05.03.2011 20:25

Allt að gerast ...

Jæja góða kvöldið kæru lesendur 


Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar ? (fjárans appelsínugalli að þvælast fyrir?!)

Svínavatn 2011 er yfirstaðið! Var skráning mjög góð og voru yfir 150 skráðir í þrjá flokka enda til mikils að vinna, 100 þús fyrir 1.sæti, 40 fyrir 2.sæti og 20.þús í 3.sæti í öllum flokkum. 
Veðrið hefði alveg getað verið betra en hvílíkt endalausa ryskjótta veður er alveg að gera okkur geðveik. Sem betur fer fengum við næstum því blíðu meðan á A-flokknum stóð en þegar töltið byrjaði þökkuðum við guði fyrir að vera ekki skráð í það. 

En að öðru, árangrinum! 
Tristan stóð sig vel og landaði 3.sætinu eftir að koma 6-7 inn í úrslit með 8.51 í forkeppni. 

1  Þórarinn Eymundsson Seyðir frá Hafsteinsstöðum Rauður-    9,2 8,3 8,7 8,6 8,8 8,77 
 2 Vignir Siggeirsson Heljar frá Hemlu Brúnn/mó-    8,6 8,6 8,7 8,7 8,7 8,67

 3 Stefán Birgir Stefánsson Tristan frá Árgerði Jarpur-    8,5 8,7 8,7 8,7 8,7 8,66

 4 Tryggvi Björnsson Blær frá Miðsitju Rauður- blesótt   8,8 8,5 8,5 8,6 8,7 8,63 
 5 Sara Ástþórsdóttir Dimmir frá Álfhólum Jarpur-    8,7 8,6 8,4 8,6 8,6 8,58 
 6 Þorbjörn Hreinn Matthíasson Týr frá Litla-Dal Brúnn-    8,7 8,5 8,6 8,5 8,5 8,57
 7 Björn Jóhann Steinarsson Þyrnir  frá frá Borgarhóli rauðstjönóttur 8,4 8,5 7,4 8,3 8,3 8,14 
 8 Jakob Svavar Sigurðsson Alur frá Lundum II Brúnn- nösótt   9,0 8,0 5,0 8,4 8,4 7,73 

Frábært alveg hreint, Ásdís fór að sjálfsögðu líka en Hvinur var ekki alveg í stuði og skeiðaði ekki eins rosalega eins og síðustu helgi og komst ekki í úrslit en rúmlega 8.40 þurfti til að komast í úrslit. Látum myndirnar tala sínu máli!










En fjörið er ekki búið, neinei held nú ekki! Því Mývatn Open er næstu helgi og hestgreyin ná varla andanum á milli móta, nei segi svona, harðnaðir hestar .. :) Tristan mun mæta þangað í stóðhestakeppnina en Hvinur fær breik frá ísnum og fer með Lúlla Matt og liði Eyfirðinganna á Áskorendamót Riddara Norðursins sem er á laugardagskvöldið. 

En það er ekki það sem er næst á dagskrá því KEA mótaröðin er í vikunni og nú fyrst erum við með í leiknum :) þ.e.a.s hestalega séð, pínu klárhrossakeppnisskortur í húsinu, enda bara hálf hross er það ekki ? Því fimmgangurinn er á fimmtudagskvöld! 

En eins og áður sagði er veðrið ekki búið að vera skemmtilegt, tamningar ganga samt sem áður sinn vanagang, smekkfullt hús og milli 20 og 30 hross í kynbótaþjálfun og alltaf að bætast í og panta fyrir fleiri. Dásamlegt! En það er og hefur verið siður að reka hrossin a.m.k einu sinni í viku og hingað til höfum við rekið þau á bílum og niður í Miðgerði sem er um 4 km hvor leið - 8 km alls ýmist niður eða upp brekku, utan eða innanvegar. Hrossin elska það hreinlega og fá alltaf að fara soldið á túnið öll saman fyrir rekstur og eins eftir rekstur. Ásdís ákvað að hætta sér í myndatöku og stökk upp á pall á Ram-inum hjá Bigga og tókst það ágætlega, og hér sjáið þið hvernig rekstarnir okkar ganga fyrir sig:









Þetta er svo nauðsynlegt, bætir úthald og þrek og fjölbreytni og fleira í þjálfununinni og finnur maður mun á hrossunum daginn eftir rekstur, afslappaðari og skemmtilegri yfirhöfuð. 

Hér má sjá aðeins fleiri myndir úr rekstri
Flettingar í dag: 488
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 746
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 823258
Samtals gestir: 54913
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 16:32:27