25.11.2018 11:17

Góðar heimsóknirSælir kæru lesendur. Löngu kominn tími á fréttir frá Litla-Garði en svona er þetta, tíminn hleypur frá manni. Héðan er allt gott að frétta, sumarið leið á ógnarhraða með öllum þeim verkum sem til falla á þessu örstutta sumri okkar hér á Íslandi. Vænting frá Ási með hryssu undan Kolbak frá Litla-Garði

Okkur fæddust 8 folöld þetta árið, 5 hestfolöld og 3 hryssur.
 Eru þau undan Kolbak frá Árgerði, Hreyfil frá Vossabæ, Skaganum frá Skipaskaga og Huga frá Sámsstöðum. 


Heikir er undan Kolbak frá Litla-Garði og Hremmsu frá Litla-Garði 


Miðill frá Litla-Garði undan Skaganum frá Skipaskaga og Mirru frá Litla-Garði
 

Smyrill frá Litla-Garði F. Kolbakur frá Litla-Garði M. SIlfurtá frá Árgerði

Myndir af hinum folöldunum koma inn síðar, en ég hvet ykkur til að vera dugleg að fylgjast með okkur á Facebook síðunni okkar, við reynum að uppfæra þar reglulega. 

 Í ágústbyrjun kom okkar kæra Jóhanna Schulz til okkar með yndislegar mæðgur frá Frakklandi. 
Dvöldu þær hjá okkur í nokkra daga og var margt brallað á þeim tíma. 


Jóhanna okkar að njóta veðurblíðunnar við Goðafoss. 

Við skelltum okkur á Einarstaðamótiðþar sem að Biggi og Gangster komu, sáu og sigruðu!Það var riðið út,


Alla daga
Riðið til fjalla og að sjálfsögðu fylgdi Skundi með :) Brugðið á leik í náttúrufegurðinni.
Á endanum var ekki annað hægt en að skella sér út í :) 


sprellað :)


Riðið yfir ár og daliPrufuð góð hross Mæðgurnar sáttar og glaðar. 

Innilega til hamingju með hryssurnar ykkar, gangi ykkur alltaf sem best! 

Höski Aðalsteins vinur okkar kom með hóp af frábæru fólki frá Austurríki og Þýskalandi í göngur og réttir í haustGekk allt mjög vel þrátt fyrir að kalt hafi verið til fjalla. 

 

Allir sælir og glaðir eftir góða daga í Litla-Garði. 

Kærar þakkir Höski og þið öll hin, frábær hópur! 


 Bestu kveður frá okkur í Litla-Garði 

Flettingar í dag: 339
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 823
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 919072
Samtals gestir: 65992
Tölur uppfærðar: 17.6.2024 10:21:41