30.03.2015 16:38

Brot úr degi.Sæl á ný. 


Það var bara aðeins of gott veður í dag til að láta það vera að skreppa út með myndavélina. 

Ég kom mér vel fyrir niðri á túni og tók laumumyndir af ríðandi vegfarendum. Feðgarnir að koma úr reiðtúr hressir og kátir. Sindri Snær er á Tón frá Litla-Garði og Biggi á ungri hryssu Bergrósu frá Litla-Garði sem þeir feðgar Hafþór og Biggi eiga saman. 
Sindri Snær var alveg til í að taka aukaferð fyrir ljósmyndarann og virðist Tónn engu hafa gleymt en örstutt er síðan að hann var tekin á hús.Tónn Tristansson ásamt Sindra Snæ, alltaf flottir.Ekki gat nú Biggi látið sitt eftir liggja og tók einnig aukaferð á hinni efnilegu Bergrós frá Litla-Garði. Bergrós verður sjö vetra í vor en ekki vannst tími til að temja hana sem skildi fyrr en í fyrra sumar, er þetta fyrsti veturinn hennar á húsi. Bergrós er undan Hóf frá Varmalæk og Sunnu frá Árgerði.Tímaleysið getur verið slæmt, feikna efniviður hér á ferð og synd að ekki var byrjað á henni fyrr.og ein enn :)

Dömurnar voru á tamningarreiðtúr og höfðu ekki hugmynd um að þær væru í mynd.


Lena á Grana frá Litla-Dal í eigu  Gests dýralækni. Þetta er geldingur á 4ða vetur undan Ramma frá Búlandi. Vona að ég fái ekki skammir fyrir að setja inn svona óundirbúið :)

j

Og Jóhanna á einni efnilegri Fjöður frá Litla-Garði, undan Væntingu og Gígjari frá Auðholtshjálegu. Hryssa á fjórða vetur. Koma  betri myndir fljótlega af Fjöður þegar knapi veit að hann er í mynd og fær tækifæri á fleiri ferðum:)Biggi var aftur fljótur að lesa í aðstæður.

 Frúin út á túni vopnuð myndavél og reið karl stoltur hjá á Viktoríu frá Árgerði.Viktoría frá Árgerði F Kapall frá Kommu M. Kveikja frá ÁrgerðiViktoría er bráðefnileg hryssa á 4ða vetur sem var frumtamin í haust og búin að vera inni í einn mánuð í vetur.


Það var bara ekki hægt að hætta að mynda hana :)


Jóhanna var einnig búin að hafa hestaskipti og lét ég hana vita í þetta skipti að ég væri að mynda:)Hún var þarna mætt með Glymsdóttirina Emiíönu frá Litla-Garði.


Jóhanna hefur þjálfað Emilíönu í vetur og er gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna saman.Alltaf flottar :)


Emilíana er að verða klár í alvörutölur  í fjórgang:) Mikið og vel unnin hryssa.


Kuldinn var lúmskur og eiginlega var þetta meira gluggaveður og myndatökumaðurinn að stíga upp úr flensu, þannig að þarna var gott láta staðar numið og drífa sig í að vinna úr herlegheitunum.

Vona að þið hafið haft gaman að fylgjast með dagsbroti úr fallegum vetrardegi.

Bestu kveðjur frá Litla-Garði
 


Flettingar í dag: 303
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 823
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 919036
Samtals gestir: 65987
Tölur uppfærðar: 17.6.2024 09:36:08