29.03.2015 17:47

Kea mótaröðin og Faxaborg


Sæl á ný.  

Undarfarnar vikur hafa gengið prýðilega fyrir sig, tamningar á fullu og alltaf nóg að gera.

Þessi helgi var til að mynda ansi þéttbókuð og þurfti aðeins að púsla sem svo oft áður til að dagskráin gengi upp.

Kea mótaröðin var nú á föstudagskvöldið og í þetta sinn var keppt í tölti. 

Fórum með tvö hross frá okkur, Biggi með Aldísi frá Krossum og Jóhanna með Emiliönu frá Litla-Garði. Eitthvað var Emiliana feimin við höllina og sýndist ekki sem skildi en Biggi komst með Aldísi í úrslit og höfnuðu þau í 4ða sæti í opnum flokki með einkunina  6,83.

 Aldís frá Krossum. 


Gangster þurfti aftur á móti að vera komin í Borgarnes á föstudaginn og vorum við svo heppin að Hafþór sonur okkar og fjölskylda tók hann með sér suður á föstudagsmorgun, svo hann gæti hvílt sig á ferðalaginu og tekið á því á laugardagskvöldið.  

Biggi brunaði síðan suður á laugardagsmorgun til að taka þátt í sýningunni í Faxaborg.


varð að leyfa einni "Arti" að fljóta með :)


Kynningin var sem sagt!

 Vesturlandssýning í Faxaborg í Borgarnesi  á laugardagskvöldið en á því svæði "nánar tiltekið Arnbjörg á Mýrum"  verður Gangster einmitt tvö gangmál í sumar . Nú þegar er orðið fullt hjá honum  fyrra gangmálið og tekið er niður á biðlista. Um að gera að skrá sig sem fyrst.


Biðst velvirðingar á blörruðum myndum en þið þekkið vonandi kallana.


Gangster í Faxaborg Borgarnesi í gærkvöldi.

Hæga töltið

Og að sjálfsögðu klikkaði ekki skeiðið.

Gekk sýningin með ágætum þótt heldur sé nú Gangster hrifnari af grænum grundum heldur en reiðhöllum, enda kannski ekki skrítið þar sem að hann þekkir það umhverfi mun betur :)

Biggi og Gangster hvíldu sig eftir sýningu en tóku daginn snemma eins og þeir eru vanir að gera og voru komnir aftur heim í Litla-Garð rétt upp  úr hádegi.

Vonum að þið hafið átt góða helgi kæru lesendur.

Bestu kveðjur úr Djúpadal.

,

Flettingar í dag: 158
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 617763
Samtals gestir: 36280
Tölur uppfærðar: 26.9.2023 06:57:42