28.06.2013 20:00

Folöld 2013 - Gangstersafkvæmi

Jæja þá er meirihluti folaldanna fæddur hér í Litla-Garði og öll í Árgerði sem koma þetta árið. Er það þrælmyndarlegur hópur af framtíðargæðingum:

Fæddust nokkur undan honum Gangster okkar og bindum við vonir við hann sem kynbótahest, aðeins búið að temja undan honum og folöld og tryppi virka gullfalleg, hreyfingargóð og mjög skynsöm. Einnig litfögur, Gangster hefur gefið ýmsa liti og þ.á.m þennan fallega glófexta faxlit.

Hér er hluti afkvæma hans fædd hjá okkur 2013:


Þessi fallegi foli er undan Kjarnadótturinni Hremmsu frá Litla-Garði - Eigendur Biggi og Herdís


Annar myndarfoli undan Tývu frá Árgerði en hún er undan Tývari frá Kjartansstöðum og Kveikju frá Árgerði - Eigendur Magni og Dísa


Okkur vantar reyndar betri mynd af þessum en hann er einn sá flottasti sem hefur komið lengi, hestfolald undan 1.v hryssunni Væntingu frá Ási - eigendur Herdís og Biggi


Falleg móálótt skvísa undan Blikudótturinni Gná frá Árgerði - Eigendur Magni og Dísa




Næst í röðinni er lítil dúlla sem hefur hlotið nafnið Víma frá Litla-Garði en móðir hennar veiktist illa í vetur og var í rauninni milli heims og helju en var hjúkrað til heilsu og var mikilli ótti yfir að hún hefði látið fylinu en kom ekki sæt móálótt gella - Móðirin er 1.v hryssan Tíbrá frá Ási

En látum þessi duga í bili, more coming up :)
Flettingar í dag: 521
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 794058
Samtals gestir: 52741
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:06:32