12.07.2014 11:08

LM fréttir og myndasería


Góðan daginn kæru lesendur.




Gangster stóð sig stórkostlega á Landsmóti hestamanna, var 5 hæsti hestur eftir forkeppni A flokks með einkunnina 8,76.

Milliriðill gekk frábærlega þar sem að þeir félagar áttu glæsisýningu  og uppskáru annað sætið með einkunnina 8,91 á eftir Spuna frá Vesturkoti.

Endaði hann í 6 sæti í A úrslitum í stekasta A flokk fyrr og síðar  þrátt fyrir að það hafi vantað upp á að hann hafi skilað 9,5 brokkinu sínu að fullu.

Það sem er ekki minna um vert er að Gangster vakti mikla athygli og var hestur brekkunnar að margra mati, ásamt því að ekki ómerkari maður en Jens Einarsson nefndi í FB blogginu sínu að Gangster hefði verið sá hestur sem að hann hefði viljað taka með sér heim á mótinu J

Við vorum svo heppin að Jóhanna tamningakonan okkur er heimavön á suðurlandinu og útvegaði  okkur frábæra aðstöðu fyrir hestinn í Hjarðartúni hjá Óskari og Ásu.  Jón Páll var okkur þar innan handar og sá um hirðingu og sparaði okkur sporin. 


Frábær aðstaða, fallegur staður með yndislegu fólki, kærar þakkir fyrir okkur allir í Hjarðartúni, vonandi getum við launað ykkur greiðann síðar J



Mynd tekin rétt áður en að riðið er í braut fyrir A flokks úrslitin.


Hérna kemur myndasyrpa í boði Ásdísar Helgu.

Hér eru að finna myndir út forkeppni, milliriðli og A flokks úrslitunum sjálfum.
 Nokkrar myndir úr brekkunni ásamt hinum frábæra Gangstersyni Farsæl frá Litla-Garði sem spreytti sig í kynbótabrautinni við mikla hrifningu áhorfenda.
Það reyndist ansi erfitt að velja á milli myndanna, þannig að þið fáið að sjá ansi margar af ljósmyndastjörnunum okkar.
 Góða skemmtun :)






Flugskeið :)



Milliriðill.

Á leiðinni í skeiðið.











Stuð á karli.



Þvílík veisla:)













Gangster og Gróði frá Naustum.






Veðrið var ekkert til að hrópa húrra fyrir.




Skrefar drjúgt.


Blörruð af rigningu  og hrifningu :)


Skutlurnar :)


mæðgin :)


uppáhalds :)

Gangsterssonurinn Farsæll frá Litla-Garði undan henni Sónötu okkar stóð sig einnig frábærlega í kynbótabrautinni á Landsmóti og skartar meðal annars 9,5 fyrir fet, vilja og geðslag, 9 fyrir tölt og brokk. Glæsilegur klárhestur úr okkar ræktun sem vakti verðskuldaða athygli.


Mikið fas.


Flugrúmur gæðingur.


Efst í huga er þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt við okkur og samglaðst.
Þakklát erum við Magna og Dísu í Árgerði sem eiga heiðurinn af bakgrunninum sem  við erum svo heppinn að fá að halda áfram að rækta út af. Þetta er mikil auglýsing fyrir hrossaræktarbúin Árgerði / Litli-Garð, Bigga og Gangsterinn okkar, sem er nú fyrir vikið orðin enn þekktari í hestaheiminum.
Ásdís Helga hefur verið dyggur stuðningbolti í tamningum, markaðsmálum og fréttaflutningi í gegnum tíðina að ógleymdum Gesti dýralæknir sem er traustur og góður vinur og hefur alfarið séð um járningar á Gangster. 

Gangster er í Sandhólaferju og tekur á móti hryssum þar, upplýsingar gefur Guðmar í síma 661-9112

Bestu kveðjur frá Litla-Garði


Flettingar í dag: 482
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 4813
Gestir í gær: 149
Samtals flettingar: 1175713
Samtals gestir: 77523
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 11:25:53