14.04.2015 20:58

Nordic horsefestival.


Nordic horsefestival.

Kynning fyrir Norðlensku hestaveisluna n.k. laugardag. Lagt af stað frá Akureyri kl 10:30.


Gangster frá Árgerði.

Hrossaræktarbúið Litli-Garður er í Eyjafjarðarsveit um 23 km sunnan við Akureyri. Í Litla-Garði búa Herdís Ármannsdóttir og Stefán Birgir Stefánsson og eiga þau 3 börn Hafþór Magna, Nönnu Lind og Sindra Snæ en einungis Sindri Snær er enn í hreiðrinu.

Segja má að ræktunin þeirra sé gamalgróin því nánast allar ræktunarhryssurnar eru frá Árgerði í Eyjafirði en rúmlega 50 ár eru síðan að Magni Kjartansson og Þórdís Sigurðardóttir hófu þar ræktun. 
Herdís er uppalin í Árgerði og eru þessi bú rekin að hluta til sem eitt.
Í dag er hægt að rekja allar ættir Litla-Garðshrossanna til Snældu (4154) frá Árgerði en hún stóð efst í flokki hryssna 6 vetra og eldri á Landsmótinu Skógarhólum 1978 . Á LM á Vindheimamelum 1990 hlaut hún heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Í dag er því ættbogi hennar orðin gríðarstór.
Í Litla-Garði fæðast 7 til 9 folöld á ári. Mikil áhersla er lögð á gott geðslag, fótahá og falleg hross með góðum gangskilum. Eru hross Litla-Garðhjóna ýmist kennd við Litla-Garð eða Árgerði. 
Hafa mörg afburðagóð kynbóta og keppnishross komið frá búunum á liðnum árum. Nýjasta stjarna og flaggskip búanna er Gangster frá Árgerði (a.e. 8,63).
Í Litla-Garði er rekin tamningarstöð allt árið um kring með tveimur tamningarmönnum auk Stefán Birgis. Hann sér um allar tamningar og sýningar fyrir búin, auk þess sem fjöldi aðkomuhrossa er alltaf í tamningu og þjálfun. Í Litla-Garði eru 30 einhesta stíur.
Litli-Garður hlaut titilinn ræktunarbú ársins 2014 hjá HEÞ. 


Mirra frá Litla-Garði.


The breeding farm Litli-Garður is situated in the beautiful Eyjafjöður-fjord 23 km south of Akureyri. There are living Herdís Ármannsdóttir and Stefán Birgir Stefánsson. They own 3 children, Hafþór Magni, Nanna Lind and Sindri Snær. Sindri Snær is the only one living still at home with his parents.
Their breeding line is long-established and almost all breeding mares are from Árgerði situated next to Litli-Garður in Eyjafjöður-fjord. In Árgerði Magni Kjartansson and Þórdís Sigurðardóttir are breeding Icelandic Horses since 50 years. Herdís grew up in Árgerði and todays the breeding farms Litli-Garður and Árgerði partly run as one. The horses out of the breeding from Herdís and Stefán Birgir are called both from Litla-Garði and from Árgerði.
Today it is possible to follow the pedigree of all breeding mares from Litli-Garður to Snælda (4154) frá Árgerði. She stood highest of the 6 year old and older mares at the Landsmót in Skógarhólar 1978. At the Landsmót in Vindheimarmélar 1990 Snælda got honor price for her offspring. Today she is still a big influence on the breeding line.
There are borne 7-9 foals a year in Litli-Garður. The goal is to breed beautiful horses with a good character, clear gaits and good conformation.
Last years there have been shown successful horses both in breeding and competition out of their breeding but the newest star is Gangster frá Árgerði with a total score of 8,63 in breeding evaluation.
Litli-Garður is not only a breeding farm but also a trainingstable all around the year with 30 single boxes. Here are working 2 horse trainers with Stefán Birgir. He is responsible for all training and showing of the horses from Litli-Garður/Árgerði and the training horses from costumers.
In 2014 Litli-Garður got the title breeding farm of the year from HEÞ.




Gangster og Biggi á góðri stund.



Tónn frá Litla-Garði og Sindri Snær



Kiljan frá Árgerði og Stefán Birgir.


Tristan frá Árgerði og Stefán Birgir. 
Flettingar í dag: 490
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 5168
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1129239
Samtals gestir: 76121
Tölur uppfærðar: 17.9.2024 09:13:59