02.06.2014 15:44

Frjósemi.

Sælir á ný lesendur góðir.


Fyrir utan það að sinna útreiðum og öðrum tilfallandi verkum, er tilhugalífið á fullu hjá Gangster þessa dagana og er orðið hluti af daglegum störfum hér á bæ.



Enn ein drottningin heimsótti Gangster, gæðingurinn Hekla frá Hólshúsum í eigu Hólmgeirs og Birnu.


Það   hefur fjölgað aðeins hjá okkur síðan síðast og ætla ég að gera því skil hér.

Þessi snúður er undan Gangster og fyrstu verðlaunahryssunni Væntingu frá Ási. 


Þessi var fljótskírður þar sem að hann var eins og lítill búálfur þegar hann fór á stað, vissi ekkert hvar hann átti að setja niður fæturna og veifaði þeim í allar áttir.


Fékk hann nafnið Tumi (tímalausi) :)


Klárlega fyndnasta folaldið sem hefur fæðst í ár þar sem að hreyfingarnar eru ótrúlegar, svaka framgrip og lyfta.








Fyrstu verðlaunahryssan Gletting frá Árgerði kastaði brúnum hesti.

Gletting er sammæðra Gangster. undan Snældu-Blesa dóttirinni Glæðu frá Árgerði og Tristan  frá Árgerði.



Þessi litli herramaður er undan Óskastein frá Íbishóli.


Myndarhestur sem verður spennandi að sjá hvernig þróast.





Hjá þeim Magna og Dísu fæddust einnig tvö folöld nú á dögunum.

Perla frá Árgerði kom með jarpa hryssu undan Tristan frá Árgerði.

Perla er undan fyrstu verðlaunahryssunni Brynju frá Árgerði og Gusti frá Hóli. 


Svolítið völt á fótunum ennþá sú stutta :)


Rúsínan í pylsuendanum kom síðan undan fyrstu verðlaunahryssunni Týju frá Árgerði.

Týja er undan Tý frá Árgerði og Hrefnu frá Árgerði.


Þessi litfagra hryssa er undan Herkúlesi frá Ragnheiðarstöðum sem að fór í flottan dóm nú rétt á dögunum.


Virkilega falleg hryssa og ekki skemmir fótalyftan.




Bestu kveðjur úr Djúpadal.





Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 677
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 823487
Samtals gestir: 54941
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 01:29:18