07.06.2013 19:56

Gangster og Farsæll :)

Eins og áður kom fram hér í frétt þá sló Gangsterinn okkar magnaði heldur betur í gegn í vikunni í kynbótadómi og bætti hann um betur í dag á yfirlitssýningu.

Hér má sjá video af Gangster sem tekið var í fordómnum :)

Hér er fullnaðardómurinn hans út (það sem er skáletrað hækkaði hann í yfirlitinu):

Aðaleinkunn: 8,63

 

Sköpulag: 8,16

Kostir: 8,94


Höfuð: 8,0
   2) Skarpt/þurrt   

Háls/herðar/bógar: 8,5
   1) Reistur   4) Hátt settur   5) Mjúkur   

Bak og lend: 8,5
   7) Öflug lend   8) Góð baklína   

Samræmi: 8,0
   1) Hlutfallarétt   

Fótagerð: 7,5

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: E) Brotin tálína   

Hófar: 8,5
   1) Djúpir   4) Þykkir hælar   H) Þröngir   

Prúðleiki: 9,0

Tölt: 9,0
   1) Rúmt   3) Há fótlyfta   4) Mikið framgrip   5) Skrefmikið   

Brokk: 9,5
   1) Rúmt   3) Öruggt   4) Skrefmikið   


Skeið: 8,5
   2) Takthreint   3) Öruggt   

Stökk: 8,5
   1) Ferðmikið   


Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni   

Fegurð í reið: 9,0
   1) Mikið fas   4) Mikill fótaburður   

Fet: 9,0
   1) Taktgott   2) Rösklegt   3) Skrefmikið   

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 7,5

Erum alveg í skýjunum með þetta en innst inni vissum við alltaf að þetta byggi í hestinum, alltaf gaman samt þegar allt gengur upp sem skyldi. Hér eru nokkrar myndir í viðbót af Gangster frá því í yfirlitinu í dag: 
Ekki nóg með að kynbótadómurinn á Gangster gengi vel var hans fyrsta afkvæmi dæmt á þessari sýningu einnig. Gangster er 7.v þannig að hans fyrsti árgangur var taminn í vetur en 2009 fæddust nokkur afkvæmi hans og þar á meðal hann Farsæll frá Litla-Garði en hann er sameign Litla-Garðshjónanna og Magnúsar Inga Mássonar vinar þeirra. Hann er undan henni Sónötu okkar frá Litla-Hóli sem hefur skilað okkur góðum hrossum. Farsæll er ofboðslega mikill getuhestur með gríðargott jafnvægi á gangi strax, hann er klárhestur (ennþá) og svipar mikið til Gangsters að mörgu leyti. 

Héraðssýning á Melgerðismelum 5. júní til 7. júní

Dagsetning móts: 05.06.2013 - 07.06.2013 - Mótsnúmer: 12 
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2009.1.65-655 Farsæll frá Litla-Garði

Sýnandi: Stefán Birgir Stefánsson

Mál (cm):

137   129   132   61   135   35   44   41   6.2   29   17.5  

Hófa mál:

V.fr. 8,4   V.a. 7,6  

Aðaleinkunn: 7,95

 

Sköpulag: 8,00

Kostir: 7,91


Höfuð: 8,0
   3) Svipgott   7) Vel borin eyru   

Háls/herðar/bógar: 8,0
   1) Reistur   5) Mjúkur   D) Djúpur   

Bak og lend: 7,5
   2) Breitt bak   G) Afturdregin lend   J) Gróf lend   

Samræmi: 8,5
   4) Fótahátt   5) Sívalvaxið   

Fótagerð: 7,5
   4) Öflugar sinar   G) Lítil sinaskil   

Réttleiki: 8,0
   Afturfætur: E) Brotin tálína   

Hófar: 8,0
   7) Hvelfdur botn   

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 8,5
   1) Rúmt   2) Taktgott   

Brokk: 8,5
   1) Rúmt   3) Öruggt   

Skeið: 5,0

Stökk: 7,0
   E) Víxl   

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni   

Fegurð í reið: 8,5
   1) Mikið fas   

Fet: 9,0
   1) Taktgott   2) Rösklegt   3) Skrefmikið   

Hægt tölt: 7,5

Hægt stökk: 7,5


Farsæll náði einkunnarlágmarki á Fjórðungsmót Austurlands og er nú í skoðun hvort þangað er stefnt en það þykir mjög líklegt þar sem hann hefur ekki sagt sitt síðasta enn á þessu ári að okkar mati. 

Einnig fæðast folöldin núna undan Gangster og virðist hann lofa verulega góðu sem kynbótahestur. Gullfalleg folöld, háfætt og áberandi framfalleg, forvitin og skemmtileg. 


Flettingar í dag: 369
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 4145
Samtals gestir: 948
Tölur uppfærðar: 17.1.2022 22:22:48