23.12.2014 17:11

Gleðileg jól


Komið þið sæl kæru lesendur.


Desember hefur liðið ótrúlega hratt og tiðarfarið verið ansi tafsamt því eins og annar staðar er vetur konungur búin að sýna sig hressilega hér með snjókomu og skafrenningi.


Hrossin okkar sem voru fram á dal eru öll komin heim og erum við afar fegin þar sem að það er ekkert lát á fannferginu. Fóru Biggi og Nonni bróðir hans fram eftir á snjósleðum og sóttu stóðið og gekk það prýðilega.



 Síðan tók við að flokka þau í sundur í brjáluðu veðri en við vorum svo heppin að fá góða hjálp við það, en Dóri frændi og Jón mættu galvaskir á svæðið.



Flottir félagar og hálfgerðir snjókallar en erfitt reyndist að hafa augun opin í stórhríðinni :)







Og að sjálfsögðu var öll fjölskyldan að hjálpast að við að koma öllu á réttan stað.




Bóndinn galvaskur að vanda :)




Hluti af stóðinu í hríðarkófi.


En mitt í öllu þessu er jólaundirbúningur á fullu og gerðum við okkur glaðan dag, örkuðum af stað 
og náðum okkur í þetta flotta jólatré. Takið eftir hvað Biggi er að verða vetrarlegur :)



Nanna Lind, Sindri og Biggi búin að finna rétta tréð. Jú og ljósmyndarinn fékk líka að segja sína skoðun :)




Sendum okkar bestu óskir um Gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærri þökk fyrir það liðna. 
Megi komandi ár færa ykkur gleði og gæfu.

Húmið förlast,hækkar sól
Hýrna frosnar grundir
Guð þér sendi gleðileg jól
og góðar vetrar stundir.

Lifið heil kæru vinir.





Flettingar í dag: 797
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 511
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1007175
Samtals gestir: 71270
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 09:26:50