02.12.2014 21:06

DesemberSælir kæru lesendur. 

Þá er haustið liðið en það var óvenju langt í þetta skiptið og má það þakka veðursældinni.


Óðinn frá Árgerði 3ja vetra stóðhestur undan Óm frá Kvistum og Snældu frá Árgerði fer reglulega skemmtilega af stað. 


Frumtamningar hafa gengið frábærlega, eiginlega sjaldan betur,  mikil og góð vinna hefur verið leyst af hendi, ekki bara í hrossum sem aðrir eiga heldur einnig í okkar tryppum, og eru öll okkar þriggja vetra hross orðin reiðfær.
 Þannig þarf þetta auðvitað að vera en því miður hefur það ekki oft verið þannig að sökum tímaleysis því að sjálfsögðu ganga aðkomuhross fyrir okkar. Þessu öllu þökkum við mikinn og góðan starfskraft, því þegar best lét hafði Biggi með sér þrjá tamningarkonur og þá fara hlutirnir að gerast hratt :)


Flygill frá Litla-Garði 4ra vetra stóðhestur undan Fróða frá Staðartungu og Melodíu frá Árgerði. 
Það er tilhlökkun að tylla sér á þennan í vetur :)


Desember verður fremur rólegur í tamningum, enda þarf að undirbúa veturinn vel, og ákváðum við að taka tíma í það. Jóhanna Shultz, færa og góða tamningarkonan okkar fer í langþráð frí og kemur fersk til baka í byrjun nýs árs. Í byrjun mars bætist við annar stafskraftur, Lena Höller, sem er fær hestastelpa frá Austurríki sem vinur okkar Höskuldur Aðalsteins útvegaði okkur. Hlökkum mikið til að fá hana til starfa. 
Þannig að það verður öflugur starfskraftur og stefnir í skemmtilegan vetur með frábærum efnivið.

Fjórðungsmót Austurlands verður haldið á Stekkhólma við Egilstaði 2 til 5 júlí 2015 og er nú þegar komin mikill hugur í okkur fyrir því. Stefnum við með fjölda hrossa þangað ef að allt fer sem horfir.  


Hin stórefnilega Mirrusystir Eldborg frá Litla-Garði er þegar komin á járn og mikill hugur er í bónda með þessa ungu dömu.

 
Nú verður dittað að hinu og þessu og seinni hluta mánaðar förum við svo að tína fleiri hross inn. 

Þeir sem voru búnir að panta fyrir veturinn eru vinsamlegast beðnir að staðfesta pantanir og nýjir sem og gamlir kúnnar eru að sjálfsögðu velkomnir meðan að pláss leyfir. 

Síminn hjá Bigga er 896-1249

Tamningargjald hjá okkur verður óbreytt þ.e. 60,000 + vsk. 

 
Eigið notalega aðventu :)

Kveðjur frá Litla-Garði

Flettingar í dag: 95
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 414
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 995777
Samtals gestir: 70809
Tölur uppfærðar: 20.7.2024 04:30:15