10.06.2009 22:24

Helstu fréttir !

Já, sumarið er komið og allt að gerast, margt er í gangi í  Litla-Garði & Árgerði og ætla ég að segja frá því helsta sem hefur verið um að vera síðast liðinn mánuð.
              Camilla Hooj er nú komin til starfa við tamningar í Litla-Garði, en hún lauk 1.árs námi á Hólum í vor. hún mun starfa hér til lok júlí. Einnig mun Magnús sem hefur verið að vinna hér í vetur vinna út sumarið.

Camilla                                      Magnús

En næst fréttir af kynbótastarfinu, folöld hafa verið að faðast á báðum bæjum.
              Í Litla-Garði eru  6 hryssur kastaðar, það eru Snerpa frá Árgerði, Sónata frá Litla-hóli, Sunna frá Árgerði, Gyðja frá  Teigi, Silfurtá frá Árgerði og Snælda frá Árgerði.
  • -Undan Snerpu kom rauðstjörnótt hryssa undan Gangster frá Árgerði.
  • -Undan Gyðja frá Teigi kom rauðstjörnóttur hestur undan Gangster frá Árgerði.
  • -Undan Sunnu frá Árgerði kom brún hryssa undan Andvara frá Akureyri (F: Adam Ásmundarstöðum, M: Elding frá Blönduósi) einnig kastaði Silfurtá  brúnum hesti undan sama hesti.
  • -Undan Snældu frá Árgerði kom jörp hryssa undan Tind frá Varmalæk.

    Sindri Snær knúsar kátur gæfu hryssuna :)

  • Í Árgerði eru x hryssur kastaðar þær eru
  • -Glæða frá Árgerði sem fór undir Hróð frá Refsstað og kastaði hún rauðri hryssu sem er í eigu Ásdísar Helgu Sigursteinsdóttir.
  • -Undan Nös frá Árgerði kom rauðtvístjörnótt hryssa undan Blæ frá Hesti.
  • -Undan Græju frá Árgerði kom rauðtvístjörnóttur hestur undan Gangster frá Árgerði.

..................

Gleðitíðindi, nýtt tamningarpar er komið í fjörðinn, þar eru Ásdís  Helga Sigursteinsdóttir, barnabarn Dísu í Árgerði og kærasti hennar, Gisli Steinþórsson frá Kýrholti. Ætla þau að stunda tamningar í Árgerði.
            Til gamans má geta að einnig er móðir Ásdísar, dóttir Dísu, hún Alda Björg (Bogga) er flutt í Eyjafjörðinn á ný eftir 28 ára búsetu á Neskaupstað.

Kynbótasýningar standa yfir núna, enn meira um hana kemur seinna, þegar yfirlitinu er lokið sem er á morgun.


Litli sæti prinsinn hann Sámur

Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði :)
Flettingar í dag: 649
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 746
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 823419
Samtals gestir: 54932
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:18:27