17.10.2013 17:17

Sindri og Tenór

Sindri Snær gerðist eigandi að framtíðargæðingi nú á dögunum og er afar stoltur.

Er það foli fæddur sumarið 2012 og er því veturgamall núna. Hann var óskírður og fékk hann að skíra hann sjálfur. Þessi foli er jarpur að lit og sammæðra uppáhalds hesti þeirra mægina,
Tóni frá Litla-Garði. Auðvitað valdi strákurinn flottasta nafn sem hægt var að finna og tónar það við stóra bróður, Tenór frá Litla-Garði. Hann er sumsé undan Sónötu frá Litla-Hóli og Gangster frá Árgerði.


Félagarnir Tenór og Sindri hittast í fyrsta sinn :)
Flettingar í dag: 366
Gestir í dag: 176
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 2299970
Samtals gestir: 270621
Tölur uppfærðar: 27.2.2020 16:14:12