15.06.2014 17:16

LM farmiðar

Sælt veri fólkið. 

Úrtakan fyrir Landsmót hjá félögunum í Eyfjafirði og Þingeyjarsveit var haldin um helgina. Í þetta sinn er aðeins haldin ein sameignleg úrtaka fyrir Léttir, Feyki, Funa, Glæsi, Gnýfara, Grana,Hring, Þráinn og Þjálfa.



Fór Biggi með Gangster í A flokk gæðinga og hlaut hann hæstu einkunn í forkeppni á mótinu 8,72 og farmiða inn á Landsmót.

Að þessu sinni reið hann ekki úrslit þar sem að þetta var eingöngu úrtökumót fyrir öll félögin nema Létti sem hélt sína gæðingakeppni í leiðinni. 

Mirra og Gangster verða okkar fulltrúar á LM. Stórkostlegir gæðingar bæði tvö á sinn ólíka hátt.


Gangster frá Árgerði

Mirra hlaut 8,36 í byggingu, 8,34 í hæfileika og 8,35 til aðaleinkunnar. Þar af  9 fyrir hægt tölt, fegurð í reið og fyrir vilja og geðslag.


Flettingar í dag: 8262
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 3801
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1768732
Samtals gestir: 92952
Tölur uppfærðar: 3.5.2025 09:47:25