög fljótt inn á töltið sem er takthreint með alvöru skrefi og sýna frábæra reiðhestshæfileika.

Kæru vinir Lifið heil



.......................................................................................................................................

09.10.2015 13:09

Haustið í fögrum tónum.




Sælir kæru lesendur.

 


Haustið er komið og litadýrð náttúrunnar ásamt norðurljósadýrð gleður augað þessa dagana. Veðrið er milt, mun mildara en það var á hásumri og tökum við því svo sannarlega fagnandi.


Jenný Karlsson hefur bæst í okkar hóp og bjóðum við hana hjartanlega velkomna en hún ætlar að aðstoða okkur við frumtamningar í haust.


Jenný og Biggi að snúast í kringum hrossin.


Hrossasmölun var síðustu helgi og gekk með ágætum.


Fullar heimtur voru á hrossum og spennandi tímar framundan í hesthúsinu, en alls 15 hross þarf að frumtemja frá Árgerði og Litla-Garði. 


Við fengum góðan gest frá Austurríki en Höskuldur Aðalsteinsson gaf sér tíma til að koma með okkur í hrossasmölun og réttir og dvaldi hjá okkur í nokkra daga.



Höski og Biggi í miklum pælingum.



Stína, Biggi, Höski og Óskar yfirbókhaldari :)


Stóðið á réttinni.


Stóðið rekið heim. 


Og síðan var borðað og borðað og borðað :)




Hluti af frumtamningartryppunum.


 Þessi töffari er kominn heim frá Arnbjörg Borgarfirði en þar eyddi hann sumrinu í góðu yfirlæti með fullt af glæsihryssum. Við erum ekki endanlega búin að fá fyljunartölurnar en það er óhætt að segja að það stefni í upp undir 100 % fyljun hjá Gangster og eru það góðar fréttir fyrir hryssueigendur :)


Við munum á næstu vikum kynna fyrir ykkur frumtamningartryppin en í þeim hóp eru a.m.k átta undan Gangsternum okkar, fullt af spennandi efnivið.

Þangað til næst.

Lifið heil!

,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,


11.09.2015 10:45

Síðsumar



Sælir kæru lesendur.

 


Já það er langt um liðið frá síðastu skrifum en sumarið er stuttur tími og trúlega aldrei verið jafn stutt og í sumar vegna kulda og tíminn æðir áfram. Við náðum þó ágætis heyjum og erum í góðum málum varðandi komandi vetur.  Ýmislegt hefur verið brasað frá síðustu skrifum, tamingarstöðin hefur verið á fullum snúning, féð er komið heim og voru heimtur góðar í fyrstu göngum.


Sindri og Óli sáttir með göngurnar.


Tvö mót Stórmót Funa og Bæjarkeppni Funa voru haldin í ágúst sem gengu ágætlega. Biggi fór með Vísi í B flokkinn og urðu þeir í þriðja sæti á stórmóti Funa og hlutu sigur úr bítum í gæðingakeppni Funa sem var haldin samhiða.



Jóhanna stóð sig vel með Karen frá Árgerði en náðu þær fjórða sæti í A flokk á stórmóti Funa sem var einnig gæðingakeppni Funa í leiðinni og urðu þær efstar  fyrir Funa.

        Þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu einnig kvennaflokkinn á bæjarkeppni Funa.


Jakob á bæjarkeppni Funa á hestinum Jarl frá Árgerði en þeir náðu sér í þriðja sætið í karlaflokknum.

Jóhanna og Jacob tamningarteymið okkar hætti störfum hér 1 sept og flaug á vit ævintýranna suður á land til að byrja með en síðan er stefnan tekin á Holland þar sem að þau ætla að koma undir sig fótunum  og stunda tamningar, járningar, námskeið og fleira í þeim dúr.

 Þökkum við þessu frábæra fólki fyrir vel unnin störf í Litla-Garði og óskum þeim velfarnaðar á nýjum slóðum.


Biggi og Eldborg frá Litla-Garði að þeyta frumraun sýna í Aflokki gæðinga á stórmóti. 


Eldborg vakti mikla athygli hvar sem að hún kom fram þetta árið, skellti Biggi sér með hana á bæjarkeppnina og hlutu þau sigur úr bítum.


Það er erfitt að gera upp á milli mynda af þessari 5 vetra prinsessu þannig að þær fá nokkrar að fljóta með.


Eldborg á bæjarkeppni Funa.


Sindri gerði það gott á stórmótinu og landaði fyrsta sæti.


Tónn og Sindri koma alltaf sterkir inn :)


Einkunn til sigurs. 8,64, ekki amarlegt það.


Sindri ákvað að gefa Tóni frí og fór með Vísir frá Árgerði á bæjarkeppnina. Höfnuðu þeir í öðru sæti, sáttir með það í sinni fyrstu keppni saman.


Biggi fór með tvær hryssur á síðsumarsýningu á Sauðárkróki og fór Kvika frá Árgerði yfir áttuna báðum megin og er því komin með fyrstu verðlaun. 


Kvika hlaut 8,06 fyrir byggingu 8,08 fyrir hæfileika ae 8,07. Kvika er undan Blæ frá Hesti og Nös frá Árgerði.


Orka frá Hólum hækkaði sig einnig ágætlega. Hún hlaut 7,79 í byggingu, upp undir fyrstu verðlaun fyrir hæfileika eða 7,98 a.e 7,91. Er því örstutt í að þessi efnishryssa skelli sér yfir í fyrstu verðlaun, óskum við eiganda hennar, Lenu Höller til hamingju með mikinn efnivið.


Við taka hausttamningar í Litla-Garði og fær Biggi aðstoð frá sænskri stúlku sem er væntanleg fljótlega. Tíu 3ja vetra tryppi þarf að frumtemja að stóðréttum loknum fyrir utan það sem tilfellur frá viðskiptavinum okkar. 

Frúin heldur áfram að vinna á meðferðarheimilinu Laugalandi, syngja með Hymnodíu,  fara á vinnutengd námskeið og sinna því sem sinna þarf heima fyrir. Þannig að hér ætti engum að leiðast.

 Nanna Lind er flutt heim á ný og er komin í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri. Sindri Snær er komin í sjöunda bekk og byrjaður í boltanum á ný með KA.

Enda hérna á einni skemmtilegri mynd sem tekin var í sumar af Magna með barnabarnabörnin tvö í fanginu, þau Viktoríu Röfn og Magna Rafn. Þetta eru gullmolarnir hans Hafþórs Magna og Heiðar.

Barnabarnið Sindri stendur til hliðar. Magni hefur það gott á Elliheimilinu Hlíð og sendir kærar kveðjur til ættingja og vina.



Bestu kveðjur frá Litla-Garði

 


03.08.2015 10:54

Tamningafólk óskast.


Sælir kæru lesendur.


Við erum farin að líta í kringum okkur eftir góðu tamningarfólki fyrir veturinn 2016. Viðkomandi þarf að hafa góða reynslu af tamningum, vera sjálfstæður og drífandi í vinnu. Góð aðstaða, frábær hross, og séríbúð fyrir viðkomandi. Upplýsingar eingöngu gefnar í einkaskilaboðum eða í síma 896=1249 Stefán Birgir   Myndirnar sína m.a hross sem verða á húsi í vetur.

Vinsamlega deilið.

 

We have started to look for a very good trainer from janúar 2016 for least 6 month.  The person must be able to work independently and have good experience in icelandic horses. Good facilities for training, very good horse, a studio apartment for training people. Very good opportunity for people who want  more experience.

Information in private messages or [email protected]

ps. pictures of several horses that will be stable next winter.

 Please share.



Eldborg frá  Litla-Garði



Gangster frá Árgerði



Óðinn frá Árgerði



Mirra frá Litla-Garði



Gletting frá Árgerði



Litli-Garður 601 Akureyri North Iceland Stefán Birgir Stefánsson 896-1249 & Herdís Ármannsdóttir 863-3311 [email protected]

........................................................................................................................................

06.07.2015 19:22

FM 2015




Sælir kæru lesendur.

 Þá erum við komin heim af Fjórðungsmóti Austurlands og var virkilega gaman að dvelja þar í nokkra daga í dásamlega fallegu umhverfi. 



Sáum þessi flottu hreindýr á Völlunum.



Vel var að mótinu staðið, aðstaða og aðbúnaður við hestahólf og tjaldsvæði til fyrirmyndar og greinilegt að Freyfaxamenn lögðu sig alla fram við að gera mótið sem glæsilegast.


Eina sem hægt var að setja út á var völlurinn sjálfur en hann batnaði þó eftir því sem leið á mótið. Starfsmenn mótsins lögðu sig fram við að valta hann og bleyta þar sem að hann reyndist of laus og var það einhverjum af yngri kynbótahrossunum dýrkeypt og skiluðu sér ekki allar tölur í hús hjá okkur og fleirum. 

Við erum nú orðin svo gömul og lífsreynd að við kippum okkur ekkert upp við það og stígum sátt frá borði af fjórðungsmóti Austurlands og þökkum kærlega fyrir okkur og óskum heimamönnum til hamingju með vel heppnað mót.




Sindri Snær fór með Tón frá Litla-Garði í barnaflokk og stóðu þeir félagar sig vel.



Þeir voru efstir eftir forkeppni en enduðu í öðru sæti í úrslitunum.



Gömlu fygjast spennt með barnaflokknum :)






Félagarnir Sindri og Kristján hafa áður skipst á efstu sætum og  hafði Kristján betur í þetta skiptið :) Það hefur nú ekki áhrif á þessa kappa og skelltu þeir sér í fótbolta bæði fyrir og eftir keppni, mætti fullorðna fólkið taka þennan flotta íþróttaanda til fyrirmyndar.



Eldborg frá Litla-Garði var á FM 2015. Hún náði ekki að sýna full afköst að þessu sinni enda voru það kannski óraunhæfar kröfur þar sem að hún er búin að vera í þjálfunarpásu vegna fósturvísaflutninga. Gleðifréttir fengum við síðan á laugardagsmorgun frá vini okkar Inga á Dýrfinnastöðum að gjörningurinn hafði heppnast, Eldborg verður að vonum "mamma" á næsta ári en staðgöngumóðir gengur með fylið. Að sjálfsögðu er Gangsterinn pabbinn :)

 
Vakti hún mikla athygli þessi stórmyndarlega 5 vetra hryssa. 



Höfðu kynbótadómarar orð á því að gaman yrði að fylgjast með henni í framtíðinni og hlökkuðu til að sjá hana á LM að Hólum í Hjaltadal. Það verður ekkert leiðinlegt að hafa hana á húsi í vetur.




Biggi sýndi Dögun frá Akureyri og hækkaði hún fyrri hæfileikadóm sinn og er komin  í 8,41, þar af 9 fyrir tölt og fegurð í reið.



Óskum við eigendum innilega til hamingju með frábæra hryssu.


Feikiflott hryssa.




Jóhanna skellti sér með Eldbrá, Gangstersdótturina sína á FM 2015 og þreytti frumraun sína á kynbótabrautinni.


Glæsilegar stöllur.



Mannlífið var skemmtilegt á FM og vorum við svo heppin að njóta góðs af ættingjum austanlands.



 Pabbi Herdísar, Ármann Magnússon, og hans kona Erla Jónasard, voru okkur innan handar og útveguðu okkur flotta aðstöðu á ættar óðalinu Tunghaga, færðu okkur rjómapönnsur á mótstað og dekruðu við okkur. 



Erla langflottust í brekkunni :)



Einnig bættist í hópinn Nanna Lind og Darri og var þá orðið vel partýfært :)



Vel sátt saman :)



Brekkusöngurinn var færður inn í tjald og mættu þessi galvösk. 
Jóhanna, Nanna, Darri, og Jacob



Darri og Sindri klárir í slaginn.


Látum þetta duga í bili.

Sæl að sinni.



20.06.2015 15:02

Gangster í Borgarfjörðinn

Gangster frá Árgerði væntanlegur í Borgarfjörðinn!



Hin fasmikli og flugrúmi gæðingur  IS-2006.1.65-663 Gangster frá Árgerði væntanlegur í Borgarfjörðinn!

Tekið verður á móti hryssum undir Gangster frá Árgerði laugardaginn 27. júní, eftir hádegi að Arnbjörgum Mýrum Borgarfirði.
FULLBÓKAÐ er undir hann fyrra gangmál, enn er hægt að panta pláss á seinna gangmálið. Reiknað er með að sónað verði frá honum seinnipartinn í júlí og fleiri hryssum bætt við.


Gangster er einstakur gæðingur sem hefur náð frábærum árangri bæði í A-flokki (8,91 í milliriðill LM 2014) í B-flokki (8,55 í forkeppni og 8,69 í úrslitum) og kynbótadómi þar sem hann er með 8,63 í aðaleinkunn og 8,94 fyrir hæfileika.
Jafnvígur, geðgóður, rúmur, faxprúður og skrefmikill klárhestur með flugskeiði.
Gangster vakti mikla athygli á landsmótinu 2014 fyrir sitt frjálsa fas og miklu úrgeislun. Þar steig hann sínu fyrstu spor í gæðingakeppni A flokks ,var fimmti hæsti eftir forkeppni, annar eftir milliriðil og endaði í sjötta sæti í sterkasta A flokki sögunnar.
Gangster er undan Heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum og er hæðst dæmda afkvæmi hans. Hann er undan Snældu-Blesadótturinni Glæðu frá Árgerði, en hún á 4 önnur sýnd afkvæmi, öll í fyrstu verðlaunum.
Helsti kostur Gangsters frá Árgerði er hve jafnvígur hann er á öllum gangtegundum, með frábært brokk og fet eins gæðingum í dag sæmir. Gangster er glæsilegur í framgöngu, fangreistur og faxprúður. Á gangi er hann skrefstór, flugrúmur og öflugur.

Gangster er langræktaður hestur úr ræktun sem byggir á gömlum grunni og hefur um árabil verið þekkt fyrir gott geðslag og eðlisgæði.


Þrátt fyrir ungan aldur á Gangster nú þegar tvö fyrstu verðlauna afkvæmi.
Verð á folatoll. 145,000 Innifalið folatollur + vsk + girðingargjald og 1 sónarskoðun.

Pantanir og upplýsingar gefur Stefán Birgir í s 896-1249 & Arnbjörg Mýrum Borgarfirði í síma 898 8134 Gunnar & 771 6661 Guðni


LM 2014




13.06.2015 08:38

Fjórar í fyrstu verðlaun.



Sælir kæru lesendur.




 

Nú er nýafstaðin kynbótasýning og fór Biggi með sjö hryssur í fullnaðardóm.

 Hann fór einnig með tvær fjögra vetra bráðefnilegar hryssur í byggingardóm.

Auðrún frá Kommu 4ra vetra Klakadóttir hlaut í byggingardóm 8,63 sem var jafnframt hæðsta sköpulagseinkunn mótsins. Ekki leiðinlegt fyrir Vilberg í Kommu að eiga slíkan grip og framhaldið spennandi.

 (Eigum því miður ekki mynd af þessari fegurðardís.)

 

Hin hryssan sem fór í byggingardóminn var hin 4ra vetra Ópera frá Litla-Garði í eigu Gumma og Helgu á Akureyri.


Ópera 4ra vetra undan Óm frá Kvistum og Melodíu frá Árgerði.


Hlaut hún 8,16 í byggingu og er það einnig ágætis veganesti fyrir komandi tíð.

 

Af hinum hryssunum sjö sem Biggi sýndi fóru fjórar í fyrstu verðlaun og fóru þar með í fyrsta skipti yfir hinn alræmda 8,0 múr. Það er ekki hægt annað en að vera sáttur með  þær niðurstöður og er ekki allt fullsótt enn í þeim efnum.

Tókum við nokkrar myndir á yfirlitssýningunni í dag og dembi ég þeim hér inn.



Hreyfing frá Þóreyjarnúpi, móálótt hryssa undan Sólon frá Hóli


Kvika frá Árgerði, bráðefnileg hryssa undan Blæ frá Hesti og Nös frá Árgerði,  þessi á eftir að gera enn betur en hún sýndi þessa sýninguna, við kvíðum engu í þeim efnum.

 

Gangster átti tvö afkvæmi í brautinni þetta vorið.

Fyrst er það Orka frá Hólum sem Lena okkar á.


 Þessi bráðefnilega hryssa fór aðeins inn í sig við vallaraðstæður í sýningunni og fékk ekki þá einkunn sem vonir stóðu til. En bráðefnileg er hún og það kemur síðar.

 

Eldbrá frá Litla-Garði í eigu Jóhönnu okkar skilaði hins vegar sínu vel og fór beint í fyrstu verðlaun í fyrsta kasti. Hæfileikar 8,28 Bygging 7,78 A,e 8,08


Kemur betri mynd síðar af þessari flottu hryssu. Myndatökumaðurinn var annars hugar og gleymdi sér aðeins :) 


Á Gangster þá þrjú dæmd afkvæmi þótt ungur sé og tvö þeirra eru komin í fyrstu verðlaun, lofar það góðu upp á framhaldið.

 

Augnakonfektið Aldís frá Krossum stóð fyrir sínu og hlaut í byggingu 7,90, í hæfileika 8,08 Ae 8,01.

 

Aldís á dillandi tölti og komin með fyrstu verðlaun.



Dögun frá Akureyri í eigu Erlings Guðmundssonar Akureyri smellti sér einnig yfir í fyrstu verðlaun. Hún hlaut í byggingu 7,88 , í hæfileika, 8,25, Ae. 8,11


 

Síðust en ekki síst er það drottningin okkar Eldborg frá Litla-Garði.


 Hún er undan Kiljan frá Árgerði og Væntingu frá Ási 1. Þessi fimm vetra skutla fékk í byggingu 8,06, hæfileika 8,44 A.e. 8,29 þar af 9 fyrir samræmi, vilja og geðslag, fegurð í reið, og 9,5 FYRIR HÆGT TÖLT :) 


9,5 hægt tölt og stórglæsileg er hún í brautinni.


Erum við afar stolt af Eldborginni okkar sem þeytti sína frumraun á vellinum. Verulega spennandi tímar framundan og stefnan sett á fjórðungsmót.


Látum þetta duga í bili.

Lifið heil 

31.05.2015 14:52

Vonarstjörnur 2015



Sælir kæru lesendur. 




 Vænting og Gullborg frá Litla-Garði.




Þá er maí mánuður senn á enda og kveðjum við hann með litlum söknuði sökum kuldatíðar. Lífið og tilveran hefur, þrátt fyrir kuldann, gengið sinn vanagang, sauðburður búinn og margar hryssur kastaðar og vonarsstjörnurnar líta dagsins ljós.



Það eru svo margar rúsínur í pylsuendanum þetta árið, hvert annað folaldið sem við bindum miklar vonir við, en best að byrja á því sem við biðum sennilega hvað spenntust eftir en það eru Gangstersafkvæmin okkar. 

Áttum við von á fjórum Gangsters afkvæmum og eru þau öll fædd. Erum við sérstaklega ánægð með þau, en það er sammerkt með þeim hvað þau eru fótahá, falleg og fara um á öllum gangi.
 
Fyrst nefnum við Mirrusoninn og mestu von bóndans!

Glitnir frá Litla-Garði (fæddur 29 mai 2015)
F. Gangster frá Árgerði a.e. 8,63
M. Mirra frá Litla-Garði a.e. 8,35


Biggi ætlar að éta hattinn sinn ef að þetta verður ekki einhver sá flottasti :) Við bíðum spennt.

Sýnir strax flotta takta á fyrsta sólarhring!




Gullborg frá Litla-Garði (fædd 12 mai 2015) 
F. Gangster frá Árgerði a.e. 8,63
M Vænting frá Ási 1 a.e. 8,0




Þarna lítur dagsins ljós systir Mirru og Eldborgar sem lesendur okkar kannast eflaust við.  Þarna eru væntingar á ferð, enda gefur nafnið það kannski best til kynna á litlu prinsessunni. 



Vænting og Gullborg.




Nökkvi frá Litla-Garði ( fæddur 25 maí 2015)
F. Gangster frá Árgerði a.e. 8,63
M. Týja frá Árgerði a.e.8,37 


 Nökkvi frá Árgerði ætti að geta skilað sínu líkist hann foreldrum sínum :)




Nökkvi frá Árgerði líklega framtíðarstóðhestefni?





Dröfn frá Árgerði ( fædd 15 mai 2015)
F. Gangster frá Árgerði a.e. 8,63
M. Kveikja frá Árgerði a.e. 8,03 þ.a. hæfileikar 8,36




Forvitin falleg dama með uppstillingarnar á hreinu :)







Og enn fleiri folöld eru fædd :)



Tign frá Litla-Garði ( fædd 27 maí 2015)
F. Hróður frá Refsstað a.e. 8,39
M. Gletting frá Árgerði a.e. 8,16


Tignarleg er daman, enda hlaut hún nafnið Tign frá Litla-Garði.


Þessi skutla vildi ekkert stoppa fyrir myndatökuna, var ansi mikið að flýta sér. 





Nýjasti hestafjölskyldumeðlimurinn kom í gær:)

Hestfolald frá Árgerði ( fæddur 30 mai 2015)
F. Kiljan frá Árgerði a.e. 8,30
M Gná frá Árgerði a.e. 7,87





Stór og stæðilegur þessi gaur.








Nógu í að snúast í hesthúsinu og þær breytingar hafa orðið á starfskrafti að Jacob-jan Rijnberg er mættur til starfa og bjóðum við hann hjartanlega velkomin. Jacob var að ljúka fyrsta árinu sínu á Hólum, og var hann með hestinn Jarl frá Árgerði sem nemendahest og náðu þeir flottu prófi saman.



Mikil og góð vinna sem liggur að baki hjá Jacob. Til hamingju með Jarlinn :)


Lena okkar Höller er hins vegar að fara heim til Austurríki aftur þar sem að hennar "tíma" er lokið, en hún er búin að lofa að koma aftur og þökkum við henni fyrir vel unnin störf, jafnframt sem að við hlökkum til að sjá hana aftur sem fyrst :) 



Lena og Gangstersdóttirinn Orka frá Hólum flottar saman.


Látum þetta nægja að sinni.
Bestu kveðjur
Litla-Garðsgengið



22.04.2015 13:44

Eldborgin frumsýnd.

Sælir kæru lesendur.


Nýafstaðin helgi var vel heppnuð og skemmtileg hjá Norðlenskum  hestamönnum.

Fákar og fjör sú stórskemmtilega sýning var á föstudagskvöldinu og tókst hún í heildina mjög vel.

Litla-Garðsbúið var með ræktunarbússýningu, Biggi var þar að auki með hross í þremur öðrum atriðum og vorum við svo heppin að fá sendar myndir frá Lindu Ulbricht af þremur hrossum sem að Biggi var með á sýningunni.


Eldborgin frumsýnd.


Myndirnar eru af Eldborgu frá Litla-Garði 5 vetra hryssu sem er undan stóðhestinum okkar, Kiljan frá Árgerði. Hún tók þátt ræktunarbússýningunni  og er óhætt að segja að hún hafi vakið þó nokkra athygli.


 Eldborg er mikill efniviður næm og sjálfberandi, og má til gamans geta að stærra hross höfum við aldrei átt.


Eldborg er stór og myndarleg og verður flugvökur líkt og faðir hennar. Hún er sammæðra fyrstu verðlauna hryssunni  Mirru frá Litla-Garði og svipar að mörgu leyti til hennar.



Hér má sjá gæðinginn Arnar frá Útgörðum en hann var í klárhestasýningu.

 


Aldís frá Krossum tók að sjálfssögðu þátt og olli engum vonbrigðum.



 Biggi fór með Sigurdísi frá Árgerði í skeiðið en það var með því sniði að lögreglan radarmældi og sá fljótasti vann.

Fór það svo að Sigurdís og Biggi mældust á mesta hraðanum eða á 43 km hraða og unnu með glæsibrag. Hvellurinn var slíkur á Sigurdís og Bigga að það náðist ekki að festa þau á filmu :)


Litla-Garðs búið bauð gestum heim á laugardeginum og komu ríflega 50 gestir í heimsókn.


 Virkilega skemmtileg helgi í Eyjafirðinum þar sem að hver stórviðburðurinn rak annan og sex ræktunarbú á svæðinu sótt heim.


Spjallað og spekulerað.


Eldborg vildi fá að vera með.



Þjóðlegar kaffiveitingar í boði fyrir gesti þar sem áherslan var lögð á heimatilbúðið og íslenskt. 

Þangað til næst.

 Góðar kveðjur.

14.04.2015 20:58

Nordic horsefestival.


Nordic horsefestival.

Kynning fyrir Norðlensku hestaveisluna n.k. laugardag. Lagt af stað frá Akureyri kl 10:30.


Gangster frá Árgerði.

Hrossaræktarbúið Litli-Garður er í Eyjafjarðarsveit um 23 km sunnan við Akureyri. Í Litla-Garði búa Herdís Ármannsdóttir og Stefán Birgir Stefánsson og eiga þau 3 börn Hafþór Magna, Nönnu Lind og Sindra Snæ en einungis Sindri Snær er enn í hreiðrinu.

Segja má að ræktunin þeirra sé gamalgróin því nánast allar ræktunarhryssurnar eru frá Árgerði í Eyjafirði en rúmlega 50 ár eru síðan að Magni Kjartansson og Þórdís Sigurðardóttir hófu þar ræktun. 
Herdís er uppalin í Árgerði og eru þessi bú rekin að hluta til sem eitt.
Í dag er hægt að rekja allar ættir Litla-Garðshrossanna til Snældu (4154) frá Árgerði en hún stóð efst í flokki hryssna 6 vetra og eldri á Landsmótinu Skógarhólum 1978 . Á LM á Vindheimamelum 1990 hlaut hún heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Í dag er því ættbogi hennar orðin gríðarstór.
Í Litla-Garði fæðast 7 til 9 folöld á ári. Mikil áhersla er lögð á gott geðslag, fótahá og falleg hross með góðum gangskilum. Eru hross Litla-Garðhjóna ýmist kennd við Litla-Garð eða Árgerði. 
Hafa mörg afburðagóð kynbóta og keppnishross komið frá búunum á liðnum árum. Nýjasta stjarna og flaggskip búanna er Gangster frá Árgerði (a.e. 8,63).
Í Litla-Garði er rekin tamningarstöð allt árið um kring með tveimur tamningarmönnum auk Stefán Birgis. Hann sér um allar tamningar og sýningar fyrir búin, auk þess sem fjöldi aðkomuhrossa er alltaf í tamningu og þjálfun. Í Litla-Garði eru 30 einhesta stíur.
Litli-Garður hlaut titilinn ræktunarbú ársins 2014 hjá HEÞ. 


Mirra frá Litla-Garði.


The breeding farm Litli-Garður is situated in the beautiful Eyjafjöður-fjord 23 km south of Akureyri. There are living Herdís Ármannsdóttir and Stefán Birgir Stefánsson. They own 3 children, Hafþór Magni, Nanna Lind and Sindri Snær. Sindri Snær is the only one living still at home with his parents.
Their breeding line is long-established and almost all breeding mares are from Árgerði situated next to Litli-Garður in Eyjafjöður-fjord. In Árgerði Magni Kjartansson and Þórdís Sigurðardóttir are breeding Icelandic Horses since 50 years. Herdís grew up in Árgerði and todays the breeding farms Litli-Garður and Árgerði partly run as one. The horses out of the breeding from Herdís and Stefán Birgir are called both from Litla-Garði and from Árgerði.
Today it is possible to follow the pedigree of all breeding mares from Litli-Garður to Snælda (4154) frá Árgerði. She stood highest of the 6 year old and older mares at the Landsmót in Skógarhólar 1978. At the Landsmót in Vindheimarmélar 1990 Snælda got honor price for her offspring. Today she is still a big influence on the breeding line.
There are borne 7-9 foals a year in Litli-Garður. The goal is to breed beautiful horses with a good character, clear gaits and good conformation.
Last years there have been shown successful horses both in breeding and competition out of their breeding but the newest star is Gangster frá Árgerði with a total score of 8,63 in breeding evaluation.
Litli-Garður is not only a breeding farm but also a trainingstable all around the year with 30 single boxes. Here are working 2 horse trainers with Stefán Birgir. He is responsible for all training and showing of the horses from Litli-Garður/Árgerði and the training horses from costumers.
In 2014 Litli-Garður got the title breeding farm of the year from HEÞ.




Gangster og Biggi á góðri stund.



Tónn frá Litla-Garði og Sindri Snær



Kiljan frá Árgerði og Stefán Birgir.


Tristan frá Árgerði og Stefán Birgir. 

13.04.2015 20:34

Ræktunin.


Sælir kæru lesendur.

 

Næst komandi helgi verður hlaðin hestatengdum viðburðum á Akureyri og í nærsveitum. 



Á föstudagskvöldinu verður stórsýningin Fákar og fjör og verður Litla-Garðsbúið með ræktunarbúsýningu þar.

Á laugardeginum verða ræktunarbú á svæðinu heimsótt og bjóðum við gesti hjartanlega velkomna í Litla-Garð.

Að lokum verður hin magnaða Stóðhestaveisla.

Helgin verður því skemmtileg og viðburðarrík og er mikilvægt fyrir norðlenska ræktendur að koma sinni ræktun á framfæri.


Markaðssetning er mikilvæg og reynum við því að vera dugleg að henda inn fréttum hér á síðuna og erum þakklát öllum þeim sem gefa sér tíma til að renna yfir síðuna.

 Er því við hæfi, lesendur góðir, að kynna fyrir ykkur þrjú bráðefnileg tryppi á fjórða vetur sem eru hér á húsi og eru úr ræktun Litla-Garðs og Árgerði.




Hér sjáið þið Óperu frá Árgerði undan Óm frá Kvistum og Melódíu frá Árgerði. 

Ópera sem í eigu Guðmundar og Helgu á Akureyri er eiginlega alveg með þetta allt sem við leitum efir og er það svo sem sammerkt með öllum þessum tryppum. Myndarleg, geðgóð, góð gangskil og afskaplega fljót að læra. Bara dásamlegt. 


Frábært ganglag strax í upphafi tamningar.


Næst er það bróðir hennar Óðinn frá Árgerði (stóðhestur á fjórða vetur) Hann er eins og Ópera, undan Óm frá Kvistum og Snældu frá Árgerði.


Pínu feiminn við myndatökumanninn en það truflaði hann samt ekkert á gangi, mikið framgrip og stórt skref hjá þessum bráðefnilega fola.


Hér er allt laflaust og mikil framhugsun. Mikill efnisgripur á ferð.


Síðasta fjögra vetra hrossið er Viktoría frá Árgerði. Hún er undan Kapal frá Kommu og Kveikju frá Árgerði og var hún hér á síðunni fyrir stuttu þar sem að hún læddist fyrir myndavélina :)


Þessi litfagra hryssa er bara æðisleg eins og reyndar hin tvö, frábært geðslag og gangupplag.



Í lokin eru hér myndir af Arnari frá Útgörðum í eigu Birnu Björns. Stórglæsilegur töltari sem er hér í þjálfun.


Hver er nú ekki tilbúin að dilla sér á svona gæðing :)


Snilldin ein :)


Hlökkum til að sjá sem flesta næstu helgi

Kveðjur úr Djúpadalnum.



 


30.03.2015 16:38

Brot úr degi.



Sæl á ný. 


Það var bara aðeins of gott veður í dag til að láta það vera að skreppa út með myndavélina. 

Ég kom mér vel fyrir niðri á túni og tók laumumyndir af ríðandi vegfarendum. 



Feðgarnir að koma úr reiðtúr hressir og kátir. Sindri Snær er á Tón frá Litla-Garði og Biggi á ungri hryssu Bergrósu frá Litla-Garði sem þeir feðgar Hafþór og Biggi eiga saman. 




Sindri Snær var alveg til í að taka aukaferð fyrir ljósmyndarann og virðist Tónn engu hafa gleymt en örstutt er síðan að hann var tekin á hús.



Tónn Tristansson ásamt Sindra Snæ, alltaf flottir.



Ekki gat nú Biggi látið sitt eftir liggja og tók einnig aukaferð á hinni efnilegu Bergrós frá Litla-Garði. Bergrós verður sjö vetra í vor en ekki vannst tími til að temja hana sem skildi fyrr en í fyrra sumar, er þetta fyrsti veturinn hennar á húsi. 



Bergrós er undan Hóf frá Varmalæk og Sunnu frá Árgerði.



Tímaleysið getur verið slæmt, feikna efniviður hér á ferð og synd að ekki var byrjað á henni fyrr.



og ein enn :)





Dömurnar voru á tamningarreiðtúr og höfðu ekki hugmynd um að þær væru í mynd.


Lena á Grana frá Litla-Dal í eigu  Gests dýralækni. Þetta er geldingur á 4ða vetur undan Ramma frá Búlandi. Vona að ég fái ekki skammir fyrir að setja inn svona óundirbúið :)

j

Og Jóhanna á einni efnilegri Fjöður frá Litla-Garði, undan Væntingu og Gígjari frá Auðholtshjálegu. Hryssa á fjórða vetur. Koma  betri myndir fljótlega af Fjöður þegar knapi veit að hann er í mynd og fær tækifæri á fleiri ferðum:)



Biggi var aftur fljótur að lesa í aðstæður.

 Frúin út á túni vopnuð myndavél og reið karl stoltur hjá á Viktoríu frá Árgerði.



Viktoría frá Árgerði F Kapall frá Kommu M. Kveikja frá Árgerði



Viktoría er bráðefnileg hryssa á 4ða vetur sem var frumtamin í haust og búin að vera inni í einn mánuð í vetur.


Það var bara ekki hægt að hætta að mynda hana :)






Jóhanna var einnig búin að hafa hestaskipti og lét ég hana vita í þetta skipti að ég væri að mynda:)



Hún var þarna mætt með Glymsdóttirina Emiíönu frá Litla-Garði.


Jóhanna hefur þjálfað Emilíönu í vetur og er gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna saman.



Alltaf flottar :)


Emilíana er að verða klár í alvörutölur  í fjórgang:) Mikið og vel unnin hryssa.


Kuldinn var lúmskur og eiginlega var þetta meira gluggaveður og myndatökumaðurinn að stíga upp úr flensu, þannig að þarna var gott láta staðar numið og drífa sig í að vinna úr herlegheitunum.

Vona að þið hafið haft gaman að fylgjast með dagsbroti úr fallegum vetrardegi.

Bestu kveðjur frá Litla-Garði
 


Flettingar í dag: 515
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 5168
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1129265
Samtals gestir: 76127
Tölur uppfærðar: 17.9.2024 09:58:36