26.04.2016 19:27

Kiljan á leið úr landi.Stóðhesturinn Kiljan frá Árgerði er á leið úr landi. Framtíðarheimilið hans verður í Austurríki og mun hann fara út næstkomandi haust. Kiljan frá Árgerði. Knapi Ásdís Helga Sigursteinsdóttir


Er það því síðasti séns að nota þennan flotta kynbótahest. 

Þekktasta afkvæmi Kiljans er hin stórglæsilega Eldborg frá Litla-Garði sem er nú þegar orðin mörgum kunn. Eldborg hefur hlotið 8,04 í sköpulag, 8,44 í hæfileika þ.a. 9,5 fyrir hægt tölt, 9 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið A.e. 8,29 fimm vetra gömul.

Læt fylgja hér með myndir af þremur afkvæmum Kiljans sem eru okkur fædd.
Eldborg frá Litla-Garði á Fákar og fjör 2016. 


Glæðir frá Árgerði upprennandi keppnishestur sem á eftir að gera góða hluti í brautinni seinna meir.


Tíbrá frá Litla-Garði viljug og næm alhliðahryssa.


Sem áður segir verður Kiljan til afnota í Litla-Garði þetta seinasta sumar hans á Íslandi. 

Upplýsingar í s. 896-1249 Biggi [email protected]Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 823
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 918998
Samtals gestir: 65987
Tölur uppfærðar: 17.6.2024 08:31:40