11.09.2015 10:45

SíðsumarSælir kæru lesendur.

 


Já það er langt um liðið frá síðastu skrifum en sumarið er stuttur tími og trúlega aldrei verið jafn stutt og í sumar vegna kulda og tíminn æðir áfram. Við náðum þó ágætis heyjum og erum í góðum málum varðandi komandi vetur.  Ýmislegt hefur verið brasað frá síðustu skrifum, tamingarstöðin hefur verið á fullum snúning, féð er komið heim og voru heimtur góðar í fyrstu göngum.


Sindri og Óli sáttir með göngurnar.


Tvö mót Stórmót Funa og Bæjarkeppni Funa voru haldin í ágúst sem gengu ágætlega. Biggi fór með Vísi í B flokkinn og urðu þeir í þriðja sæti á stórmóti Funa og hlutu sigur úr bítum í gæðingakeppni Funa sem var haldin samhiða.Jóhanna stóð sig vel með Karen frá Árgerði en náðu þær fjórða sæti í A flokk á stórmóti Funa sem var einnig gæðingakeppni Funa í leiðinni og urðu þær efstar  fyrir Funa.

        Þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu einnig kvennaflokkinn á bæjarkeppni Funa.


Jakob á bæjarkeppni Funa á hestinum Jarl frá Árgerði en þeir náðu sér í þriðja sætið í karlaflokknum.

Jóhanna og Jacob tamningarteymið okkar hætti störfum hér 1 sept og flaug á vit ævintýranna suður á land til að byrja með en síðan er stefnan tekin á Holland þar sem að þau ætla að koma undir sig fótunum  og stunda tamningar, járningar, námskeið og fleira í þeim dúr.

 Þökkum við þessu frábæra fólki fyrir vel unnin störf í Litla-Garði og óskum þeim velfarnaðar á nýjum slóðum.


Biggi og Eldborg frá Litla-Garði að þeyta frumraun sýna í Aflokki gæðinga á stórmóti. 


Eldborg vakti mikla athygli hvar sem að hún kom fram þetta árið, skellti Biggi sér með hana á bæjarkeppnina og hlutu þau sigur úr bítum.


Það er erfitt að gera upp á milli mynda af þessari 5 vetra prinsessu þannig að þær fá nokkrar að fljóta með.


Eldborg á bæjarkeppni Funa.


Sindri gerði það gott á stórmótinu og landaði fyrsta sæti.


Tónn og Sindri koma alltaf sterkir inn :)


Einkunn til sigurs. 8,64, ekki amarlegt það.


Sindri ákvað að gefa Tóni frí og fór með Vísir frá Árgerði á bæjarkeppnina. Höfnuðu þeir í öðru sæti, sáttir með það í sinni fyrstu keppni saman.


Biggi fór með tvær hryssur á síðsumarsýningu á Sauðárkróki og fór Kvika frá Árgerði yfir áttuna báðum megin og er því komin með fyrstu verðlaun. 


Kvika hlaut 8,06 fyrir byggingu 8,08 fyrir hæfileika ae 8,07. Kvika er undan Blæ frá Hesti og Nös frá Árgerði.


Orka frá Hólum hækkaði sig einnig ágætlega. Hún hlaut 7,79 í byggingu, upp undir fyrstu verðlaun fyrir hæfileika eða 7,98 a.e 7,91. Er því örstutt í að þessi efnishryssa skelli sér yfir í fyrstu verðlaun, óskum við eiganda hennar, Lenu Höller til hamingju með mikinn efnivið.


Við taka hausttamningar í Litla-Garði og fær Biggi aðstoð frá sænskri stúlku sem er væntanleg fljótlega. Tíu 3ja vetra tryppi þarf að frumtemja að stóðréttum loknum fyrir utan það sem tilfellur frá viðskiptavinum okkar. 

Frúin heldur áfram að vinna á meðferðarheimilinu Laugalandi, syngja með Hymnodíu,  fara á vinnutengd námskeið og sinna því sem sinna þarf heima fyrir. Þannig að hér ætti engum að leiðast.

 Nanna Lind er flutt heim á ný og er komin í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri. Sindri Snær er komin í sjöunda bekk og byrjaður í boltanum á ný með KA.

Enda hérna á einni skemmtilegri mynd sem tekin var í sumar af Magna með barnabarnabörnin tvö í fanginu, þau Viktoríu Röfn og Magna Rafn. Þetta eru gullmolarnir hans Hafþórs Magna og Heiðar.

Barnabarnið Sindri stendur til hliðar. Magni hefur það gott á Elliheimilinu Hlíð og sendir kærar kveðjur til ættingja og vina.Bestu kveðjur frá Litla-Garði

 


Flettingar í dag: 303
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 823
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 919036
Samtals gestir: 65987
Tölur uppfærðar: 17.6.2024 09:36:08