22.07.2013 22:09

Gangster á suðurleið !!

Sunnlendingar og nærsveitungar athugið:

Gangster frá Árgerði IS2006165663 er væntanlegur á Suðurlandið til að sinna hryssum.

Gangster er vel ættaður gæðingur undan Hágangi frá Narfastöðum og Glæðu frá Árgerði sem hefur reynst sannkölluð gæðingamóðir. Gangster er hestur sem allir vilja eiga, klárhestur með skeiði, flugrúmur á öllum gangi, skrefmikill og hágengur.

Fasmikill, flugviljugur og geðgóður gæðingur sem hlaut feiknagóðan dóm í vor;

Bygging: 8.16 Hæfileikar: 8.94                    Aðaleinkunn: 8.63

Háls/herðar/bógar: 8,5
   1) Reistur   4) Hátt settur   5) Mjúkur

Tölt: 9,0
   1) Rúmt   3) Há fótlyfta   4) Mikið framgrip   5) Skrefmikið  

Brokk: 9,5
   1) Rúmt   3) Öruggt   4) Skrefmikið  

Skeið: 8,5
   2) Takthreint   3) Öruggt  

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni  

Fegurð í reið: 9,0
   1) Mikið fas   4) Mikill fótaburður  

Fet: 9,0
   1) Taktgott   2) Rösklegt   3) Skrefmikið  

Gangster verður staðsettur í Flagbjarnarholti í Landssveit og mætir á svæðið laugardaginn 3.ágúst. Hryssur mega koma fimmtudaginn til föstudag þar á undan. Allar upplýsingar veitir Stefán Birgir í síma 8961249



Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 808
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 809553
Samtals gestir: 53300
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 13:11:07