27.07.2009 20:40

Fákaflug 2009

Jæja það er nú orðið löngu tímabært að skrifa fréttir héðan úr dalnum.
Litla-Garðs fjölskyldan var að koma heim af Fákaflugi. Rosalega góð skráning og býsna sterkt mót. Útgerðin var prófuð í fyrsta sinn, og urðum við aldeilis ekki fyrir vonbrigðum.
  Þetta gekk þetta svona upp og niður, enn flest allt eins og við mátti búast. Megnið af keppnishrossunum hjá okkur núna eru að stíga sín fyrstu spor á vellinum.

Í A-flokk fór Biggi með Kiljan frá Árgerði, stóð hann sig ágætlega og var rétt fyrir utan úrslit.

Kiljan frá Árgerði og Biggi.

Í B-flokk fór Biggi með Klófífu frá Gillastöðum, sú meri er í eigu Jóns á Gillastöðum. Rosalega góð hryssa enn varð eitthvað feimin á vellinum, útúr forkeppni kom hún með 8.23 en þar vantaði 0,4 kommur inn í úrslit.

Klófífa frá Gillastöðum og Biggi.

Einnig fór Biggi með 6v geldinginn Tón frá Litla-Garði í B-flokk og kom út með 8.10.

Tónn frá Litla-Garði og Biggi

Biggi fór með Dyn frá Árgerði í fyrsta sinn í tölt og endaði í 9.sæti, með einkunnina 6.47.

Dynur frá Árgerði og Biggi.

Blakkur gamli klikkar ekki og auðvitað tóku þeir 150m skeiðið á tímanum 14,83.
Nanna Lind fékk 6v Tristanssoninn Hvin frá Litla-Garði að láni hjá Ásdísi og Gísla og fengu þau einkunnina 8.08.

Hvinur frá Litla-Garði og Nanna Lind.

Hér má sjá myndir frá Fákaflugi.

Einnig minni ég á að það eru alltaf að skjótast inn ný myndaalbúm og söluhross.
Og er ekkert mál að auglýsa hross til sölu hér, sendið bara email á [email protected]

Kveðjur úr dalnum.
Flettingar í dag: 1900
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 1044
Gestir í gær: 252
Samtals flettingar: 821957
Samtals gestir: 54764
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 21:17:52