01.05.2016 11:50
Ung og efnileg
Sæl aftur kæru lesendur.
Ætla að skella hér inn myndum af fjórum fjögurra vetra Gangstersdætrum sem komu inn í febrúar. Þær eru allar alhliða hryssur, opnar og skemmtilegar.
Hver veit nema eitthvað af þeim verði tilbúnar í dóm í vor.
Þetta er Gangstersdóttirin, Birta frá Akureyri í eigu Stefáns Ingvasonar.
Þessi hryssa er flugrúm og opin. Á klárlega eftir að skeiða vel seinna meir.
Þetta er Flauta frá Litla-Garði undan Ófeigsdóttirinni Melodíu og Gangster.
Flauta er í okkar eigu og er virkilega efnileg hryssa með góðan fótaburð og allt galopið.
Staka frá Árgerði er undan Perlu frá Árgerði og Gangster. Hún er í eigu Dísu í Árgerði.
Staka hefur mikið framgrip og sýnir mikla getu á gangi.
Skeiðið prufað í fyrsta sinn og það stóð ekki á því.
Síðust en ekki síst er það Vaka frá Árgerði í eigu Dísu.
Vaka er undan Von frá Árgerði og Gangster. Gríðarlegur efniviður hér á ferð.
Þetta eru fjórar hryssur af sex sem til eru undan Gangster í þessum árgang. Góð byrjun hjá kalli :)
Segjum þetta gott í bili.
Bestu kveðjur úr Dalnum.

Skrifað af Herdís
Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 142
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 618307
Samtals gestir: 36403
Tölur uppfærðar: 26.9.2023 08:45:00