17.06.2013 17:11

Ýmislegt úr sveitinni

Veðurguðirnir leika aldeilis við okkur þessar vikurnar og er bara Spánarveður dag eftir dag, viku eftir viku hérna. Alltaf er nóg að gera í sveitinni og verður þessi fréttafærsla ansi blönduð af alskyns efni og myndum :)

Gangsterinn er farinn að taka á móti hryssum á húsmáli ef húsmál mætti kalla. Þær eru í hólfi rétt við bæinn og er hann aðeins hjá þeim á daginn og undir miklu eftirliti, þ.e hvenær þær beiða o.s.frv. Fékk hann þangað miklar drottningar í röðum og eru 10 1.v hryssur þar t.d.

Verður þetta fyrirkomulag þar til honum verður sleppt í stórt hólf í Miðgerði og tekur þar á móti hryssum á fyrra gangmál. Ekki er annað að sjá en að honum líki það vel.

Biggi skellti sér í úrtöku á Blönduós með hryssu í eigu Magga í Steinnesi sem hefur verið hjá okkur í þjálfun í vetur og einnig í fyrra en það er hin 6.v Skerpla frá Brekku í Fljótsdal. Gekk það alveg glimrandi vel og urðu þau efst í A-flokki eftir forkeppni og hlutu þar með farmiða á FM vesturlands og enduðu svo í 2.sæti eftir úrslitin.

Skerpla er undan Gustssyninum Grásteini frá Brekku og er virkilega skemmtileg, létt og fjaðurmögnuð hryssa. Hún er gríðarvaxandi og er hægt að stilla henni upp nánast hvar sem er, íþróttakeppni eða gæðingakeppni. Skerpla er til sölu og er best að hafa samband við Magga beint ef áhugi er fyrir hágengri, skemmtilegri, taumléttri alhliða hryssu.

En það fylgir nú alltaf miðum júní að koma fénu á fjall og er það nú alltaf svoldið skemmtilegt. Núna fóru Herdís, Biggi og Sindri Snær saman með þær og gerðu sér glaðan dag með.


Kindurnar heldur betur klárar að komast uppeftir


Og aðalsmalinn heldur betur klár líka á uppáhalds Vissu sinni


Þær rata nú :)


Adios amigos, sjáumst í haust


Sindri og Skundi


Myndarfeðgar í kvöldsólinni


Oooog myndarmæðgin líka :)


Gleði gleði - sumargleði
Flettingar í dag: 1357
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 569
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 212888
Samtals gestir: 5728
Tölur uppfærðar: 8.8.2022 18:32:50