20.10.2013 15:46

Laugardagsgöngutúr uppá Branda ofl

Í gær, laugardaginn 19. október héldu Biggi, Nanna og Darri inn á Branda til að athuga með fé sem hefur ekki enn skilað sér úr afréttinni. Það er óhætt að segja að það hafi ekki verið mikið um líf í fjallshlíðunum í gær en veðrið var dásamlegt og útsýnið ekki af verri endanum. 
Því fannst okkur ekki hjá því komist að deila brotabroti af þessari náttúrufegurð með ykkur, með myndum sem Darri Rafn tók.

Lagt var að stað frá Stóra-Dal 8.30 um morguninn. 


Sólin að koma upp 

Komin að Branda, eins og sjá má er þetta frekar langur dalur sem fer sífellt hækkandi.

Horft eftir kindum. Ekki auðvelt þegar annarhver snjóblettur leit út eins og rolla.


Feðginin kominn inn á botninn á Branda, ekkert fé enn fundið.

Ákváðum að skella okkur upp til að kíkja ofan í Skjóldalinn einnig, nú svona fyrst við vorum komin þangað á annað borð.

Rosalega flott.Biggi ásamt Darra, tengdasyni.

Fagnaðarfundir þegar komið var á toppinnAllir glaðir á toppnum

Nanna Lind og Darri Rafn með Fróða sinn á toppnum. Þetta líktist einna helst jökli.

Gamli að horfa eftir kindum.

MAGNAÐ ÚTSÝNI

Verulega kalt á toppnum.

Sólin skein 

Göngufærið var ekkert til að hrópa húrra alltaf hreint


Horft niður í Skjóldalinn

Færðin á leiðinni niður var ekkert alltof góð

Fórum niður hjá Seldal til að komast svo í Skjóldalinn.

Hér er tunglið farið að gægjast upp, en við komumst heim rétt fyrir myrkur, 

Gangan tók 10 tíma með einni pásu. Þó svo það hafi verið afar svekkjandi að koma ekki auga á eina kind, þá var ferðin skemmtileg og eftirminnileg. 
Það er alltaf gott og gaman að átta sig betur á landinu í kringum sig. 
Flettingar í dag: 427
Gestir í dag: 190
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 2300031
Samtals gestir: 270635
Tölur uppfærðar: 27.2.2020 17:18:49