02.09.2014 11:41

Bæjarkeppni

Sælir kæru lesendur,


Haustið nálgast og minnir á sig á margan hátt þótt veðursældin sé ekkert búin að yfirgefa okkur ennþá.
Skólinn er byrjaður, heyskap lokið og göngur næstu helgi, kartöfluuppskera stefnir í algjört met og þarf maður að fara að drífa sig að taka upp því ekki er gott að kartöflurnar spretti um of.

Bæjarkeppnin var síðustu helgi og er hún einnig haustboði þar sem að hún  er síðasta mótið hér norðanheiða á árinu.  


Biggi á Mirru frá Litla-Garði og Hafþór á Vísi frá Árgerði

Vel var mætt frá Litla-Garði á bæjarkeppni, alls 6 keppendur og vantaði samt Ásdísi og Nönnu í hópinn til að fullkomna hann.

Ásdís var í staðinn ferlega dugleg að taka myndir og deili ég þeim hér með til ykkar :)


Jóhanna okkar á Glymru frá Litla-Garði


þær eru algjört æði þessar stöllur :)Hafþór elsti sonur okkar kom frá Reykjavík á laugardagskvöldið ásamt litlu fjölskyldunni sinni sem fer reyndar óðum stækkandi þar sem að hann og Heiður eiga  von á sínu öðru barni :) Notaði Hafþór tækifærið og skellti sér á Vísi frá Árgerði í bæjarkeppnina og höfðu þeir félagar engu gleymt :)


flottir félagar.
Júlía okkar sem var síðast hjá okkur 2010 er komin aftur frá Þýskalandi og ætlar að vera í einn mánuð, ekkert smá gaman að því. Hún skellti sér á Viðju frá Litla-Garði og stóðu þær sig með prýði :)


Júlía og Viðja flottar á bæjarkeppni Funa :)
Sindri og Tónn frá Litla-Garði sigruðu barnaflokkinn með stæl :)


Það er búið að vera verulega gaman að fylgjast með Sindra í sumar, Hann hefur vaxið hratt og tekið miklum framförum í reiðmennskunni, komin riddarabragur á kallinn :)Það sem gerir bæjarkeppnina svo skemmtilega er litrófið.

Þarna sést nefnilega líka fullt af fólki sem vanalega er ekki mikið í brautinni.Hér er Rósa frá Halldórsstöðum á Neista sínum, þau gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér í annað sætið í kvennaflokki :)

Sjálf tók ég þátt á Emilíönu frá Litla-Garði og vorum við bara sáttar með hvor aðra, Emilíana er mjög svo vaxadi meri og skemmtum við okkur vel saman, hver veit nema maður fari að gera meira af þessu :)


Herdís og Emilíana lentu í 3ja sæti í kvennaflokki :)
Skemmtileg fjórgangshryssa sem er til sölu.Systurnar Glymra og Emilíana.
Þessi gaur var líka ansi flottur og setti sinn lit á þessa skemmtilegu keppni. 

Gestur okkar á Molasyninum sínum.Síðast en ekki síst var Biggi með Mirru frá Litla-Garði, mikið svakalega var hún flott.
Algjört augnakonfekt þessi meri sem vex í hverjum reiðtúr, Biggi sem er nú ekki yfirlýsingaglaður maður er meira segja farin að missa út úr sér stór  orð um hvað þessi hryssa eigi eftir að gera geðveika hluti í framtíðinni , látum það liggja á milli hluta í bili :)


Og að sjálfsögðu sigraði Biggi karlaflokkinn á þessari sprengju.


Læt Mirru eiga síðasta orðið :)
Flettingar í dag: 143
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 414
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 995825
Samtals gestir: 70817
Tölur uppfærðar: 20.7.2024 06:00:50