01.04.2017 20:39

Ung Gangsters afkvæmi veturinn 2017


Sælir kæru lesendur. 

Það má segja að það séu smá tímamót í hesthúsinu þar sem að Biggi verður frá í einhvern tíma og höfum við fækkað starfsfólki og hrossum. Við erum nú samt svo heppinn að Magnús mun halda áfram að stýra skútunni og verður hann í því verkefni fram á sumar. 

Ég var búin að lofa ykkur myndum af Gangsters afkvæmum sem eru á húsi í vetur og ætla ég að byrja á þeim yngstu!



Tandri frá Árgerði er geldingur á 4ða vetur. Þarna er á ferðinni stór, næmur og fjallmyndarlegur foli með virkilega spennandi hreyfingar.


Tandri er undan Tývu (ósýnd) frá Árgerði. 



Þetta er Vökull frá Litla-Garði geldingur á 4ða vetur. Þessi foli er nú þegar orðin 1,48 á herðar. Þarna er að ferðinni mikið efni í alhliða gæðing.


Vökull er undan Væntingu frá Ási 1 (a,e. 8,00) Þess má geta að Vökull er hálfbróðir Mirru og Eldborgar.


Þessi efnilega hryssa heitir Fura frá Litla-Garði. Hún er einnig á 4ða vetur, ég bað Magnús tamningarmann að lýsa henni og sagði hann orðrétt. ( Geggjaður gæðingur sem fer í 8,50 fyrir hæfileika) hann var beðin að róa sig aðeins :) En efnileg er hún, á þvi leikur engin vafi. 


Fura er undan Tvístjörnu (ósýnd) frá Árgerði. 


Þessi hágenga hryssa heitir Birta frá Akureyri. Hún er á fimmta vetur og er í eigu Stefáns Ingvasonar. Hún var hjá okkur í fyrra og heldur bara áfram að bæta sig. Hún er mikill vilja og rýmisgarpur á öllum gangi.


Birta er undan Hrönn frá Tungu ( 7,68) 


Hér kemur Flauta frá Litla-Garði. Hún er á fimmta vetri. Virkilega lofandi alhliðahryssa.



Þessi hryssa er komin í skóla til Magga Magg , það verður gaman að kíkja í Íbishól með hækkandi sól :) 


Flauta er undan Melodíu ( 8,13) frá Árgerði.


Vaka frá Árgerði er á fimmta vetur og var tekin inn 1 mars. Vaka var sýnd á Hólum í fyrra og hlaut í a.e. 8,11. Hún er undan Von (8,39) frá Árgerði


 Þessi snillingur var að koma norður yfir heiðar í liðinni viku.



Farsæll frá Litla-Garði er undan Sónötu (7,59)  frá Litla-Hól. Farsæll hefur hlotið fyrir sköpulag 8,00 hæfileika 8,32 þ.a 9,0 fyrir tölt og brokk, og 9,5 fyrir fet og vilja og geðslag.
Þessi gæðingur tekur á móti hryssum í húsnotkun í Litla-Garði í vor.
Nánari upplýsingar veitir Magnús í s. 899-3917 

Bestu kveðjur frá Litla-Garði


Flettingar í dag: 496
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 5168
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1129246
Samtals gestir: 76122
Tölur uppfærðar: 17.9.2024 09:35:27