16.10.2013 21:03

BLUP pælingar

Jæja þá er búið að gefa út nýtt kynbótamat.

 Meiri eftirvænting var eftir því hjá okkur þetta árið en önnur þar sem Gangsterinn okkar stórhækkaði í dómi. Hann var með ágætis BLUP fyrir enda undan Hágangi heiðursverðlaunahesti og var einnig 1.verðlauna klárhestur með þónokkrar níur fyrir dómi. EN hann er undan 2.v hryssu sem var svo undan ósýndri hryssu sem átti eingöngu tvö afkvæmi. Glæða er yfirburðakynbótahryssa sem virðist bara ekki klikka  en hin fékk verulega lágan dóm og átti engin afkvæmi. Því hefur Glæða haldist mjög lág í kynbótamati þrátt fyrir mikla velgengi sem kynbótahryssa. Hún hækkar þó um eitt stig milli ára nú og er með 103 stig í aðaleinkunn.


Glæða frá Árgerði


Undan Glæðu hafa fimm afkvæmi hlotið fullnaðardóm og öll 1.verðlaun. Meðaltal byggingar er 8.00 og meðaltal hæfileika 8.46. Glæða átti 14 afkvæmi í heildina, 5 hafa þegar hlotið dóm, tvö eru enn á tamningaraldri og stefnt með í dóm, svo voru sex geldingar en aðeins ein hryssa sem var ekki sýnd. Þessi tvö sem á tamningaraldri eru hryssa á fimmta undan Hróðri og stóðhestur á fjórða undan Kiljan frá Árgerði.

Önnur sýnd afkvæmi Glæðu: (vantar mynd af Gloríu frá Árgerði)

Ísidór frá Árgerði ae 8.09                                     Glymur frá Árgerði ae 8.39


Gletting frá Árgerði ae. 8,19

En aftur að Gangster. Eins og áður hefur sennilega komið fram hlaut hann hæstu hæfileikaeinkunn allra hrossa á Íslandi á árinu 2013 eða 8.94. Fyrir var Gangster með 114 í BLUP-i en hækkar nú í 119 og jafnar þar með Hágang föður sinn í aðaleinkunn.

Höfuð
103
Tölt
117

Háls/Herðar/Bógar
112
Brokk
115

Bak og lend
104
Skeið
105

Samræmi
108
Stökk
109

Fótagerð
95
Vilji og geðslag
118

Réttleiki
95
Fegurð í reið
121

Hófar
109
Fet
109

Prúðleiki
108
Hæfileikar
118

Sköpulag
111
Hægt tölt
110

Aðaleinkunn
119

Svo eiga afkvæmi hans eftir að koma fram, nokkur þeirra eru komin á tamningaraldur annað hvort  á fjórða eða fimmta vetur. Öll sem hafa verið tamin og við frétt af hafa verið mjög lundgóð og skemmtileg að eiga við. Opin á gangi, falleg og með flottar hreyfingar.


Gangster á hægu tölti í dómi vorið 2013 :)
Flettingar í dag: 350
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 793201
Samtals gestir: 52714
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 14:44:59